Fari svo að íþróttafólk megi aftur mæta á æfingar - og þar með í vinnu - þann 9. desember þá lýkur þar með löngu íþróttabanni hér á landi. Þá hefði verið bann við æfingum hér á landi í 156 daga ársins 2020.
Til að bæta gráu ofan á svart hafði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, lagt til í minnisblaði sínu þann 25. nóvember að íþróttaæfingar fullorðinna, með eða án snertinga, yrðu leyfðar á morgun, 2. desember. Síðan kom bakslag og því hefur þeirri ákvörðun verið frestað til allavega 9. desember.
Hér að neðan má sjá hluta umræðunnar um æfingabannið sem fram fór á samfélagsmiðlinum Twitter.
Þjóðarhöll sem stenst ekki alþjóðleg viðmið, einn elsti þjóðarleikvangur heims og íþróttafólkið okkar má ekki einu sinni æfa þegar allar aðrar Evrópuþjóðir mega keppa.
— Kjartan Atli (@kjartansson4) December 1, 2020
Óhætt að segja að aðstæðurnar fyrir afreksfólkið okkar séu ekki góðar.
Áfram æfinga- og keppnisbann í boði VG þrátt fyrir að önnur lönd leyfi íþróttir. Þrátt fyrir að sérfræðingar og vísindamenn hér heima bendi á ákveðnar staðreyndir. Í VG er fólk sem hefur aldrei stundað íþróttir, hefur engan skilning á þeim, engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi.
— Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) December 1, 2020
— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) December 1, 2020
Ákvörðun dagins er rothögg fyrir íþróttahreyfinguna. Það mun taka langan tíma að rétta skútuna af. Það er í raun sorglegt að horfa upp á þetta. Ríkisstjórnin lætur sér í léttu rúmi liggja og virðist skorta áhuga og skilning á afreksstarfi. Því miður.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) December 1, 2020
Þegar 9. desember rennur upp hefur íþróttastarf ungmenna og fullorðinna verið bannað eða takmörkunum háð í 156 daga samtals. 45% af árinu.
— Ingólfur Sigurðsson (@ingolfursig) December 1, 2020
Íþróttir skipta svo ógeðslega miklu máli fyrir geðheilsu fólks. Komin tími á að ríkisstjórnin setjist niður með ÍSÍ til að fara yfir málin og forgangsraði öllum íþróttum eftir áhættuþáttum. Covid er ekki að fara á morgun og nýtt bóluefni er ekki að koma með sveinka.
— Thorlakur Arnason (@ThorlakurA) December 1, 2020
Algerlega ömurlegt að íþróttaæfingar fyrir afreksstig og unglinga hafi ekki verið leyfðar með ströngum takmörkunum, skammarlegt. Veit að mitt sérsamband er að reyna eins og það getur en hvar er samstaðan í þessu? Hvað er ÍSÍ að gera til dæmis?
— Hrafn Kristjánsson* (@ravenk72) December 1, 2020
Mikið högg fyrir íþróttir í dag. Hef miklar áhyggjur af krökkum á aldrinum 15-20 ára sem hafa ekki æft í alltof langan tíma. #vesen
— saevar petursson (@saevarp) December 1, 2020
Nýjan einstakling í forystu ÍSÍ. Strax Takk.#dominosdeildin #olisdeildin #fotbolti
— Garðar Örn Arnarson (@gardarorn23) December 1, 2020
Hver er að tala máli íþróttahreyfingarinnar ? Einstaka íþróttafréttamenn og þjálfarar, hvar eru forsvarsmenn sambandanna og ÍSÍ ? Af hverju eru þeir ekki að tala máli félaganna og íþróttafólks ?
— Ótthar Edvardsson (@OttharE) December 1, 2020
Nú heyrir maður að ekki bara erlendir leikmenn vilji komast í burtu héðan heldur eru íslenskir leikmenn í deildinni farnir að huga að brottför. Komast í burtu frá Íslandi og geta stundað sína íþrótt í friði.Líklega er skaðinn skeður og því miður varanlegur.
— Teitur Örlygsson (@teitur11) December 1, 2020