Þórir byrsti sig: „Hann notaði útiröddina inni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2020 16:01 Þórir Hergeirsson hefur stýrt norska landsliðinu með frábærum árangri síðan 2009. getty/Oliver Hardt Þórir Hergeirsson brá út af vananum og messaði nokkuð hressilega yfir norska landsliðinu í leikhléi í æfingaleiknum gegn Danmörku í gær. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, hækkaði róminn í leikhléi undir lok æfingaleiks Noregs og Danmerkur í gær. Norska liðið vann leikinn, 29-26, en var nálægt því að kasta sigrinum frá sér. Þórir er venjulega yfirvegunin uppmáluð á meðan leik stendur en hann messaði nokkuð hressilega yfir sínum leikmönnum í gær. „Hann var reiður. Hann er venjulega rólegur og yfirvegaður svo það hlaut eitthvað að brenna innra með honum,“ sagði Bent Nyegaard, álitsgjafi hjá TV 2 í Danmörku. Þórir var ekki sáttur með hvernig norska liðið spilaði undir lok leiksins og var sérstaklega argur yfir töpuðum boltum. „Þetta gerist ekki oft, að Þórir notar útiröddina inni. Hann var pirraður,“ sagði Harald Bredeli, álitsgjafi hjá TV 2 í Noregi. Þóri rann þó reiðin fljótt og eftir leikinn grínaðist hann með að Íslendingar þyldu ekki að tapa fyrir Dönum á íþróttavellinum. Noregur og Danmörk mættust einnig á miðvikudaginn og þá unnu Norðmenn með tveggja marka mun. Leikirnir voru liður í undirbúningi liðanna fyrir EM sem hefst í Danmörku næsta fimmtudag. Noregur er í D-riðli Evrópumótsins með Þýskalandi, Rúmeníu og Póllandi. Fyrsti leikur norska liðsins er gegn því pólska á fimmtudaginn. Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, hækkaði róminn í leikhléi undir lok æfingaleiks Noregs og Danmerkur í gær. Norska liðið vann leikinn, 29-26, en var nálægt því að kasta sigrinum frá sér. Þórir er venjulega yfirvegunin uppmáluð á meðan leik stendur en hann messaði nokkuð hressilega yfir sínum leikmönnum í gær. „Hann var reiður. Hann er venjulega rólegur og yfirvegaður svo það hlaut eitthvað að brenna innra með honum,“ sagði Bent Nyegaard, álitsgjafi hjá TV 2 í Danmörku. Þórir var ekki sáttur með hvernig norska liðið spilaði undir lok leiksins og var sérstaklega argur yfir töpuðum boltum. „Þetta gerist ekki oft, að Þórir notar útiröddina inni. Hann var pirraður,“ sagði Harald Bredeli, álitsgjafi hjá TV 2 í Noregi. Þóri rann þó reiðin fljótt og eftir leikinn grínaðist hann með að Íslendingar þyldu ekki að tapa fyrir Dönum á íþróttavellinum. Noregur og Danmörk mættust einnig á miðvikudaginn og þá unnu Norðmenn með tveggja marka mun. Leikirnir voru liður í undirbúningi liðanna fyrir EM sem hefst í Danmörku næsta fimmtudag. Noregur er í D-riðli Evrópumótsins með Þýskalandi, Rúmeníu og Póllandi. Fyrsti leikur norska liðsins er gegn því pólska á fimmtudaginn.
Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira