Faraldurinn víða verri en í vor Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2020 15:18 Heilbrigðisstarfsmenn í Ungverjalandi flytja mann með Covid-19 á sjúkrahús. EPA/Zoltan Balogh Þrátt fyrir að hafa tekist að draga verulega úr umfangi faraldurs nýju kórónuveirunnar í vor og í sumar, er staðan nú víðast hvar í Evrópu svipuð eða verri en þá. Bæði smituðum og dauðsföllum hefur farið hratt fjölgandi. Sjö daga meðaltal dauðsfalla í ríkjum Evrópusambandsins, auk Bretlands, Íslands, Liechtenstein og Noregs, fór í lok nóvember yfir meðaltalið þegar ástandið var hvað verst í apríl. Þann 28. nóvember var það 4.082 dauðsföll, samkvæmt samantekt New York Times. Bara í nóvember dóu nærri því 105 þúsund manns vegna Covid-19 í því 31 ríki sem Sóttvarnastofnun Evrópou fylgist með. Í heildina hafa 339.409 dáið af þeim 13.680.014 sem greinst hafa smitaðir. Hér má sjá mynd frá ECD, sem gerð var á miðvikudaginn. Hún sýnir nýgengi smita í Evrópu. Í greiningu NYT segir að ráðamenn í Evrópuy hafi aflétt aðgerðum vegna faraldursins of snemma. Vísað er sérstaklega í orð Úrsulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, þann 14. apríl. Þá sagði hún að mögulega þyrfti að stöðva ferðalög Evrópubúa yfir sumarið. Viku seinna hafði henni snúist hugur. Framkvæmdastjórnin gerði tillögur um hvernig væri hægt að fella niður takmarkanir hægt og rólega. Lagt var til að farið yrði varlega í slíkar aðgerðir. Flestir ráðamenn í Evrópu fóru þó hraðar en lagt hafði verið til og á það sérstaklega við ríki Suður-Evrópu þar sem ráðamenn vildu sérstaklega koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar. Vonast var til þess að hraðar tilslakanir myndu bæta hagvöxt, sem hafði dregist töluvert saman. Til marks um þá viðleitni þó ferðuðust rúmlega fjórar milljónir manna til Spánar í júlí og ágúst. Flest þeirra þurftu ekki að fara í skimun eða sóttkví vegna ferðalagsins. Hvorki þegar komið var til Spánar eða þegar þau flugu heim. Vísbendingar er um að þessar ákvarðanir ráðamanna hafi leitt til þessarar seinni bylgju. Nú er verið að grípa til umfangsmikilla aðgerða, aftur, víðsvegar um Evrópu. Ástandið er þó ekki eingöngu slæmt í Evrópu. Faraldurinn hefur einnig náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum á undanförnum vikum. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Sjö daga meðaltal dauðsfalla í ríkjum Evrópusambandsins, auk Bretlands, Íslands, Liechtenstein og Noregs, fór í lok nóvember yfir meðaltalið þegar ástandið var hvað verst í apríl. Þann 28. nóvember var það 4.082 dauðsföll, samkvæmt samantekt New York Times. Bara í nóvember dóu nærri því 105 þúsund manns vegna Covid-19 í því 31 ríki sem Sóttvarnastofnun Evrópou fylgist með. Í heildina hafa 339.409 dáið af þeim 13.680.014 sem greinst hafa smitaðir. Hér má sjá mynd frá ECD, sem gerð var á miðvikudaginn. Hún sýnir nýgengi smita í Evrópu. Í greiningu NYT segir að ráðamenn í Evrópuy hafi aflétt aðgerðum vegna faraldursins of snemma. Vísað er sérstaklega í orð Úrsulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, þann 14. apríl. Þá sagði hún að mögulega þyrfti að stöðva ferðalög Evrópubúa yfir sumarið. Viku seinna hafði henni snúist hugur. Framkvæmdastjórnin gerði tillögur um hvernig væri hægt að fella niður takmarkanir hægt og rólega. Lagt var til að farið yrði varlega í slíkar aðgerðir. Flestir ráðamenn í Evrópu fóru þó hraðar en lagt hafði verið til og á það sérstaklega við ríki Suður-Evrópu þar sem ráðamenn vildu sérstaklega koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar. Vonast var til þess að hraðar tilslakanir myndu bæta hagvöxt, sem hafði dregist töluvert saman. Til marks um þá viðleitni þó ferðuðust rúmlega fjórar milljónir manna til Spánar í júlí og ágúst. Flest þeirra þurftu ekki að fara í skimun eða sóttkví vegna ferðalagsins. Hvorki þegar komið var til Spánar eða þegar þau flugu heim. Vísbendingar er um að þessar ákvarðanir ráðamanna hafi leitt til þessarar seinni bylgju. Nú er verið að grípa til umfangsmikilla aðgerða, aftur, víðsvegar um Evrópu. Ástandið er þó ekki eingöngu slæmt í Evrópu. Faraldurinn hefur einnig náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum á undanförnum vikum.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira