Engill í Bónus: „Fannst ég ekki eiga þetta skilið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. desember 2020 14:40 Guðrún Brynjólfsdóttir stödd fyrir utan Bónus Garðatorgi í hádeginu í dag. vísir/vilhelm „Þetta var mjög skrítin en á sama tíma góð tilfinning. Hefði verið skiljanlegt ef ég hefði verið í vandræðum með að borga, en það var ekki málið svo maður átti engan vegin von á því að þetta gæti gerst. En þetta gefur von, og kallar fram kærleikstilfinningu og hjá mér kallar þetta fram löngun til að gera þetta fyrir fleiri,“ segir Garðbæingurinn Guðrún Brynjólfsdóttir í samtali við Vísi. Pistill hennar á Facebook hefur heldur betur vakið mikla athygli en þar segir hún frá því þegar ókunnug kona hafi tekið upp á því að greiða fyrir vörurnar hennar og það án þess að nefna það við hana. Guðrún hafði gleymt að taka einn hlut inni í búðinni og fékk að stökkva aftur inn í verslunarrýmið til að sækja hann. Þegar hún kom aftur að kassanum hafði konan fyrir aftan hana í röðinni nú þegar greitt fyrir hennar vörur. Guðrún stökk út úr búðinni þar sem hún hélt að konan hefði jafnvel óvart greitt fyrir hennar vörur og vildi fá að millifæra fjárhæðina inn á hana. Atvikið átti sér stað í Bónus í Garðatorgi og náði Guðrún í skottið á konunni fyrir utan verslunina. Sú sagðist einfaldlega hafa langað að greiða vörurnar og óskaði henni gleðilegra jóla. „Fyrstu viðbrögðin mín voru þannig að ég varð miður mín, fannst ég ekki eiga þetta skilið, en þegar ég var búin að hugsa þetta aðeins þá finnst mér að ég eigi það víst skilið af því að ég mun koma þessu á fleiri, og vonandi fá fólk í lið með mér að gera það sama.“ Veitir ekki af í þessu ástandi Hún segir að þetta sé hinn rétti jólandi. „Kærleikur getur aldrei klikkað og að gefa fólki von á aðventunni er sennilega fallegasta jólagjöfin í ár,“ segir Guðrún en eins og áður segir hefur færslan hennar vakið mikil viðbrögð á Facebook. „Ég átti engan vegin von á því, markmið mitt með færslunni var að reyna að finna þessa ungu konu. Þetta vakti góða tilfinningu hjá fólki, og þeim leið vel í hjartanu yfir þessu sem er gott því ekki veitir af í þessu ástandi að hafa eitthvað til að líða vel yfir.“ Guðrún segist ekkert vita hvaða kona þetta var og hefur ekki enn náð sambandi við hana. „Mig langar mikið að tala við hana,“ segir Guðrún en konan greiddi vörur fyrir hana upp á um það bil átta þúsund krónur. „Ég fékk enga kvittun og átta mig ekki alveg á því.“ Jól Garðabær Verslun Grín og gaman Góðverk Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira
Pistill hennar á Facebook hefur heldur betur vakið mikla athygli en þar segir hún frá því þegar ókunnug kona hafi tekið upp á því að greiða fyrir vörurnar hennar og það án þess að nefna það við hana. Guðrún hafði gleymt að taka einn hlut inni í búðinni og fékk að stökkva aftur inn í verslunarrýmið til að sækja hann. Þegar hún kom aftur að kassanum hafði konan fyrir aftan hana í röðinni nú þegar greitt fyrir hennar vörur. Guðrún stökk út úr búðinni þar sem hún hélt að konan hefði jafnvel óvart greitt fyrir hennar vörur og vildi fá að millifæra fjárhæðina inn á hana. Atvikið átti sér stað í Bónus í Garðatorgi og náði Guðrún í skottið á konunni fyrir utan verslunina. Sú sagðist einfaldlega hafa langað að greiða vörurnar og óskaði henni gleðilegra jóla. „Fyrstu viðbrögðin mín voru þannig að ég varð miður mín, fannst ég ekki eiga þetta skilið, en þegar ég var búin að hugsa þetta aðeins þá finnst mér að ég eigi það víst skilið af því að ég mun koma þessu á fleiri, og vonandi fá fólk í lið með mér að gera það sama.“ Veitir ekki af í þessu ástandi Hún segir að þetta sé hinn rétti jólandi. „Kærleikur getur aldrei klikkað og að gefa fólki von á aðventunni er sennilega fallegasta jólagjöfin í ár,“ segir Guðrún en eins og áður segir hefur færslan hennar vakið mikil viðbrögð á Facebook. „Ég átti engan vegin von á því, markmið mitt með færslunni var að reyna að finna þessa ungu konu. Þetta vakti góða tilfinningu hjá fólki, og þeim leið vel í hjartanu yfir þessu sem er gott því ekki veitir af í þessu ástandi að hafa eitthvað til að líða vel yfir.“ Guðrún segist ekkert vita hvaða kona þetta var og hefur ekki enn náð sambandi við hana. „Mig langar mikið að tala við hana,“ segir Guðrún en konan greiddi vörur fyrir hana upp á um það bil átta þúsund krónur. „Ég fékk enga kvittun og átta mig ekki alveg á því.“
Jól Garðabær Verslun Grín og gaman Góðverk Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira