Áhorfendur fá ekki að klæða sig upp á HM í pílu í ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2020 10:30 Mynd frá HM í pílu á síðasta ári. Þessi þarf að láta jólapeysu duga í ár ef hann verður einn þeirra 1000 sem fær miða á mótið. Paul Harding/Getty Images Áhorfendur á HM í pílu í ár fá ekki að klæða sig upp eins og venja er ár hvert. HM í pílu er þekkt fyrir skrautlega áhorfendur enda mætir hver einn og einasti í búning, oftar en ekki er þema hjá hverjum vinahóp fyrir sig. HM í pílu fer að venju fram í Alexandra Palace, Ally Pally, í Lundúnum frá 15. desember til 3. janúar næstkomandi. Vísir greindi frá því í gær að mótið verður sýnt beint á Stöð 2 Sport 3, um er að ræða 114 klukkutíma af pílukasti. Páll Sævar Guðjónsson, betur þekktur sem Röddin, mun að sjálfsögðu lýsa mótinu af sinni alkunni snilld. Páll Sævar er kynnir á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu ásamt því að vera einn mesti sérfræðingur landsins þegar kemur að pílu. 96 keppendur munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í ár en þeir 32 bestu á heimslistanum koma ekki inn í keppnina fyrr en í annarri umferðinni. Í fyrstu umferðinni munu 32 pílukastarar úr atvinnumannaröðinni keppa við 32 alþjóðlega keppendur. Vegna kórónufaraldursins verða aðeins þúsund áhorfendur leyfðir í Ally Pally að þessu sinni. Það sem meira er þá verður áhorfendum bæði bannað að syngja sem og að mæta í búningum samkvæmt frétt BBC. Ein stærsta hefð HM í pílu er sú að allir sem mæta á mótið eru í búning að einhverju tagi. Oftar en ekki er þema hjá hverjum vinahóp fyrir sig. Jólapeysur verða leyfðar og reikna má með að fólk reyni að mæta í eins skrautlegum peysum og mögulegt er. Áhorfendur munu þurfa að vera með grímu ásamt því að allur matur og drykkur verður pantaður í gegnum forrit í símanum. Fari fólk ekki eftir settum fyrirmælum þá gæti því verið vísað á dyr. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Bretland England Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
HM í pílu fer að venju fram í Alexandra Palace, Ally Pally, í Lundúnum frá 15. desember til 3. janúar næstkomandi. Vísir greindi frá því í gær að mótið verður sýnt beint á Stöð 2 Sport 3, um er að ræða 114 klukkutíma af pílukasti. Páll Sævar Guðjónsson, betur þekktur sem Röddin, mun að sjálfsögðu lýsa mótinu af sinni alkunni snilld. Páll Sævar er kynnir á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu ásamt því að vera einn mesti sérfræðingur landsins þegar kemur að pílu. 96 keppendur munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í ár en þeir 32 bestu á heimslistanum koma ekki inn í keppnina fyrr en í annarri umferðinni. Í fyrstu umferðinni munu 32 pílukastarar úr atvinnumannaröðinni keppa við 32 alþjóðlega keppendur. Vegna kórónufaraldursins verða aðeins þúsund áhorfendur leyfðir í Ally Pally að þessu sinni. Það sem meira er þá verður áhorfendum bæði bannað að syngja sem og að mæta í búningum samkvæmt frétt BBC. Ein stærsta hefð HM í pílu er sú að allir sem mæta á mótið eru í búning að einhverju tagi. Oftar en ekki er þema hjá hverjum vinahóp fyrir sig. Jólapeysur verða leyfðar og reikna má með að fólk reyni að mæta í eins skrautlegum peysum og mögulegt er. Áhorfendur munu þurfa að vera með grímu ásamt því að allur matur og drykkur verður pantaður í gegnum forrit í símanum. Fari fólk ekki eftir settum fyrirmælum þá gæti því verið vísað á dyr. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Bretland England Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira