Faraldurinn víða verri en í vor Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2020 15:18 Heilbrigðisstarfsmenn í Ungverjalandi flytja mann með Covid-19 á sjúkrahús. EPA/Zoltan Balogh Þrátt fyrir að hafa tekist að draga verulega úr umfangi faraldurs nýju kórónuveirunnar í vor og í sumar, er staðan nú víðast hvar í Evrópu svipuð eða verri en þá. Bæði smituðum og dauðsföllum hefur farið hratt fjölgandi. Sjö daga meðaltal dauðsfalla í ríkjum Evrópusambandsins, auk Bretlands, Íslands, Liechtenstein og Noregs, fór í lok nóvember yfir meðaltalið þegar ástandið var hvað verst í apríl. Þann 28. nóvember var það 4.082 dauðsföll, samkvæmt samantekt New York Times. Bara í nóvember dóu nærri því 105 þúsund manns vegna Covid-19 í því 31 ríki sem Sóttvarnastofnun Evrópou fylgist með. Í heildina hafa 339.409 dáið af þeim 13.680.014 sem greinst hafa smitaðir. Hér má sjá mynd frá ECD, sem gerð var á miðvikudaginn. Hún sýnir nýgengi smita í Evrópu. Í greiningu NYT segir að ráðamenn í Evrópuy hafi aflétt aðgerðum vegna faraldursins of snemma. Vísað er sérstaklega í orð Úrsulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, þann 14. apríl. Þá sagði hún að mögulega þyrfti að stöðva ferðalög Evrópubúa yfir sumarið. Viku seinna hafði henni snúist hugur. Framkvæmdastjórnin gerði tillögur um hvernig væri hægt að fella niður takmarkanir hægt og rólega. Lagt var til að farið yrði varlega í slíkar aðgerðir. Flestir ráðamenn í Evrópu fóru þó hraðar en lagt hafði verið til og á það sérstaklega við ríki Suður-Evrópu þar sem ráðamenn vildu sérstaklega koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar. Vonast var til þess að hraðar tilslakanir myndu bæta hagvöxt, sem hafði dregist töluvert saman. Til marks um þá viðleitni þó ferðuðust rúmlega fjórar milljónir manna til Spánar í júlí og ágúst. Flest þeirra þurftu ekki að fara í skimun eða sóttkví vegna ferðalagsins. Hvorki þegar komið var til Spánar eða þegar þau flugu heim. Vísbendingar er um að þessar ákvarðanir ráðamanna hafi leitt til þessarar seinni bylgju. Nú er verið að grípa til umfangsmikilla aðgerða, aftur, víðsvegar um Evrópu. Ástandið er þó ekki eingöngu slæmt í Evrópu. Faraldurinn hefur einnig náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum á undanförnum vikum. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Sjö daga meðaltal dauðsfalla í ríkjum Evrópusambandsins, auk Bretlands, Íslands, Liechtenstein og Noregs, fór í lok nóvember yfir meðaltalið þegar ástandið var hvað verst í apríl. Þann 28. nóvember var það 4.082 dauðsföll, samkvæmt samantekt New York Times. Bara í nóvember dóu nærri því 105 þúsund manns vegna Covid-19 í því 31 ríki sem Sóttvarnastofnun Evrópou fylgist með. Í heildina hafa 339.409 dáið af þeim 13.680.014 sem greinst hafa smitaðir. Hér má sjá mynd frá ECD, sem gerð var á miðvikudaginn. Hún sýnir nýgengi smita í Evrópu. Í greiningu NYT segir að ráðamenn í Evrópuy hafi aflétt aðgerðum vegna faraldursins of snemma. Vísað er sérstaklega í orð Úrsulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, þann 14. apríl. Þá sagði hún að mögulega þyrfti að stöðva ferðalög Evrópubúa yfir sumarið. Viku seinna hafði henni snúist hugur. Framkvæmdastjórnin gerði tillögur um hvernig væri hægt að fella niður takmarkanir hægt og rólega. Lagt var til að farið yrði varlega í slíkar aðgerðir. Flestir ráðamenn í Evrópu fóru þó hraðar en lagt hafði verið til og á það sérstaklega við ríki Suður-Evrópu þar sem ráðamenn vildu sérstaklega koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar. Vonast var til þess að hraðar tilslakanir myndu bæta hagvöxt, sem hafði dregist töluvert saman. Til marks um þá viðleitni þó ferðuðust rúmlega fjórar milljónir manna til Spánar í júlí og ágúst. Flest þeirra þurftu ekki að fara í skimun eða sóttkví vegna ferðalagsins. Hvorki þegar komið var til Spánar eða þegar þau flugu heim. Vísbendingar er um að þessar ákvarðanir ráðamanna hafi leitt til þessarar seinni bylgju. Nú er verið að grípa til umfangsmikilla aðgerða, aftur, víðsvegar um Evrópu. Ástandið er þó ekki eingöngu slæmt í Evrópu. Faraldurinn hefur einnig náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum á undanförnum vikum.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira