Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2020 12:41 Trump, fráfarandi forseti, hefur gert sitt ítrasta til þess að grafa undan tiltrú stuðningsmanna sinna á kosningum í Bandaríkjunum og lýðræðinu eftir að hann tapaði forsetakosningunum í nóvember. AP/Patrick Semansky Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Hann hélt því meðal annars fram á fjarstæðukenndan hátt að hann hefði í raun „unnið auðveldlega“ í öllum ríkjum. Meira en sjö milljónum atkvæða munaði á Trump og Joe Biden þegar frambjóðandi Demókrataflokksins fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum 3. nóvember. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Þrátt fyrir það hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur og reynt að hnekkja úrslitunum í fjölda lykilríkja fyrir dómstólum. Hann og bandamenn hans hafa haldið fram stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn. Þeir hafa ekki lagt fram neinar trúverðugar sannanir fyrir þeim ásökunum. Fráfarandi forsetinn hjó enn í sama knérunn í sérstæðu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gær. Þar sást forsetinn í Hvíta húsinu þar sem hann tekur vanalega á móti erlendum erindrekum með bandaríska fánann og fána forsetaembættisins í bakgrunni láta höggin dynja á bandaríska kosningakerfinu og lýðræði með ósannindum, að sögn Washington Post. Lýsti Trump ræðunni sem mögulega þeirri mikilvægustu sem hann hefði nokkru sinni flutt. „Úrslitum þessara kosninga var hagrætt. Allir vita það,“ sagði Trump ranglega. Hélt forsetinn því fram að „spillt öfl“ hefðu fyllt kjörkassa með fölsuðum atkvæðum. Svikin væru svo stórfelld að umfang þeirra væri fordæmalaust. Krafðist hann þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna, þar sem hann hefur skipað þrjá af níu dómurum, „gerði það sem er rétt fyrir landið okkar“, það er að ógilda hundruð þúsunda atkvæða bandarískra kjósenda þannig að „Ég vinni auðveldlega í öllum ríkjum“. Í tístinu hér fyrir neðan er rúmlega tveggja mínútna langar útdráttur á ræðu Trump með hlekk á ræðuna í fullri lengd á Facebook. Statement by Donald J. Trump, The President of the United StatesFull Video: https://t.co/EHqzsLbbJG pic.twitter.com/Eu4IsLNsKD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 2, 2020 Öskuillur út í dómsmálaráðherra sinn Ræðuna hélt Trump þrátt fyrir að William Barr, dómsmálaráðherra hans, hefði daginn áður sagt að ráðuneyti hans hefði ekki fundið vísbendingar um kosningasvik sem hefðu getað breytt úrslitum kosninganna. Trump er sagður Barr öskuillur vegna þess og hann íhugi jafnvel að reka dómsmálaráðherrann jafnvel þó að hann eigi aðeins innan við tvo mánuði eftir í embætti. Það eru ekki aðeins ummæli Barr um kosningarnar sem fara fyrir brjóstið á Trump heldur gremst honum að ráðherrann hafi ekki birt niðurstöður úr rannsókn ráðuneytisins á Rússarannsókninni svonefndu. Barr greindi frá því í vikunni að hann hefði gert John Durham, alríkissaksóknara sem hefur kannað uppruna rannsóknar alríkislögreglunnar FBI á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2016, að sérstökum rannsakanda í október. Trump og bandamenn hans telja að niðurstöður þeirrar rannsóknar liggi fyrir en Barr dragi lappirnar í að birta þær. Þeir hafa haldið því fram að Rússarannsóknin hafi verið spillt þrátt fyrir að innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins hafi komist að þeirri niðurstöðu að til hennar hefði verið stofnað með lögmætum hætti. Lét ákall um stillingu sér sem vind um eyru þjóta Lögmenn og bandamenn Trump hafa einnig haldið áfram að fara mikinn um meint kosningasvik. Sumir þeirra hafa haft uppi gífuryrði og jafnvel hótanir í garð núverandi og fyrrverandi embættismanna. Einn þeirra, Joe diGenova, sagði þannig um Chris Krebs, fyrrverandi yfirmann kosningaöryggismála, að hann ætti að „hengja og hluta niður“ og „skjóta“ eftir að Krebs lýsti kosningarnar þær öruggustu í sögunni. Trump rak Krebs eftir kosningarnar. Óháðir opinberir starfsmenn og fulltrúar Repúblikanaflokksins sem stýra kosningum í ríkjum sem Biden vann eins og Georgíu hafa ekki farið varhluta af ofsanum í stuðningsmönnum fráfarandi forsetans. Ákall Gabriels Sterling, yfirmanns kosningamála í Georgíu, um að Trump fordæmdi ofbeldishótanir stuðningsmanna sinna lét forsetinn sér sem vind um eyru þjóta í gær. Sterling var mikið niðri fyrir þegar hann lýsti því hvernig hann, Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu sem er repúblikani, og óbreyttur starfsmaður hugbúnaðarfyrirtækis sem býr til kosningakerfi, hefðu fengið líflátshótanir. Varaði Sterling við því að einhver yrði drepinn áður en yfir lyki héldu Trump og bandamenn hans stoðlausum ásökunum sínum um stórfelld svik og samsæri áfram. Trump áframtísti myndband af ræðu Sterling í gær án þess þó að bregðast nokkuð við ákalli hans um að láta af ofsafengnum ásökunum um kosningasvik. Þess í stað hélt hann ásökunum um hagrædd úrslit áfram. „Hvað eru innanríkisráðherrann og [Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu] hræddir við. Þeir vita hvað við munum finna!!!“ tísti forsetinn. Rigged Election. Show signatures and envelopes. Expose the massive voter fraud in Georgia. What is Secretary of State and @BrianKempGA afraid of. They know what we’ll find!!! https://t.co/Km7tRm2s1A— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 2, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Hann hélt því meðal annars fram á fjarstæðukenndan hátt að hann hefði í raun „unnið auðveldlega“ í öllum ríkjum. Meira en sjö milljónum atkvæða munaði á Trump og Joe Biden þegar frambjóðandi Demókrataflokksins fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum 3. nóvember. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Þrátt fyrir það hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur og reynt að hnekkja úrslitunum í fjölda lykilríkja fyrir dómstólum. Hann og bandamenn hans hafa haldið fram stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn. Þeir hafa ekki lagt fram neinar trúverðugar sannanir fyrir þeim ásökunum. Fráfarandi forsetinn hjó enn í sama knérunn í sérstæðu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gær. Þar sást forsetinn í Hvíta húsinu þar sem hann tekur vanalega á móti erlendum erindrekum með bandaríska fánann og fána forsetaembættisins í bakgrunni láta höggin dynja á bandaríska kosningakerfinu og lýðræði með ósannindum, að sögn Washington Post. Lýsti Trump ræðunni sem mögulega þeirri mikilvægustu sem hann hefði nokkru sinni flutt. „Úrslitum þessara kosninga var hagrætt. Allir vita það,“ sagði Trump ranglega. Hélt forsetinn því fram að „spillt öfl“ hefðu fyllt kjörkassa með fölsuðum atkvæðum. Svikin væru svo stórfelld að umfang þeirra væri fordæmalaust. Krafðist hann þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna, þar sem hann hefur skipað þrjá af níu dómurum, „gerði það sem er rétt fyrir landið okkar“, það er að ógilda hundruð þúsunda atkvæða bandarískra kjósenda þannig að „Ég vinni auðveldlega í öllum ríkjum“. Í tístinu hér fyrir neðan er rúmlega tveggja mínútna langar útdráttur á ræðu Trump með hlekk á ræðuna í fullri lengd á Facebook. Statement by Donald J. Trump, The President of the United StatesFull Video: https://t.co/EHqzsLbbJG pic.twitter.com/Eu4IsLNsKD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 2, 2020 Öskuillur út í dómsmálaráðherra sinn Ræðuna hélt Trump þrátt fyrir að William Barr, dómsmálaráðherra hans, hefði daginn áður sagt að ráðuneyti hans hefði ekki fundið vísbendingar um kosningasvik sem hefðu getað breytt úrslitum kosninganna. Trump er sagður Barr öskuillur vegna þess og hann íhugi jafnvel að reka dómsmálaráðherrann jafnvel þó að hann eigi aðeins innan við tvo mánuði eftir í embætti. Það eru ekki aðeins ummæli Barr um kosningarnar sem fara fyrir brjóstið á Trump heldur gremst honum að ráðherrann hafi ekki birt niðurstöður úr rannsókn ráðuneytisins á Rússarannsókninni svonefndu. Barr greindi frá því í vikunni að hann hefði gert John Durham, alríkissaksóknara sem hefur kannað uppruna rannsóknar alríkislögreglunnar FBI á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2016, að sérstökum rannsakanda í október. Trump og bandamenn hans telja að niðurstöður þeirrar rannsóknar liggi fyrir en Barr dragi lappirnar í að birta þær. Þeir hafa haldið því fram að Rússarannsóknin hafi verið spillt þrátt fyrir að innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins hafi komist að þeirri niðurstöðu að til hennar hefði verið stofnað með lögmætum hætti. Lét ákall um stillingu sér sem vind um eyru þjóta Lögmenn og bandamenn Trump hafa einnig haldið áfram að fara mikinn um meint kosningasvik. Sumir þeirra hafa haft uppi gífuryrði og jafnvel hótanir í garð núverandi og fyrrverandi embættismanna. Einn þeirra, Joe diGenova, sagði þannig um Chris Krebs, fyrrverandi yfirmann kosningaöryggismála, að hann ætti að „hengja og hluta niður“ og „skjóta“ eftir að Krebs lýsti kosningarnar þær öruggustu í sögunni. Trump rak Krebs eftir kosningarnar. Óháðir opinberir starfsmenn og fulltrúar Repúblikanaflokksins sem stýra kosningum í ríkjum sem Biden vann eins og Georgíu hafa ekki farið varhluta af ofsanum í stuðningsmönnum fráfarandi forsetans. Ákall Gabriels Sterling, yfirmanns kosningamála í Georgíu, um að Trump fordæmdi ofbeldishótanir stuðningsmanna sinna lét forsetinn sér sem vind um eyru þjóta í gær. Sterling var mikið niðri fyrir þegar hann lýsti því hvernig hann, Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu sem er repúblikani, og óbreyttur starfsmaður hugbúnaðarfyrirtækis sem býr til kosningakerfi, hefðu fengið líflátshótanir. Varaði Sterling við því að einhver yrði drepinn áður en yfir lyki héldu Trump og bandamenn hans stoðlausum ásökunum sínum um stórfelld svik og samsæri áfram. Trump áframtísti myndband af ræðu Sterling í gær án þess þó að bregðast nokkuð við ákalli hans um að láta af ofsafengnum ásökunum um kosningasvik. Þess í stað hélt hann ásökunum um hagrædd úrslit áfram. „Hvað eru innanríkisráðherrann og [Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu] hræddir við. Þeir vita hvað við munum finna!!!“ tísti forsetinn. Rigged Election. Show signatures and envelopes. Expose the massive voter fraud in Georgia. What is Secretary of State and @BrianKempGA afraid of. They know what we’ll find!!! https://t.co/Km7tRm2s1A— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 2, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira