Afreksfólk sem undirbýr sig fyrir alþjóðleg mót fær undanþágu til að æfa Anton Ingi Leifsson skrifar 3. desember 2020 20:16 Guðbjörg Jóna gæti því byrjað að æfa á ný. FRÍ Góðar fréttir bárust fyrir íslenskt íþróttafólk í dag. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, greindi frá því í samtali við Einar Örn Jónsson í kvöldfréttum RÚV að afreksfólk sem væri að undirbúa sig undir alþjóðleg mót fengi að æfa. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, spretthlaupi, og Guðni Valur Guðnason, kringlukastari, tjáðu óánægju sína með æfingabannið í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka gærkvöldsins. Þar sögðust þau hafa áhyggjur að æfingabannið myndi hafa áhrif á þau er þau reyndu að ná Ólympíulágmörkum en æfinga- og keppnisbann hefur ríkt hér á landi síðan í byrjun október. Klippa: Sportpakkinn - Afreksíþróttafólk fær ekki að æfa Lárus sagði hins vegar að ÍSÍ hafi í dag fundað með sóttvarnalækni, Þórólfi Guðnasyni, og fulltrúm Almannanvarna og eftir þann fund er ljóst að afreksíþróttafólk sem er að undirbúa sig fyrir stór mót fær að æfa. „Við áttum fund með sóttvarnalækni og Almannavörnum í hádeginu í dag, þar sem þessir hlutir voru ræddir,“ sagði Lárus Blöndal í samtali við Einar í dag. Við lögðum einmitt áherslu á þessi atriði, að auðvitað koma æfingum eldri hlutans í gang og keppni, þó að það verði eitthvað seinna, og síðan ekki hvað síst sko ef það tekst ekki þá verður eiginlega að reyna að ná til þessara krakka sem eru þarna á þessum framhaldsskólaaldri. Ég tel að það sé mjög mikilvægt og geri alveg ráð fyrir því og veit að sóttvarnayfirvöld eru jákvæð fyrir því að reyna eins og hægt er,“ segir Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ. „Þannig að við gerum ráð fyrir því að flest okkar afreksfólk, sem er að keppa í einstaklingsgreinum til að mynda, komist þar inn, og líka geri ég ráð fyrir því að það eru hérna til dæmis veit ég nokkrir einstaklingar sem eru í þessum stóra hópi hjá HSÍ og þeir ættu að geta fengið þessa undanþágu líka.“ „Þannig að það er, hérna, þetta er alla vega viðleitni og er bara jákvætt að geta komið þessu áfram. En hins vegar náttúrulega eru menn að horfa til þess að þessar liðsíþróttir, að menn geti stundað þær hérna til að geta verið samkeppnishæfir á alþjóðlegum mótum á næsta ári. En það er, hérna, vonandi styttist í að það verði hægt.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, greindi frá því í samtali við Einar Örn Jónsson í kvöldfréttum RÚV að afreksfólk sem væri að undirbúa sig undir alþjóðleg mót fengi að æfa. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, spretthlaupi, og Guðni Valur Guðnason, kringlukastari, tjáðu óánægju sína með æfingabannið í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka gærkvöldsins. Þar sögðust þau hafa áhyggjur að æfingabannið myndi hafa áhrif á þau er þau reyndu að ná Ólympíulágmörkum en æfinga- og keppnisbann hefur ríkt hér á landi síðan í byrjun október. Klippa: Sportpakkinn - Afreksíþróttafólk fær ekki að æfa Lárus sagði hins vegar að ÍSÍ hafi í dag fundað með sóttvarnalækni, Þórólfi Guðnasyni, og fulltrúm Almannanvarna og eftir þann fund er ljóst að afreksíþróttafólk sem er að undirbúa sig fyrir stór mót fær að æfa. „Við áttum fund með sóttvarnalækni og Almannavörnum í hádeginu í dag, þar sem þessir hlutir voru ræddir,“ sagði Lárus Blöndal í samtali við Einar í dag. Við lögðum einmitt áherslu á þessi atriði, að auðvitað koma æfingum eldri hlutans í gang og keppni, þó að það verði eitthvað seinna, og síðan ekki hvað síst sko ef það tekst ekki þá verður eiginlega að reyna að ná til þessara krakka sem eru þarna á þessum framhaldsskólaaldri. Ég tel að það sé mjög mikilvægt og geri alveg ráð fyrir því og veit að sóttvarnayfirvöld eru jákvæð fyrir því að reyna eins og hægt er,“ segir Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ. „Þannig að við gerum ráð fyrir því að flest okkar afreksfólk, sem er að keppa í einstaklingsgreinum til að mynda, komist þar inn, og líka geri ég ráð fyrir því að það eru hérna til dæmis veit ég nokkrir einstaklingar sem eru í þessum stóra hópi hjá HSÍ og þeir ættu að geta fengið þessa undanþágu líka.“ „Þannig að það er, hérna, þetta er alla vega viðleitni og er bara jákvætt að geta komið þessu áfram. En hins vegar náttúrulega eru menn að horfa til þess að þessar liðsíþróttir, að menn geti stundað þær hérna til að geta verið samkeppnishæfir á alþjóðlegum mótum á næsta ári. En það er, hérna, vonandi styttist í að það verði hægt.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira