Sækja um neyðarheimild fyrir bóluefni Moderna Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2020 12:40 Fjöldi lyfjafyrirtækja keppist nú um að vera fyrst með bóluefni gegn Covid-19 á markað. Líftæknifyrirtækið Moderna bættist í hópinn í dag. AP/Hans Pennink Lyfjafyrirtækið Moderna sótti um neyðarheimild fyrir notkun nýs bóluefnis gegn Covid-19 í Evrópu og Bandaríkjunum í dag. Niðurstöður úr tilraunum með bóluefnið benda til þess að það veiti um 94% vernd fyrir smiti. Um 30.000 manns taka þátt í tilraunum Moderna með bóluefnið. Þrjátíu manns veiktust alvarlega af Covid-19 en þeir voru allir í hópnum sem fengu lyfleysu í stað raunverulega bóluefnisins. Washington Post segir að niðurstöðurnar hafi enn hvorki verið birtar opinberlegar né ritrýndar. Eftirlitsstofnanir muni nú leggjast yfir þær til að meta hvort bóluefnið sé öruggt og virkt. Áður hafði lyfjarisinn Pfizer og líftæknifyrirtækið BioNtech sóst eftir leyfi fyrir sitt bóluefni í Evrópu og Bandaríkjunum. Í Evrópu fara lyfjayfirvöld einnig yfir sambærilega umsókn AstraZeneca um leyfi fyrir bóluefni. Misvísandi upplýsingar hafa þó komið fram um bóluefni AstraZeneca en áframhaldandi rannsóknir standa yfir á virkni þess. Bóluefni Moderna var þróað í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna. Í tilraunahópnum fengu 196 manns Covid-19. Af þeim fengu 185 manns lyfleysu en ellefu bóluefnið. Einn þeirra þrjátíu sem sýktust alvarlega lét lífið, að sögn AP-fréttastofunnar. Einu aukaverkanir bóluefnisins sem hafa komið fram til þessa eru tímabundin flensueinkenni, að sögn Moderna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Bylting ef bóluefnið lukkast vel: „Þetta er algjörlega ný nálgun“ Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu. 29. nóvember 2020 13:32 Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Um 30.000 manns taka þátt í tilraunum Moderna með bóluefnið. Þrjátíu manns veiktust alvarlega af Covid-19 en þeir voru allir í hópnum sem fengu lyfleysu í stað raunverulega bóluefnisins. Washington Post segir að niðurstöðurnar hafi enn hvorki verið birtar opinberlegar né ritrýndar. Eftirlitsstofnanir muni nú leggjast yfir þær til að meta hvort bóluefnið sé öruggt og virkt. Áður hafði lyfjarisinn Pfizer og líftæknifyrirtækið BioNtech sóst eftir leyfi fyrir sitt bóluefni í Evrópu og Bandaríkjunum. Í Evrópu fara lyfjayfirvöld einnig yfir sambærilega umsókn AstraZeneca um leyfi fyrir bóluefni. Misvísandi upplýsingar hafa þó komið fram um bóluefni AstraZeneca en áframhaldandi rannsóknir standa yfir á virkni þess. Bóluefni Moderna var þróað í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna. Í tilraunahópnum fengu 196 manns Covid-19. Af þeim fengu 185 manns lyfleysu en ellefu bóluefnið. Einn þeirra þrjátíu sem sýktust alvarlega lét lífið, að sögn AP-fréttastofunnar. Einu aukaverkanir bóluefnisins sem hafa komið fram til þessa eru tímabundin flensueinkenni, að sögn Moderna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Bylting ef bóluefnið lukkast vel: „Þetta er algjörlega ný nálgun“ Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu. 29. nóvember 2020 13:32 Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Bylting ef bóluefnið lukkast vel: „Þetta er algjörlega ný nálgun“ Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu. 29. nóvember 2020 13:32
Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56
Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15