Meginorsakir hárþynningar og hvað er til ráða Harklinikken 4. desember 2020 09:05 Rakel Pálmadótir framkvæmdastjóri Harklinikken á Íslandi Rakel Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Harklinikken á Íslandi segir ýmislegt hægt að gera til að draga úr hárþynningu og styrkja heilbrigðan hárvöxt. ,,Það skiptir ekki máli á hvaða aldri þú ert, flest fólk missir á bilinu 50–100 hár á hverjum einasta degi, bæði karlar og konur. Þetta kallast hárfall. En ef þér finnst að hárið þitt sé að verða þynnra með tímanum þá gæti verið um hárþynningu að ræða sem á sér stað með smækkun hársekkja. Hársekkirnir skreppa saman með hverri kynslóð af nýju hári sem veldur því að nýja hárið verður bæði fíngerðara og þynnra. Góðu fréttirnar eru þær að þú ert ekki einstakt tilfelli. Þegar kemur að því hvernig stöðva má hárþynningu þá er ýmislegt sem þú getur gert til að draga úr tilkomu hennar og haft heilbrigðan hárvöxt um langa framtíð," segir Rakel Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Harklinikken á Íslandi. Harklinikken er þekkt fyrir meðferðir á hárlosi kvenna og karla og hárheilbrigði. Alþjóðlega hárvörumerkið er með útibú að Laugavegi 15 en þar er starfrækt bæði verslun og kliník. Harklinikken er með útibú að Laugavegi 15 en þar er starfrækt bæði verslun og kliník. Rakel segir fjórar meginástæður þess að hár þynnist; ættgengi, hormónar, næringarskortur og umhverfisþættir. ,,Ef þig grunar að þú sért að missa meira hár en eðlilegt getur talist á degi hverjum, er einn möguleikinn sá að þú sért með erfðafræðilega tilhneigingu til hárþynningar. Hjá konum þá er þetta sambærilegt og mynsturskalli hjá körlum en venjulega þynnist hárið samt yfir allan hársvörðinn og byrjar í skiptingunni en ekki kollvikum og hvirfli líkt og gerist hjá körlum. Þegar þetta gerist þá hafa hársekkirnir skroppið saman og valda því að hárið vex í þynnri strengjum. Þessi smækkun hársekkjanna gerir hvert einstakt hár minna sýnilegt og eykur jafnframt líkur á að það slitni." Hormónabreytingar hafa áhrif á mynstur hárvaxtar Rakel segir að önnur helsta örsök hárþynningar hjá konum séu hormónabreytingar sem hafa áhrif á mynstur hárvaxtar. Harklinikken er þekkt fyrir meðferðir á hárlosi kvenna og karla og hárheilbrigði. ,,Á mismunandi skeiðum lífsins þegar hormónastarfsemin tekur breytingum, getur orðið tímabundið ójafnvægi sem hrindir af stað þynningu. Þetta getur verið einkar greinilegt ef þú ert með skjaldkirtilsvandamál, ef þú ert nýbökuð móðir eða á meðan á tíðahvörfum stendur. Ef þér finnst hárið þitt vera að þynnast þá er það alltaf þess virði að að hitta einn af hársérfræðingunum okkar því hugsanlega er þér ekki einu sinni kunnugt um þessar hormónabreytingar sem geta átt sér stað." Rakel bætir við að önnur minna algeng umhverfistengd orsök fyrir hárþynningu hjá konum sé léleg næring. ,,Það á reyndar aðeins við um lítinn hluta tilfella en er þess vert að koma á framfæri því breyting á mataræði getur virkilega hjálpað til og haft áhrif. Nauðsynleg næringarefni fyrir heilbrigt hár eru steinefni eins og kalk, magnesíum, seleníum, kopar og járn; ómega-3 fitusýrur, prótín, fólínsýra og vítamín A, C, E, B6 og -12. Þannig að með því að borða heilsusamlegt fæði sem er fullt af þessum næringarefnum, sem finnast