Tugir húsa á Flateyri á nýju hættusvæði vegna snjóflóða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2020 07:03 Mikið tjón varð í höfninni á Flateyri í snjóflóðunum í janúar. Vísir/Egill Veðurstofa Íslands hefur gert nýtt hættumat vegna snjóflóða fyrir Flateyri. Með nýja hættumatinu hefur hættusvæðið verið útfært og eru nú á þriðja tug húsa komin inn á hættusvæði C, efsta hættustig, og um sjötíu hús eru komin á ítrasta rýmingarstig. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar segir jafnframt að C-svæði fari 250 metrum lengra inn á höfnina og inn á land sunnan og vestan við hana. Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri í janúar síðastliðnum og fóru yfir varnargarða sem eru fyrir ofan bæinn. Annað flóðið kom úr Innra-Bæjargili og fór á íbúðarhús. Ung stúlka grófst undir í flóðinu en var bjargað á lífi. Hitt flóðið kom úr Skollahvilft og fór út í höfnina við bæinn með tilheyrandi tjóni fyrir atvinnulíf í bænum þar sem fjöldi báta gjöreyðilagðist. Samkvæmt hættumati Veðurstofunnar frá árinu 2004 voru engin hús á hættusvæði C eftir að varnargarðarnir voru reistir fyrir ofan bæinn. Hins vegar var fjöldi húsa á og langt inni á hættusvæði C áður en garðarnir voru reistir. Í greinargerð með hættumatinu frá árinu 2004 segir að Skollahvilft og Innra-Bæjargil séu „að líkindum hættulegustu snjóflóðafarvegir ofan þéttbýlis á Íslandi.“ Ekki kemur fram í frétt Fréttablaðsins hvaða hús um ræðir nákvæmlega eða hvaða áhrif breytingar á hættumatina hafa á íbúa á Flateyri, til dæmis hvað varðar búsetu og atvinnulíf, en rætt er við Tómas Jóhannesson, fagstjóra og sérfræðing í ofanflóðamálum hjá Veðurstofunni, í frétt blaðsins. Hann segir að taka þurfi tillit til þess í ríkisviðbúnaði að virkin séu hvergi fullkomlega örugg. „Þegar aðstæður eru mjög slæmar er möguleiki á að grípa þurfi til rýmingar til að tryggja öryggi,“ segir Tómas. Þá hafi áhrifin af flóðunum í janúar, sem voru þekkt fyrir, verið öflugri en gert var ráð fyrir. Segir Tómas að það þurfi að finna leiðir til þess að komast hjá því að flóð endi í höfninni. Tómas tekur þannig undir með hafnarstjóra Ísafjarðar sem benti á það í nýlegri skýrslu að varnargarðarnir fyrir ofan bæinn hefðu beint flóðinu inn í höfnina. Slíkt væri óviðunandi fyrir atvinnulíf á Flateyri. Í frétt Fréttablaðsins segir einnig að í ljósi þess að það hafi flætt yfir garðana á Flateyri og inn í byggð sé nú Veðurstofan að vinna hættumat fyrir fimm sambærilega varnargarða, það er á Ísafirði, Bíldudal, Siglufirði, Ólafsfirði og Neskaupstað. „Það er gert ráð fyrir ákveðinni hættu á yfirflæði og að snjódýpt verði meiri en stoðvirki eru hönnuð fyrir. Það er undantekningarlaust hættusvæði undir öllum þessum varnarvirkjum og ákveðin áhætta í byggðinni þar undir,“ segir Tómas. „Flóðin á Flateyri sýndu okkur að hættan er meiri en við gerðum ráð fyrir.“ Fréttablaðið ræðir einnig við Hafstein Pálsson, verkfræðing hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, sem segir að vinna við endurbætur á varnargörðunum á Flateyri sé hafin. Kostnaðurinn liggi þó ekki fyrir og þá liggur ekki heldur fyrir hvort garðarnir á hinum fimm fyrrnefndu stöðunum verði breytt eða þeir styrktir með einhverjum hætti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fara 2,7 milljarðar í Ofanflóðasjóð á næsta ári sem er aukning um 1,6 milljarða. Fjármagnið á að nýta bæði í að byggja og bæta varnargarða og til uppkaupa á íbúðarhúsnæði á hættusvæðum. Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Almannavarnir Ísafjarðarbær Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar segir jafnframt að C-svæði fari 250 metrum lengra inn á höfnina og inn á land sunnan og vestan við hana. Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri í janúar síðastliðnum og fóru yfir varnargarða sem eru fyrir ofan bæinn. Annað flóðið kom úr Innra-Bæjargili og fór á íbúðarhús. Ung stúlka grófst undir í flóðinu en var bjargað á lífi. Hitt flóðið kom úr Skollahvilft og fór út í höfnina við bæinn með tilheyrandi tjóni fyrir atvinnulíf í bænum þar sem fjöldi báta gjöreyðilagðist. Samkvæmt hættumati Veðurstofunnar frá árinu 2004 voru engin hús á hættusvæði C eftir að varnargarðarnir voru reistir fyrir ofan bæinn. Hins vegar var fjöldi húsa á og langt inni á hættusvæði C áður en garðarnir voru reistir. Í greinargerð með hættumatinu frá árinu 2004 segir að Skollahvilft og Innra-Bæjargil séu „að líkindum hættulegustu snjóflóðafarvegir ofan þéttbýlis á Íslandi.“ Ekki kemur fram í frétt Fréttablaðsins hvaða hús um ræðir nákvæmlega eða hvaða áhrif breytingar á hættumatina hafa á íbúa á Flateyri, til dæmis hvað varðar búsetu og atvinnulíf, en rætt er við Tómas Jóhannesson, fagstjóra og sérfræðing í ofanflóðamálum hjá Veðurstofunni, í frétt blaðsins. Hann segir að taka þurfi tillit til þess í ríkisviðbúnaði að virkin séu hvergi fullkomlega örugg. „Þegar aðstæður eru mjög slæmar er möguleiki á að grípa þurfi til rýmingar til að tryggja öryggi,“ segir Tómas. Þá hafi áhrifin af flóðunum í janúar, sem voru þekkt fyrir, verið öflugri en gert var ráð fyrir. Segir Tómas að það þurfi að finna leiðir til þess að komast hjá því að flóð endi í höfninni. Tómas tekur þannig undir með hafnarstjóra Ísafjarðar sem benti á það í nýlegri skýrslu að varnargarðarnir fyrir ofan bæinn hefðu beint flóðinu inn í höfnina. Slíkt væri óviðunandi fyrir atvinnulíf á Flateyri. Í frétt Fréttablaðsins segir einnig að í ljósi þess að það hafi flætt yfir garðana á Flateyri og inn í byggð sé nú Veðurstofan að vinna hættumat fyrir fimm sambærilega varnargarða, það er á Ísafirði, Bíldudal, Siglufirði, Ólafsfirði og Neskaupstað. „Það er gert ráð fyrir ákveðinni hættu á yfirflæði og að snjódýpt verði meiri en stoðvirki eru hönnuð fyrir. Það er undantekningarlaust hættusvæði undir öllum þessum varnarvirkjum og ákveðin áhætta í byggðinni þar undir,“ segir Tómas. „Flóðin á Flateyri sýndu okkur að hættan er meiri en við gerðum ráð fyrir.“ Fréttablaðið ræðir einnig við Hafstein Pálsson, verkfræðing hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, sem segir að vinna við endurbætur á varnargörðunum á Flateyri sé hafin. Kostnaðurinn liggi þó ekki fyrir og þá liggur ekki heldur fyrir hvort garðarnir á hinum fimm fyrrnefndu stöðunum verði breytt eða þeir styrktir með einhverjum hætti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fara 2,7 milljarðar í Ofanflóðasjóð á næsta ári sem er aukning um 1,6 milljarða. Fjármagnið á að nýta bæði í að byggja og bæta varnargarða og til uppkaupa á íbúðarhúsnæði á hættusvæðum.
Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Almannavarnir Ísafjarðarbær Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira