Skólpi sleppt í sjó hjá hreinsistöðinni í Ánanaustum Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2020 11:28 Hreinsistöðin við Ánanaust. Veitur Vegna viðgerðar á hreinsistöð fráveitu við Ánanaust í Reykjavík verður skólpi sleppt í sjó við stöðina á morgun, milli klukkan átta í fyrramálið og miðnættis. Vegna viðgerðar á hreinsistöð fráveitu við Ánanaust í Reykjavík verður skólpi sleppt í sjó við stöðina á morgun, milli klukkan átta í fyrramálið og miðnættis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir að búast megi við aukinni gerlamengun í sjónum á meðan á viðgerðinni stendur. Er mælst til þess að fólk sé ekki í eða við sjóinn í nálægð við hreinsistöðina á meðan ástandið varir. Skilti verði sett upp við stöðina og nálæga fjöru sem vari fólk við mögulegri gerlamengun. „Þrátt fyrir að megnið af skólpinu verði síað áður en því er veitt í sjó verður fylgst sérstaklega með fjörum í kringum hreinsistöðina í kjölfar viðgerðarinnar. Berist rusl í fjörur verða þær hreinsaðar af verktökum á vegum Veitna. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru nú sem endranær hvattir til að nota ekki klósett sem ruslafötur, í þau á ekkert að fara nema líkamlegur úrgangur og klósettpappír. Fráveitukerfið er sífellukerfi þar sem það vinnur allan sólarhringinn, alla daga ársins og rennslið í það stöðvast aldrei. Kerfið er hannað þannig að viss viðhaldsverk og viðgerðir verða ekki unnin nema að veita skólpinu í sjó á meðan. Margir þættir hafa áhrif á mengunina sem fylgir skólpi sem fer í sjó. Þar skiptir auðvitað magnið máli, hversu lengi það rennur í sjó, hversu blandað skólpið er hitaveitu- og yfirborðsvatni, veður og straumar í sjónum. Saurgerlar fjölga sér illa eða ekki í vatni og sólarljós brýtur þá niður. Gera má ráð fyrir að gerlamengun í sjónum og í grjótgörðunum í kringum stöðina vari ekki lengi eða í mesta lagi í hálfan sólarhring eftir að viðgerð lýkur. Send hefur verið tilkynning um viðgerðina til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem sér um vöktun á mengun í strandsjó,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Umhverfismál Skólp Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Vegna viðgerðar á hreinsistöð fráveitu við Ánanaust í Reykjavík verður skólpi sleppt í sjó við stöðina á morgun, milli klukkan átta í fyrramálið og miðnættis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir að búast megi við aukinni gerlamengun í sjónum á meðan á viðgerðinni stendur. Er mælst til þess að fólk sé ekki í eða við sjóinn í nálægð við hreinsistöðina á meðan ástandið varir. Skilti verði sett upp við stöðina og nálæga fjöru sem vari fólk við mögulegri gerlamengun. „Þrátt fyrir að megnið af skólpinu verði síað áður en því er veitt í sjó verður fylgst sérstaklega með fjörum í kringum hreinsistöðina í kjölfar viðgerðarinnar. Berist rusl í fjörur verða þær hreinsaðar af verktökum á vegum Veitna. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru nú sem endranær hvattir til að nota ekki klósett sem ruslafötur, í þau á ekkert að fara nema líkamlegur úrgangur og klósettpappír. Fráveitukerfið er sífellukerfi þar sem það vinnur allan sólarhringinn, alla daga ársins og rennslið í það stöðvast aldrei. Kerfið er hannað þannig að viss viðhaldsverk og viðgerðir verða ekki unnin nema að veita skólpinu í sjó á meðan. Margir þættir hafa áhrif á mengunina sem fylgir skólpi sem fer í sjó. Þar skiptir auðvitað magnið máli, hversu lengi það rennur í sjó, hversu blandað skólpið er hitaveitu- og yfirborðsvatni, veður og straumar í sjónum. Saurgerlar fjölga sér illa eða ekki í vatni og sólarljós brýtur þá niður. Gera má ráð fyrir að gerlamengun í sjónum og í grjótgörðunum í kringum stöðina vari ekki lengi eða í mesta lagi í hálfan sólarhring eftir að viðgerð lýkur. Send hefur verið tilkynning um viðgerðina til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem sér um vöktun á mengun í strandsjó,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Umhverfismál Skólp Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent