Enginn landshluti sleppur Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2020 19:03 Stormviðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu fram á morgundaginn og sums staðar fram á föstudag. Enginn landshluti sleppur við hvassviðrið sem gengur nú yfir landið í kvöld og næstu daga, að sögn veðurfræðings. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu og búast má við hviðum allt að 45 m/s á Suðausturlandi. Þá verða næstu dagar litaðir miklu kuldakasti, sem til að mynda verður trúlega það mesta á höfuðborgarsvæðinu í sjö ár. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur ræddi veðrið í kvöld og næstu daga í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að vissulega hefði orðið nokkuð kalt undanfarna vetur en þau kuldaköst oftast nær verið í hægviðri. „Núna hins vegar sjáum við að það er heimskautaloft á leið til okkar úr norðri þannig að vindkælingin bætist ofan á. Kannski ekki eins mikið frost og verður hérna hvað mest en vel fyrir neðan frostmark og hreyfing á loftinu, þannig að það er vindkæling. Það hefur aðeins önnur áhrif á þá sem eru úti og hvernig gengur að kynda hús og híbýli,“ sagði Einar. Allur vindur úr honum á laugardag Þegar væri tekið að kólna talsvert og mjög kalt yrði næstu daga. Kuldakastið stæði yfir á fimmtudag og föstudag. „Og reyndar fram á laugardag en þá er allur vindur úr honum og komin heiðríkja og kalt í stillu. Það er þá sem er mesta frostið en áhrifin af þessu kuldakasti eru kannski meiri meðan enn blæs.“ Þá sagði Einar að mesti blásturinn yrði um austanvert landið, þar sem spáð væri 20-25 m/s í nótt. Þar væri hitinn þó ekki mjög langt undir frostmarki. „Svo nær þessi strengur yfir landið allt. Það er enginn landshluti sem sleppur,“ sagði Einar. Á höfuðborgarsvæðinu gerði Einar ráð fyrir fimm til sjö stiga frosti og vindi 9-10 m/s næstu tvo daga. Hann lagði áherslu á að fólk þyrfti að vera vel búið í kuldanum en benti á að fínu veðri væri spáð yfir helgina; hægum vindi og bjartviðri. Þá væri útlit fyrir að hlýnaði í næstu viku. Hættulegt að vera á ferðinni Gular stormviðvaranir eru í gildi á öllu landinu í kvöld og appelsínugul viðvörun tók gildi á Suðausturlandi nú klukkan fjögur. Þar er búist við 20-28 m/s og vindhviðum um og yfir 45 m/s. Veðurstofan hvetur fólk í landshlutanum að sýna aðgát og tryggja lausamuni og þá sé hættulegt að vera á ferðinni. Þá er færð slæm víðast hvar á landinu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Holtavörðuheiði og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna veðurs og ófært er um Bröttubrekku. Ófært er um Þröskulda, Klettsháls og Steingrímsfjarðarheiði, auk þess sem óvissustig er í gildi í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Veginum um Þverárfjall hefur verið lokað, sem og vegi um Víkurskarð. Þá er óvissustig vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla. Einnig er ófært um Hófaskarð. Þá hefur veginum um Öxi verið lokað og Breiðdalshæði er ófær. Óvissustig er auk þess á Fjarðarheiði og Fagradal og verður þeim leiðum mögulega lokað í kvöld. Vegna kuldakastsins gæti einnig borið á heitavatnsskorti, að sögn Veitna. Guðmundur Óli Gunnarsson starfandi forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að gripið hefði verið til ákveðinna ráðstafana til að auka afl í hitaveitukerfinu en einnig væri biðlað til almennings að spara heitavatnið. Mælt sé með því að fólk haldi gluggum og dyrum lokuðum, láti vera að skella sér í heita potta og minnki innspýtingu í snjóbræðslukerfi. „Eins skerðum við það vatn sem hægt er að skerða. Það eru m.a. sundlaugar og iðnaður og annars konar viðskiptavinir sem eru með þannig starfsemi að þeir geta orðið fyrir skorti án alvarlegra afleiðinga,“ sagði Guðmundur. Veður Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur ræddi veðrið í kvöld og næstu daga í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að vissulega hefði orðið nokkuð kalt undanfarna vetur en þau kuldaköst oftast nær verið í hægviðri. „Núna hins vegar sjáum við að það er heimskautaloft á leið til okkar úr norðri þannig að vindkælingin bætist ofan á. Kannski ekki eins mikið frost og verður hérna hvað mest en vel fyrir neðan frostmark og hreyfing á loftinu, þannig að það er vindkæling. Það hefur aðeins önnur áhrif á þá sem eru úti og hvernig gengur að kynda hús og híbýli,“ sagði Einar. Allur vindur úr honum á laugardag Þegar væri tekið að kólna talsvert og mjög kalt yrði næstu daga. Kuldakastið stæði yfir á fimmtudag og föstudag. „Og reyndar fram á laugardag en þá er allur vindur úr honum og komin heiðríkja og kalt í stillu. Það er þá sem er mesta frostið en áhrifin af þessu kuldakasti eru kannski meiri meðan enn blæs.“ Þá sagði Einar að mesti blásturinn yrði um austanvert landið, þar sem spáð væri 20-25 m/s í nótt. Þar væri hitinn þó ekki mjög langt undir frostmarki. „Svo nær þessi strengur yfir landið allt. Það er enginn landshluti sem sleppur,“ sagði Einar. Á höfuðborgarsvæðinu gerði Einar ráð fyrir fimm til sjö stiga frosti og vindi 9-10 m/s næstu tvo daga. Hann lagði áherslu á að fólk þyrfti að vera vel búið í kuldanum en benti á að fínu veðri væri spáð yfir helgina; hægum vindi og bjartviðri. Þá væri útlit fyrir að hlýnaði í næstu viku. Hættulegt að vera á ferðinni Gular stormviðvaranir eru í gildi á öllu landinu í kvöld og appelsínugul viðvörun tók gildi á Suðausturlandi nú klukkan fjögur. Þar er búist við 20-28 m/s og vindhviðum um og yfir 45 m/s. Veðurstofan hvetur fólk í landshlutanum að sýna aðgát og tryggja lausamuni og þá sé hættulegt að vera á ferðinni. Þá er færð slæm víðast hvar á landinu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Holtavörðuheiði og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna veðurs og ófært er um Bröttubrekku. Ófært er um Þröskulda, Klettsháls og Steingrímsfjarðarheiði, auk þess sem óvissustig er í gildi í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Veginum um Þverárfjall hefur verið lokað, sem og vegi um Víkurskarð. Þá er óvissustig vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla. Einnig er ófært um Hófaskarð. Þá hefur veginum um Öxi verið lokað og Breiðdalshæði er ófær. Óvissustig er auk þess á Fjarðarheiði og Fagradal og verður þeim leiðum mögulega lokað í kvöld. Vegna kuldakastsins gæti einnig borið á heitavatnsskorti, að sögn Veitna. Guðmundur Óli Gunnarsson starfandi forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að gripið hefði verið til ákveðinna ráðstafana til að auka afl í hitaveitukerfinu en einnig væri biðlað til almennings að spara heitavatnið. Mælt sé með því að fólk haldi gluggum og dyrum lokuðum, láti vera að skella sér í heita potta og minnki innspýtingu í snjóbræðslukerfi. „Eins skerðum við það vatn sem hægt er að skerða. Það eru m.a. sundlaugar og iðnaður og annars konar viðskiptavinir sem eru með þannig starfsemi að þeir geta orðið fyrir skorti án alvarlegra afleiðinga,“ sagði Guðmundur.
Veður Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira