Lýsti í afmæli sínu hvernig afi léti sig strjúka „upp og niður“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2020 15:36 Stúlkan lýsti atvikum í Barnahúsi og taldi dómurinn framburð hennar mjög trúverðuglegan. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að brjóta gegn stúlkubarni sem leit á hann sem afa sinn. Þá var hann sömuleiðis dæmdur fyrir vörslu og áhorf á myndir sem sýndu börn á kynferðislegan hátt. Hann var dæmdur til að greiða stúlkunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Fram kemur í dómnum að stúlkan hafi greint föður sínum frá atvikum þegar hún var að halda upp á afmæli sitt í Ævintýralandinu í Kringlunni. Hún lýsti því að sambýlismaður ömmu hennar, sem hún kallaði afa, kallaði á hana þegar hann væri að skipta um föt og léti hana þá snerta á sér typpið og gera „upp og niður.“ Það hafi gerst oftar en einu sinni. Stúlkan lýsti þessu með sama hætti í skýrslutöku fyrir dómi í Barnahúsi og sagði frá rúnkhreyfingum og sýndi með höndunum. Amman mundi eftir skrýtnum atvikum Amma stúlkunnar kvaðst í fyrstu aldrei hafa orðið vör við eitthvað óeðlilegt í samskiptum sambýlismanns síns og stúlkunnar. Þegar hún hugsaði málið þegar frá leið komu atvik upp í huga ömmunnar. Nefndi hún tilvik þegar karlmaðurinn var einn með stúlkunni í nokkurn tíma og hafði skipt um buxur þegar amman kom heim. Vildi hann ekki svara því hvers vegna. Þá nefndi hún þegar karlmaðurinn kallaði á stúlkuna með grimmd í röddinni þegar amman var að fara í sturtu. Skólahjúkrunarfræðingur skýrði frá því að á fræðslufundi hefði stúlkan skýrt frá því að hún hefði lent í því að afi hennar hefði gert eitthvað óeðlilegt við sig. Útilokað að stúlkan gæti lýst án þess að hafa upplifað Afinn var handtekinn og tjáð að hann væri grunaður um kynferðisbrot. Fram kom í framburði lögreglumanns að afinn hefði velt mikið fyrir sér hvað hann ætti að hafa gert. Nefndi hann að fyrra bragði að hugsanlega hefði hann farið yfir einhver mörk gagnvart barnabörnunum án þess að gera sér grein fyrir því. Dómari horfði á framburð stúlkunnar í Barnahúsi og þótti trúverðugur. Ekkert hefði komið fram sem drægi úr þeim trúverðugleika. Telja mætti útilokað að svo ungt barn gæti lýst athöfnum nema hafa upplifað þær með einhverjum hætti. Afinn neitaði alfarið sök en miðað við allan framburð í málinu, meðal annars hans eigin um áhorf á barnaníðsefni sem fannst í tölvu hans, þótti hann ekki trúverðugur. Afinn hefði framið kynferðisbrot gagnvart barni. Valdið sálarháska Því til viðbótar fundust fimm eintök af ljósmynd í tölvum afans en myndin sýndi barn á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Þá fannst eitt myndskeið og 2537 ljósmyndum á farsímum, turntölvu og flakkara ákærða sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Afinn neitaði sök. Dómurinn benti á að honum væri ekki gefið að sök að hafa skoðað allt efnið heldur væri það til stuðnings því að hann hefði ítrekað skoðað slíkar myndir og myndskeið. Hann gat engar skýringar gefið á tilvist myndanna. Taldi dómurinn útilokað að efnið hefði komist á tölvur hans og flakkara án aðgerða af hans hálfu. Því væri framburður hans ótrúverðugur. Taldist hafið yfir skynsaman hafa að hann hefði haft ljósmyndina í fórum sínum og auk þess horft á barnaníðsefni. Var ákærði dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Horft var til þess að hann hefði ekki áður hlotið refsingu. Hann hefði brotið gegn ungu barni sem hann naut trúnaðar hjá og nýtti sér til að brjóta alvarlega gegn. Þá hefði það valdið sálarháska hjá stúlkunni. Hann ætti sér engar málsbætur. Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Fram kemur í dómnum að stúlkan hafi greint föður sínum frá atvikum þegar hún var að halda upp á afmæli sitt í Ævintýralandinu í Kringlunni. Hún lýsti því að sambýlismaður ömmu hennar, sem hún kallaði afa, kallaði á hana þegar hann væri að skipta um föt og léti hana þá snerta á sér typpið og gera „upp og niður.“ Það hafi gerst oftar en einu sinni. Stúlkan lýsti þessu með sama hætti í skýrslutöku fyrir dómi í Barnahúsi og sagði frá rúnkhreyfingum og sýndi með höndunum. Amman mundi eftir skrýtnum atvikum Amma stúlkunnar kvaðst í fyrstu aldrei hafa orðið vör við eitthvað óeðlilegt í samskiptum sambýlismanns síns og stúlkunnar. Þegar hún hugsaði málið þegar frá leið komu atvik upp í huga ömmunnar. Nefndi hún tilvik þegar karlmaðurinn var einn með stúlkunni í nokkurn tíma og hafði skipt um buxur þegar amman kom heim. Vildi hann ekki svara því hvers vegna. Þá nefndi hún þegar karlmaðurinn kallaði á stúlkuna með grimmd í röddinni þegar amman var að fara í sturtu. Skólahjúkrunarfræðingur skýrði frá því að á fræðslufundi hefði stúlkan skýrt frá því að hún hefði lent í því að afi hennar hefði gert eitthvað óeðlilegt við sig. Útilokað að stúlkan gæti lýst án þess að hafa upplifað Afinn var handtekinn og tjáð að hann væri grunaður um kynferðisbrot. Fram kom í framburði lögreglumanns að afinn hefði velt mikið fyrir sér hvað hann ætti að hafa gert. Nefndi hann að fyrra bragði að hugsanlega hefði hann farið yfir einhver mörk gagnvart barnabörnunum án þess að gera sér grein fyrir því. Dómari horfði á framburð stúlkunnar í Barnahúsi og þótti trúverðugur. Ekkert hefði komið fram sem drægi úr þeim trúverðugleika. Telja mætti útilokað að svo ungt barn gæti lýst athöfnum nema hafa upplifað þær með einhverjum hætti. Afinn neitaði alfarið sök en miðað við allan framburð í málinu, meðal annars hans eigin um áhorf á barnaníðsefni sem fannst í tölvu hans, þótti hann ekki trúverðugur. Afinn hefði framið kynferðisbrot gagnvart barni. Valdið sálarháska Því til viðbótar fundust fimm eintök af ljósmynd í tölvum afans en myndin sýndi barn á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Þá fannst eitt myndskeið og 2537 ljósmyndum á farsímum, turntölvu og flakkara ákærða sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Afinn neitaði sök. Dómurinn benti á að honum væri ekki gefið að sök að hafa skoðað allt efnið heldur væri það til stuðnings því að hann hefði ítrekað skoðað slíkar myndir og myndskeið. Hann gat engar skýringar gefið á tilvist myndanna. Taldi dómurinn útilokað að efnið hefði komist á tölvur hans og flakkara án aðgerða af hans hálfu. Því væri framburður hans ótrúverðugur. Taldist hafið yfir skynsaman hafa að hann hefði haft ljósmyndina í fórum sínum og auk þess horft á barnaníðsefni. Var ákærði dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Horft var til þess að hann hefði ekki áður hlotið refsingu. Hann hefði brotið gegn ungu barni sem hann naut trúnaðar hjá og nýtti sér til að brjóta alvarlega gegn. Þá hefði það valdið sálarháska hjá stúlkunni. Hann ætti sér engar málsbætur.
Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira