Telur skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa valdið kæruleysi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. nóvember 2020 18:24 Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hafi mögulega valdið því að fólk hafi byrjað að slaka of mikið á. Hann segir mikilvægt að ekki sé spáð í framtíðina þegar um svo ótúreiknanlegan faraldur sé að ræða. Ekki sé rými fyrir tilslakanir fyrr en á næsta ári. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins síðustu daga þar sem smitum hefur fjölgað nokkuð en faraldurinn virtist vera í rénun þar til á fimmtudag. „Mér finnst þetta svona frekar ískyggilegt. Okkur gengur illa að slökkva á þessu núna og ver en í vor. Fólk á erfiðara með að fara að fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda,“ segir Kári. Fyrir um viku sagði Þórólfur að mögulega yrði hægt að gera einhverjar tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum í desember. Kári gagnrýnir að yfirvöld spái fyrir um framtíðina. „Þó að sóttvarnayfirvöld hafi staðið sig býsna vel þá finnst mér þeim hafa mistekist að hemja væntingar og jafnvel vakið of miklar væntingar. Eins og þegar þau sögðu fyrir tveimur vikum að nú ætluðu þau að létta á aðgerðum eftir viku. Um leið og þú segir það þá tekur fólk því sem svo að hægt sé að vera kærulausari en áður,“ segir Kári. Hann segir að í þessu tilliti sé hægt að læra af væntingarstjórnun fjármálamarkaða. „Fyrirtæki á markaði mega ekki spá fyrir um framtíðina. Ég tel að í sóttvörnum eigi að gera það sama, þú átt ekki að segja fólki að þú munir kannski létta á aðgerðum eftir einhvern smá tíma. Mér finnst þetta vera mesti veikleikinn í aðgerðum sóttvarnayfirvalda, sem hafa að öðru leyti staðið sig afskaplega vel. Við getum ekki spáð fyrir um hvað gerist næst og við eigum ekki að reyna það. Það á að tala þannig að þetta sér grafalvarlegt og biðja fólk um að halda þetta út,“ segir Kári. Telur núverandi aðgerðir standa til næsta árs Aðspurður um hvort hann sé með ráðleggingar til sóttvarnalæknis vegna næstu tillagna í sóttvörnum svarar Kári: „Það er engin ástæða til að segja Þórólfi fyrir verkum. Hann hefur staðið sig býsna vel hingað til. Mér finnst ólíklegt að núverandi aðgerðum verði aflétt. Það er engin ástæða til að liðka til núna því við erum að horfa á mjög óræða mynd þegar kemur að þessari farsótt. Ég reikna ekki með að fólk fari að breyta til fyrr en í byrjun næsta árs,“ segir Kári. Fram hefur komið að aukning smita nú sé hægt að rekja til eins eða örfárra hópsýkinga. „Það má vel vera að hægt sé að rekja smitin núna til örfárra boða en þau eru komin út í samfélagið. Líkt og þegar þriðja bylgja faraldursins hófst með tveimur hópsmitum í öldurhúsum Reykjavíkur. Um leið og kötturinn er kominn úr sekknum þá hemur þú hann ekki aftur,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eitt boð ber tölurnar uppi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að stóran hluta dreifingar Covid-19 sem greinst hefur að undanförnu megi rekja til eins fjölskylduboðs. Hann segir tölurnar í dag svipaðar og í gær en þó hafi fleiri verið í sóttkví við greiningu. Það gæti verið til marks um línulegan vöxt. 28. nóvember 2020 11:45 „Þetta lítur bara ekki vel út, því miður“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember. 27. nóvember 2020 13:51 Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. 27. nóvember 2020 11:40 Segir mögulegt að slaka meira á í byrjun desember miðað við núverandi stöðu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins um kórónuveirusmitaða vera í takt við það sem búast mátti við. 21. nóvember 2020 18:31 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins síðustu daga þar sem smitum hefur fjölgað nokkuð en faraldurinn virtist vera í rénun þar til á fimmtudag. „Mér finnst þetta svona frekar ískyggilegt. Okkur gengur illa að slökkva á þessu núna og ver en í vor. Fólk á erfiðara með að fara að fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda,“ segir Kári. Fyrir um viku sagði Þórólfur að mögulega yrði hægt að gera einhverjar tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum í desember. Kári gagnrýnir að yfirvöld spái fyrir um framtíðina. „Þó að sóttvarnayfirvöld hafi staðið sig býsna vel þá finnst mér þeim hafa mistekist að hemja væntingar og jafnvel vakið of miklar væntingar. Eins og þegar þau sögðu fyrir tveimur vikum að nú ætluðu þau að létta á aðgerðum eftir viku. Um leið og þú segir það þá tekur fólk því sem svo að hægt sé að vera kærulausari en áður,“ segir Kári. Hann segir að í þessu tilliti sé hægt að læra af væntingarstjórnun fjármálamarkaða. „Fyrirtæki á markaði mega ekki spá fyrir um framtíðina. Ég tel að í sóttvörnum eigi að gera það sama, þú átt ekki að segja fólki að þú munir kannski létta á aðgerðum eftir einhvern smá tíma. Mér finnst þetta vera mesti veikleikinn í aðgerðum sóttvarnayfirvalda, sem hafa að öðru leyti staðið sig afskaplega vel. Við getum ekki spáð fyrir um hvað gerist næst og við eigum ekki að reyna það. Það á að tala þannig að þetta sér grafalvarlegt og biðja fólk um að halda þetta út,“ segir Kári. Telur núverandi aðgerðir standa til næsta árs Aðspurður um hvort hann sé með ráðleggingar til sóttvarnalæknis vegna næstu tillagna í sóttvörnum svarar Kári: „Það er engin ástæða til að segja Þórólfi fyrir verkum. Hann hefur staðið sig býsna vel hingað til. Mér finnst ólíklegt að núverandi aðgerðum verði aflétt. Það er engin ástæða til að liðka til núna því við erum að horfa á mjög óræða mynd þegar kemur að þessari farsótt. Ég reikna ekki með að fólk fari að breyta til fyrr en í byrjun næsta árs,“ segir Kári. Fram hefur komið að aukning smita nú sé hægt að rekja til eins eða örfárra hópsýkinga. „Það má vel vera að hægt sé að rekja smitin núna til örfárra boða en þau eru komin út í samfélagið. Líkt og þegar þriðja bylgja faraldursins hófst með tveimur hópsmitum í öldurhúsum Reykjavíkur. Um leið og kötturinn er kominn úr sekknum þá hemur þú hann ekki aftur,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eitt boð ber tölurnar uppi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að stóran hluta dreifingar Covid-19 sem greinst hefur að undanförnu megi rekja til eins fjölskylduboðs. Hann segir tölurnar í dag svipaðar og í gær en þó hafi fleiri verið í sóttkví við greiningu. Það gæti verið til marks um línulegan vöxt. 28. nóvember 2020 11:45 „Þetta lítur bara ekki vel út, því miður“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember. 27. nóvember 2020 13:51 Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. 27. nóvember 2020 11:40 Segir mögulegt að slaka meira á í byrjun desember miðað við núverandi stöðu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins um kórónuveirusmitaða vera í takt við það sem búast mátti við. 21. nóvember 2020 18:31 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Sjá meira
Eitt boð ber tölurnar uppi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að stóran hluta dreifingar Covid-19 sem greinst hefur að undanförnu megi rekja til eins fjölskylduboðs. Hann segir tölurnar í dag svipaðar og í gær en þó hafi fleiri verið í sóttkví við greiningu. Það gæti verið til marks um línulegan vöxt. 28. nóvember 2020 11:45
„Þetta lítur bara ekki vel út, því miður“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember. 27. nóvember 2020 13:51
Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. 27. nóvember 2020 11:40
Segir mögulegt að slaka meira á í byrjun desember miðað við núverandi stöðu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins um kórónuveirusmitaða vera í takt við það sem búast mátti við. 21. nóvember 2020 18:31