m.a. í spínati, avókadó, linsubaunum, mögru kjöti, möndlum, bláberjum, ólífuolíu og grískri jógúrt, ferðu langt með að næra hárið þitt. Jafnvel það að huga að gæðum vatnsins sem þú drekkur getur haft áhrif. Lindarvatn hefur venjulega ríkara innihald steinefna sem næra hárið innan frá." Hárþynning af völdum streitu Streita er ein algengasta umhverfislega orsökin fyrir hárþynningu að sögn Rakelar. ,,Um leið og líf okkar verður sífellt flóknara og meira krefjandi með hverjum deginum, getur það bitnað á heilbrigði hársins. Streita getur leitt til ójafnvægis í hormónastarfseminni og getur það haft áhrif á hársvörð og heilbrigði hársins á margvíslegan hátt. Streita getur þannig valdið aukinni framleiðslu frá fitukirtlum í hársekkjum sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir hársvörðinn líkt og þegar húðfitan hleðst upp og leiðir til annarra vandamála á borð við flösuþref (seborrheic dermatitis). Meðal annarra umhverfisþátta sem eru slæmir fyrir hárið má nefna mengun, viðkvæmni fyrir eiturefnum úr jurta- og dýraríkinu og reykingar. Ef þú býrð á svæði þar sem mengun er mjög mikil, þá gætir þú fundið fyrir kláða, óvenju feitum hársverði eða jafnvel sársauka í hársrótum." Ráðist að rótum vandans ,,Þú ert væntanlega að velta fyrir þér hvernig er hægt að stöðva hárþynningu. Góðu fréttirnar eru þær, hvort sem rekja má þína hárþynningu til erfða, hormónabreytinga, umhverfisþátta eða næringar; það eru hlutir sem þú getur gert til að gera hár þitt sterkara og örva vöxt þess. Með ráðgjöf hársérfræðinga okkar og notkun á vörum með náttúrulegum, hreinum og öruggum innihaldsefnum, hlúir þú að hári og hársverði svo þér vaxi heilbrigt hár," segir Rakel ennfremur. Heilsa Tíska og hönnun Lífið Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
,,Það skiptir ekki máli á hvaða aldri þú ert, flest fólk missir á bilinu 50–100 hár á hverjum einasta degi, bæði karlar og konur. Þetta kallast hárfall. En ef þér finnst að hárið þitt sé að verða þynnra með tímanum þá gæti verið um hárþynningu að ræða sem á sér stað með smækkun hársekkja. Hársekkirnir skreppa saman með hverri kynslóð af nýju hári sem veldur því að nýja hárið verður bæði fíngerðara og þynnra. Góðu fréttirnar eru þær að þú ert ekki einstakt tilfelli. Þegar kemur að því hvernig stöðva má hárþynningu þá er ýmislegt sem þú getur gert til að draga úr tilkomu hennar og haft heilbrigðan hárvöxt um langa framtíð," segir Rakel Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Harklinikken á Íslandi. Harklinikken er þekkt fyrir meðferðir á hárlosi kvenna og karla og hárheilbrigði. Alþjóðlega hárvörumerkið er með útibú að Laugavegi 15 en þar er starfrækt bæði verslun og kliník. Harklinikken er með útibú að Laugavegi 15 en þar er starfrækt bæði verslun og kliník. Rakel segir fjórar meginástæður þess að hár þynnist; ættgengi, hormónar, næringarskortur og umhverfisþættir. ,,Ef þig grunar að þú sért að missa meira hár en eðlilegt getur talist á degi hverjum, er einn möguleikinn sá að þú sért með erfðafræðilega tilhneigingu til hárþynningar. Hjá konum þá er þetta sambærilegt og mynsturskalli hjá körlum en venjulega þynnist hárið samt yfir allan hársvörðinn og byrjar í skiptingunni en ekki kollvikum og hvirfli líkt og gerist hjá körlum. Þegar þetta gerist þá hafa hársekkirnir skroppið saman og valda því að hárið vex í þynnri strengjum. Þessi smækkun hársekkjanna gerir hvert einstakt hár minna sýnilegt og eykur jafnframt líkur á að það slitni." Hormónabreytingar hafa áhrif á mynstur hárvaxtar Rakel segir að önnur helsta örsök hárþynningar hjá konum séu hormónabreytingar sem hafa áhrif á mynstur hárvaxtar. Harklinikken er þekkt fyrir meðferðir á hárlosi kvenna og karla og hárheilbrigði. ,,Á mismunandi skeiðum lífsins þegar hormónastarfsemin tekur breytingum, getur orðið tímabundið ójafnvægi sem hrindir af stað þynningu. Þetta getur verið einkar greinilegt ef þú ert með skjaldkirtilsvandamál, ef þú ert nýbökuð móðir eða á meðan á tíðahvörfum stendur. Ef þér finnst hárið þitt vera að þynnast þá er það alltaf þess virði að að hitta einn af hársérfræðingunum okkar því hugsanlega er þér ekki einu sinni kunnugt um þessar hormónabreytingar sem geta átt sér stað." Rakel bætir við að önnur minna algeng umhverfistengd orsök fyrir hárþynningu hjá konum sé léleg næring. ,,Það á reyndar aðeins við um lítinn hluta tilfella en er þess vert að koma á framfæri því breyting á mataræði getur virkilega hjálpað til og haft áhrif. Nauðsynleg næringarefni fyrir heilbrigt hár eru steinefni eins og kalk, magnesíum, seleníum, kopar og járn; ómega-3 fitusýrur, prótín, fólínsýra og vítamín A, C, E, B6 og -12. Þannig að með því að borða heilsusamlegt fæði sem er fullt af þessum næringarefnum, sem finnast m.a. í spínati, avókadó, linsubaunum, mögru kjöti, möndlum, bláberjum, ólífuolíu og grískri jógúrt, ferðu langt með að næra hárið þitt. Jafnvel það að huga að gæðum vatnsins sem þú drekkur getur haft áhrif. Lindarvatn hefur venjulega ríkara innihald steinefna sem næra hárið innan frá." Hárþynning af völdum streitu Streita er ein algengasta umhverfislega orsökin fyrir hárþynningu að sögn Rakelar. ,,Um leið og líf okkar verður sífellt flóknara og meira krefjandi með hverjum deginum, getur það bitnað á heilbrigði hársins. Streita getur leitt til ójafnvægis í hormónastarfseminni og getur það haft áhrif á hársvörð og heilbrigði hársins á margvíslegan hátt. Streita getur þannig valdið aukinni framleiðslu frá fitukirtlum í hársekkjum sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir hársvörðinn líkt og þegar húðfitan hleðst upp og leiðir til annarra vandamála á borð við flösuþref (seborrheic dermatitis). Meðal annarra umhverfisþátta sem eru slæmir fyrir hárið má nefna mengun, viðkvæmni fyrir eiturefnum úr jurta- og dýraríkinu og reykingar. Ef þú býrð á svæði þar sem mengun er mjög mikil, þá gætir þú fundið fyrir kláða, óvenju feitum hársverði eða jafnvel sársauka í hársrótum." Ráðist að rótum vandans ,,Þú ert væntanlega að velta fyrir þér hvernig er hægt að stöðva hárþynningu. Góðu fréttirnar eru þær, hvort sem rekja má þína hárþynningu til erfða, hormónabreytinga, umhverfisþátta eða næringar; það eru hlutir sem þú getur gert til að gera hár þitt sterkara og örva vöxt þess. Með ráðgjöf hársérfræðinga okkar og notkun á vörum með náttúrulegum, hreinum og öruggum innihaldsefnum, hlúir þú að hári og hársverði svo þér vaxi heilbrigt hár," segir Rakel ennfremur.
Heilsa Tíska og hönnun Lífið Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira