Segir ótímabært að gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2020 11:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að mjög raunhæft væri að hefja bólusetningu í janúar. Ekki var annað að skilja á máli Þórólfs á upplýsingafundinum í dag en að hann vildi tempra þessar væntingar. Hann minnti á það, líkt og fram kom í máli Rúnu í gær, að Lyfjastofnun Evrópu ætti enn eftir að gefa leyfi fyrir bóluefni Pfizer og Moderna. Fyrirtækin hafa bæði sótt um neyðarleyfi til stofnunarinnar. Skammtar frá Pfizer og Moderna duga ekki fyrir alla þjóðina Stofnunin mun gefa álit sitt á bóluefni Pfizer í síðasta lagi 29. desember. Sagði Þórólfur að verði niðurstaðan sú að bóluefnið sé öruggt þá geti dreifing hafist fljótlega. Hins vegar liggi ekki fyrir nákvæmlega hvenær dreifing geti hafist og hvernig hún muni fara fram. „Því er ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót og ekki hægt að ganga út frá því sem vísu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann aðspurður að fjöldi skammtanna sem kæmu frá Pfizer myndi ekki duga til að bólusetja alla þjóðina. Skammtarnir væru um 180 þúsund og bólusetja þarf hvern einstakling tvisvar svo bólusetningin virki. Hvað varðar bóluefni Moderna þá skilar Lyfjastofnun Evrópu sínu áliti á því í síðasta lagi 12. janúar. Ísland hefur tryggt sér aðgang að því bóluefni einnig en samanlagt duga þó skammtar Pfizer og Moderna ekki til þess að bólusetja alla þjóðina að sögn Þórólfs. Því þurfi að binda vonir við að fá fleiri skammta af þessum bóluefnum eða þá að bóluefni AstraZeneca komi til því mun fleiri skammtar séu tryggðir af því bóluefni heldur en þeim frá Pfizer eða Moderna. Þórólfur sagði að þeir skammtar sem Íslandi væru ætlaðir frá Pfizer muni koma til landsins í einni sendingu. Hið sama ætti við um önnur bóluefni; skammtarnir sem okkur væru ætlaðir kæmu á áfangastað í einu lagi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að mjög raunhæft væri að hefja bólusetningu í janúar. Ekki var annað að skilja á máli Þórólfs á upplýsingafundinum í dag en að hann vildi tempra þessar væntingar. Hann minnti á það, líkt og fram kom í máli Rúnu í gær, að Lyfjastofnun Evrópu ætti enn eftir að gefa leyfi fyrir bóluefni Pfizer og Moderna. Fyrirtækin hafa bæði sótt um neyðarleyfi til stofnunarinnar. Skammtar frá Pfizer og Moderna duga ekki fyrir alla þjóðina Stofnunin mun gefa álit sitt á bóluefni Pfizer í síðasta lagi 29. desember. Sagði Þórólfur að verði niðurstaðan sú að bóluefnið sé öruggt þá geti dreifing hafist fljótlega. Hins vegar liggi ekki fyrir nákvæmlega hvenær dreifing geti hafist og hvernig hún muni fara fram. „Því er ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót og ekki hægt að ganga út frá því sem vísu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann aðspurður að fjöldi skammtanna sem kæmu frá Pfizer myndi ekki duga til að bólusetja alla þjóðina. Skammtarnir væru um 180 þúsund og bólusetja þarf hvern einstakling tvisvar svo bólusetningin virki. Hvað varðar bóluefni Moderna þá skilar Lyfjastofnun Evrópu sínu áliti á því í síðasta lagi 12. janúar. Ísland hefur tryggt sér aðgang að því bóluefni einnig en samanlagt duga þó skammtar Pfizer og Moderna ekki til þess að bólusetja alla þjóðina að sögn Þórólfs. Því þurfi að binda vonir við að fá fleiri skammta af þessum bóluefnum eða þá að bóluefni AstraZeneca komi til því mun fleiri skammtar séu tryggðir af því bóluefni heldur en þeim frá Pfizer eða Moderna. Þórólfur sagði að þeir skammtar sem Íslandi væru ætlaðir frá Pfizer muni koma til landsins í einni sendingu. Hið sama ætti við um önnur bóluefni; skammtarnir sem okkur væru ætlaðir kæmu á áfangastað í einu lagi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira