Sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en heldur ökuréttindum fyrir mistök Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2020 16:31 Síðan slysið varð hefur Reykjanesbraut verið tvöfölduð. Vísir/Egill Landsréttur staðfesti í dag dóm yfir karlmanni fyrir manndráp af gáleysi í október 2018. Var hann sakfelldur fyrir að hafa ekið bíl sínum yfir á rangan vegarhelming á Reykjanesbraut í Hafnarfirði með þeim afleiðingum að árekstur varð við bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Farþegi í bíl mannsins lést í árekstrinum. Hann þarf að greiða ökumanni hins bílsins 600 þúsund krónur í miskabætur. Lögreglu barst tilkynning á sjötta tímanum að morgni 28. október. Árekstur jepplings og fólksbíls varð á Reykjanesbraut til móts við verslun Bónus í Vallahverfinu. Fram kom í fréttum á þeim tíma að hinn látni hefði verið erlendur ferðamaður. Ákærði sagðist við lögreglu á vettvangi hafa sofnað við aksturinn og ekki vaknað fyrr en áreksturinn varð. Hann vildi ekki staðfesta þá frásögn sína fyrir dómi. Þar kom fram að sannað þótti, með ljósmyndum og skýrslu tæknideildar, að hann hefði ekið bíl sínum yfir á rangan vegarhelming. Hélt ökuréttindum Var hann sakfelldur fyrir að hafa ekið bílnum án nægilegrar varúðar og þannig á sig kominn að vera ekki fær um að stjórna ökutækinu örugglega með þeim afleiðingum að ökutækið fór á rangan vegarhelming. Þar lenti það í árekstri með þeim afleiðingum að einn lést. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi ökumanninn í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og svipti ökuréttindum í hálft ár. Landsréttur staðfesti refsinguna en þar sem ríkissaksóknari vék hvergi að kröfu um sviptingu ökuréttar fyrir Landsrétti eða rökstuðningi fyrir þeirri kröfu þótti dómnum ekki ástæða til að svipta hann ökurétti. Reykjanesbrautin var á þessum tíma með eina akrein í hvora átt en síðan hefur Reykjanesbraut verið tvöfölduð. Dómsmál Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Farþegi í bíl mannsins lést í árekstrinum. Hann þarf að greiða ökumanni hins bílsins 600 þúsund krónur í miskabætur. Lögreglu barst tilkynning á sjötta tímanum að morgni 28. október. Árekstur jepplings og fólksbíls varð á Reykjanesbraut til móts við verslun Bónus í Vallahverfinu. Fram kom í fréttum á þeim tíma að hinn látni hefði verið erlendur ferðamaður. Ákærði sagðist við lögreglu á vettvangi hafa sofnað við aksturinn og ekki vaknað fyrr en áreksturinn varð. Hann vildi ekki staðfesta þá frásögn sína fyrir dómi. Þar kom fram að sannað þótti, með ljósmyndum og skýrslu tæknideildar, að hann hefði ekið bíl sínum yfir á rangan vegarhelming. Hélt ökuréttindum Var hann sakfelldur fyrir að hafa ekið bílnum án nægilegrar varúðar og þannig á sig kominn að vera ekki fær um að stjórna ökutækinu örugglega með þeim afleiðingum að ökutækið fór á rangan vegarhelming. Þar lenti það í árekstri með þeim afleiðingum að einn lést. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi ökumanninn í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og svipti ökuréttindum í hálft ár. Landsréttur staðfesti refsinguna en þar sem ríkissaksóknari vék hvergi að kröfu um sviptingu ökuréttar fyrir Landsrétti eða rökstuðningi fyrir þeirri kröfu þótti dómnum ekki ástæða til að svipta hann ökurétti. Reykjanesbrautin var á þessum tíma með eina akrein í hvora átt en síðan hefur Reykjanesbraut verið tvöfölduð.
Dómsmál Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum