Engill í Bónus: „Fannst ég ekki eiga þetta skilið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. desember 2020 14:40 Guðrún Brynjólfsdóttir stödd fyrir utan Bónus Garðatorgi í hádeginu í dag. vísir/vilhelm „Þetta var mjög skrítin en á sama tíma góð tilfinning. Hefði verið skiljanlegt ef ég hefði verið í vandræðum með að borga, en það var ekki málið svo maður átti engan vegin von á því að þetta gæti gerst. En þetta gefur von, og kallar fram kærleikstilfinningu og hjá mér kallar þetta fram löngun til að gera þetta fyrir fleiri,“ segir Garðbæingurinn Guðrún Brynjólfsdóttir í samtali við Vísi. Pistill hennar á Facebook hefur heldur betur vakið mikla athygli en þar segir hún frá því þegar ókunnug kona hafi tekið upp á því að greiða fyrir vörurnar hennar og það án þess að nefna það við hana. Guðrún hafði gleymt að taka einn hlut inni í búðinni og fékk að stökkva aftur inn í verslunarrýmið til að sækja hann. Þegar hún kom aftur að kassanum hafði konan fyrir aftan hana í röðinni nú þegar greitt fyrir hennar vörur. Guðrún stökk út úr búðinni þar sem hún hélt að konan hefði jafnvel óvart greitt fyrir hennar vörur og vildi fá að millifæra fjárhæðina inn á hana. Atvikið átti sér stað í Bónus í Garðatorgi og náði Guðrún í skottið á konunni fyrir utan verslunina. Sú sagðist einfaldlega hafa langað að greiða vörurnar og óskaði henni gleðilegra jóla. „Fyrstu viðbrögðin mín voru þannig að ég varð miður mín, fannst ég ekki eiga þetta skilið, en þegar ég var búin að hugsa þetta aðeins þá finnst mér að ég eigi það víst skilið af því að ég mun koma þessu á fleiri, og vonandi fá fólk í lið með mér að gera það sama.“ Veitir ekki af í þessu ástandi Hún segir að þetta sé hinn rétti jólandi. „Kærleikur getur aldrei klikkað og að gefa fólki von á aðventunni er sennilega fallegasta jólagjöfin í ár,“ segir Guðrún en eins og áður segir hefur færslan hennar vakið mikil viðbrögð á Facebook. „Ég átti engan vegin von á því, markmið mitt með færslunni var að reyna að finna þessa ungu konu. Þetta vakti góða tilfinningu hjá fólki, og þeim leið vel í hjartanu yfir þessu sem er gott því ekki veitir af í þessu ástandi að hafa eitthvað til að líða vel yfir.“ Guðrún segist ekkert vita hvaða kona þetta var og hefur ekki enn náð sambandi við hana. „Mig langar mikið að tala við hana,“ segir Guðrún en konan greiddi vörur fyrir hana upp á um það bil átta þúsund krónur. „Ég fékk enga kvittun og átta mig ekki alveg á því.“ Jól Garðabær Verslun Grín og gaman Góðverk Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Sjá meira
Pistill hennar á Facebook hefur heldur betur vakið mikla athygli en þar segir hún frá því þegar ókunnug kona hafi tekið upp á því að greiða fyrir vörurnar hennar og það án þess að nefna það við hana. Guðrún hafði gleymt að taka einn hlut inni í búðinni og fékk að stökkva aftur inn í verslunarrýmið til að sækja hann. Þegar hún kom aftur að kassanum hafði konan fyrir aftan hana í röðinni nú þegar greitt fyrir hennar vörur. Guðrún stökk út úr búðinni þar sem hún hélt að konan hefði jafnvel óvart greitt fyrir hennar vörur og vildi fá að millifæra fjárhæðina inn á hana. Atvikið átti sér stað í Bónus í Garðatorgi og náði Guðrún í skottið á konunni fyrir utan verslunina. Sú sagðist einfaldlega hafa langað að greiða vörurnar og óskaði henni gleðilegra jóla. „Fyrstu viðbrögðin mín voru þannig að ég varð miður mín, fannst ég ekki eiga þetta skilið, en þegar ég var búin að hugsa þetta aðeins þá finnst mér að ég eigi það víst skilið af því að ég mun koma þessu á fleiri, og vonandi fá fólk í lið með mér að gera það sama.“ Veitir ekki af í þessu ástandi Hún segir að þetta sé hinn rétti jólandi. „Kærleikur getur aldrei klikkað og að gefa fólki von á aðventunni er sennilega fallegasta jólagjöfin í ár,“ segir Guðrún en eins og áður segir hefur færslan hennar vakið mikil viðbrögð á Facebook. „Ég átti engan vegin von á því, markmið mitt með færslunni var að reyna að finna þessa ungu konu. Þetta vakti góða tilfinningu hjá fólki, og þeim leið vel í hjartanu yfir þessu sem er gott því ekki veitir af í þessu ástandi að hafa eitthvað til að líða vel yfir.“ Guðrún segist ekkert vita hvaða kona þetta var og hefur ekki enn náð sambandi við hana. „Mig langar mikið að tala við hana,“ segir Guðrún en konan greiddi vörur fyrir hana upp á um það bil átta þúsund krónur. „Ég fékk enga kvittun og átta mig ekki alveg á því.“
Jól Garðabær Verslun Grín og gaman Góðverk Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Sjá meira