Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kristján Már Unnarsson skrifar 30. nóvember 2020 00:00 Kim Kielsen hafði gegnt formannsembætti Siumut-flokksins í sex ár. Egill Aðalsteinsson Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. Þrátt fyrir tapið hyggst Kim Kielsen sitja áfram sem forsætisráðherra og leiðtogi Grænlands, að því er grænlenska ríkisútvarpið KNR greinir frá. Vísað er til fordæmis frá árunum 1988 til 1991 þegar Lars-Emil Johansen var formaður Siumut meðan Jonathan Motzfeldt var formaður heimastjórnar Grænlands, sem þá var. „Þetta er léttir. Núna hef ég tíma til að gera það sem mér finnst skemmtilegt og það er að vera úti í náttúrunni,“ sagði Kim Kielsen við KNR en hann hafði áður ítrekað staðið af sér vantrauststillögur innan eigin flokks. Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA. Hvort hann haldi forsætisráðherrastólnum lengi er þó óvíst. Nýr formaður segir að það eigi eftir að ræða nánar við fráfarandi formann og innan aðalstjórnar flokksins. Það verði þó að virða að sú ákvörðun sé á valdi þjóðþingsins. Þær Vivian Motzfeldt og Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen voru kjörnar varaformenn flokksins, Inga Dóra sem varaformaður skipulagsmála. Hún var áður framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins og er að hluta alin upp á Íslandi, dóttir Guðmundar Þorsteinssonar, Gujo, og Benedikte Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra. Í heimsókn forseta Íslands til Grænlands í fyrra voru þau Benedikte og Guðmundur sæmd hinni íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til samstarfs og vináttu Íslendinga og Grænlendinga, sem greint var frá í þessari frétt: Grænland Tengdar fréttir Kielsen rétt slapp undan vantrausti vegna grásleppu Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands. 9. október 2020 06:45 Kim Kielsen myndar nýja landsstjórn á Grænlandi Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Nýr flokkur, Demokraterne, gekk eftir nokkurra vikna viðræður til liðs við minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins, sem þar með varð meirihlutastjórn. 30. maí 2020 08:10 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Þrátt fyrir tapið hyggst Kim Kielsen sitja áfram sem forsætisráðherra og leiðtogi Grænlands, að því er grænlenska ríkisútvarpið KNR greinir frá. Vísað er til fordæmis frá árunum 1988 til 1991 þegar Lars-Emil Johansen var formaður Siumut meðan Jonathan Motzfeldt var formaður heimastjórnar Grænlands, sem þá var. „Þetta er léttir. Núna hef ég tíma til að gera það sem mér finnst skemmtilegt og það er að vera úti í náttúrunni,“ sagði Kim Kielsen við KNR en hann hafði áður ítrekað staðið af sér vantrauststillögur innan eigin flokks. Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA. Hvort hann haldi forsætisráðherrastólnum lengi er þó óvíst. Nýr formaður segir að það eigi eftir að ræða nánar við fráfarandi formann og innan aðalstjórnar flokksins. Það verði þó að virða að sú ákvörðun sé á valdi þjóðþingsins. Þær Vivian Motzfeldt og Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen voru kjörnar varaformenn flokksins, Inga Dóra sem varaformaður skipulagsmála. Hún var áður framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins og er að hluta alin upp á Íslandi, dóttir Guðmundar Þorsteinssonar, Gujo, og Benedikte Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra. Í heimsókn forseta Íslands til Grænlands í fyrra voru þau Benedikte og Guðmundur sæmd hinni íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til samstarfs og vináttu Íslendinga og Grænlendinga, sem greint var frá í þessari frétt:
Grænland Tengdar fréttir Kielsen rétt slapp undan vantrausti vegna grásleppu Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands. 9. október 2020 06:45 Kim Kielsen myndar nýja landsstjórn á Grænlandi Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Nýr flokkur, Demokraterne, gekk eftir nokkurra vikna viðræður til liðs við minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins, sem þar með varð meirihlutastjórn. 30. maí 2020 08:10 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Kielsen rétt slapp undan vantrausti vegna grásleppu Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands. 9. október 2020 06:45
Kim Kielsen myndar nýja landsstjórn á Grænlandi Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Nýr flokkur, Demokraterne, gekk eftir nokkurra vikna viðræður til liðs við minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins, sem þar með varð meirihlutastjórn. 30. maí 2020 08:10