Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2020 19:20 Miklar deilur stóðu um skipun fyrstu fimmtán dómaranna í Landsrétt árið 2017. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir yfirgripsminkinn dóm Mannréttindadómstólsins verða tekinn til ítarlegrar skoðunar hjá stjórnvöldum. Þáverandi dómsmálaráðherra sé gagnrýnd fyrir að færa fjóra dómara upp í hæfnisröðinni. „Alþingi er líka gagnrýnt fyrir sína afgreiðslu en ekki þó svo að það teljist ná yfir allan dómstólinn. Ég vil í því samhengi benda á að fyrrverandi dómsmálaráðherra sagði af sér þegar undirdeild Mannréttindadómstólsins komst að sinni niðurstöðu á sínum tíma og axlaði þar með ábyrgð á þessu máli," segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherrasegir dóm Mannréttindadómstólsins verða tekinn til ítarlegrar skoðunar hjá stjórnvöldum.Stöð 2/Arnar Stjórnvöld hafi hins vegar ákveðið að skjóta málinu til yfirdeildar meðal annars til að fá skorið úr um ákveðin túlkunaratriði. Þá hafi ekki verið einhugur meðal dómaranna í undirdeildinni eins og nú. „Og hann fjallar fyrst og fremst um þessa fjóra dómara. Þrír af þeim hafa nú gengið í gegnum nýtt ferli og sótt um þær stöður sem hafa losnað og verið skipaðir. Það er ekki gerðathugasemd við það eftir því sem ég skil dóminn á þessum tímapunkti," segir Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir ekki farið fram á það í dómi Mannréttindadómstólsins að öll mál sem dómararnir fjórir dæmdu í séu tekin upp að nýju.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir dóminn ekki kalla á nein viðbrögð og engar breytingar á Landsrétti vegna hans. Ekki sé talin þörf á endurupptöku mála og ekki dæmdar bætur í prófmálinu sem dómurinn snérist um. „Það var auðvitað einstakt tilvik að skipa þurfti fimmtán dómara á einu bretti. En það er ekki verið að agnúast neitt út í lögin sem slík," segir Áslaug Arna. En ferlið sem fór af stað? Það eru vissulega gerðar athugasemdir við það, bæði hjá ráðherranum og Alþingi. „Já það eru gerðar athugasemdir við það og það er eitthvað sem hægt er að draga lærdóm af," segir dómsmálaráðherra. Það hafi verið mikill ágreiningur um lista hæfnisnefndar á sínum tíma sem nú hafi breytt vinnubrögðum sínum. Hefur þetta neikvæð áhrif á ímynd Íslands út á við? „Þetta er auðvitað aldrei jákvætt. En það er samt alveg skýrt í þessum dómi að þetta hefur ekki áhrif á niðustöðu málanna og það er mjög mikilvægt og mun ekki hafa lengri tíma áhrif á Landsrétt," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Mannréttindadómstóll Evrópu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsréttarmálið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir yfirgripsminkinn dóm Mannréttindadómstólsins verða tekinn til ítarlegrar skoðunar hjá stjórnvöldum. Þáverandi dómsmálaráðherra sé gagnrýnd fyrir að færa fjóra dómara upp í hæfnisröðinni. „Alþingi er líka gagnrýnt fyrir sína afgreiðslu en ekki þó svo að það teljist ná yfir allan dómstólinn. Ég vil í því samhengi benda á að fyrrverandi dómsmálaráðherra sagði af sér þegar undirdeild Mannréttindadómstólsins komst að sinni niðurstöðu á sínum tíma og axlaði þar með ábyrgð á þessu máli," segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherrasegir dóm Mannréttindadómstólsins verða tekinn til ítarlegrar skoðunar hjá stjórnvöldum.Stöð 2/Arnar Stjórnvöld hafi hins vegar ákveðið að skjóta málinu til yfirdeildar meðal annars til að fá skorið úr um ákveðin túlkunaratriði. Þá hafi ekki verið einhugur meðal dómaranna í undirdeildinni eins og nú. „Og hann fjallar fyrst og fremst um þessa fjóra dómara. Þrír af þeim hafa nú gengið í gegnum nýtt ferli og sótt um þær stöður sem hafa losnað og verið skipaðir. Það er ekki gerðathugasemd við það eftir því sem ég skil dóminn á þessum tímapunkti," segir Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir ekki farið fram á það í dómi Mannréttindadómstólsins að öll mál sem dómararnir fjórir dæmdu í séu tekin upp að nýju.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir dóminn ekki kalla á nein viðbrögð og engar breytingar á Landsrétti vegna hans. Ekki sé talin þörf á endurupptöku mála og ekki dæmdar bætur í prófmálinu sem dómurinn snérist um. „Það var auðvitað einstakt tilvik að skipa þurfti fimmtán dómara á einu bretti. En það er ekki verið að agnúast neitt út í lögin sem slík," segir Áslaug Arna. En ferlið sem fór af stað? Það eru vissulega gerðar athugasemdir við það, bæði hjá ráðherranum og Alþingi. „Já það eru gerðar athugasemdir við það og það er eitthvað sem hægt er að draga lærdóm af," segir dómsmálaráðherra. Það hafi verið mikill ágreiningur um lista hæfnisnefndar á sínum tíma sem nú hafi breytt vinnubrögðum sínum. Hefur þetta neikvæð áhrif á ímynd Íslands út á við? „Þetta er auðvitað aldrei jákvætt. En það er samt alveg skýrt í þessum dómi að þetta hefur ekki áhrif á niðustöðu málanna og það er mjög mikilvægt og mun ekki hafa lengri tíma áhrif á Landsrétt," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Mannréttindadómstóll Evrópu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsréttarmálið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira