Virkaði vel að vera ekki kjúklingahaus Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2020 13:00 Höfuð Björgvins Páls Gústavssonar er ekki frábrugðið öðrum mannshöfðum. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkmaður í handbolta, ræddi um öndunaræfingar og óvenjuleg skilaboð frá þjálfara sínum í viðtali vegna HM í Egyptalandi í janúar. Björgvin Páll hefur verið tíður gestur á stórmótum undanfarin tólf ár eftir að hafa fyrst farið með landsliðinu á Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum HM í Egyptalandi kveðst Björgvin einmitt eiga kærustu minningarnar frá Peking, enda vann íslenska liðið til silfurverðlauna. Í svörum Björgvins kemur meðal annars fram að hann tippi á að Norðmaðurinn Sander Sagosen verði markahæstur á HM í Egyptalandi, og að hann telji heimamenn líklegasta til að koma á óvart á mótinu: „Ég elska hvernig þeir spila,“ segir Björgvin. Öndunaræfingarnar hjálpa mikið Hann var beðinn um að nefna óvanalega aðferð sem hann notaði til undirbúnings, sem hefði skilað árangri: „Það óvenjulegasta sem ég geri, nánast á hverjum degi, eru öndunaræfingar. Ég hef hugsað mikið um öndunina, fyrir leiki og æfingar, á æfingum og eftir æfingar. Það er óvenjulegt að æfa öndun sem handboltamaður, en það hefur hjálpað mér mikið í gegnum árin eftir því sem ég hef lært betur að stjórna önduninni,“ segir Björgvin. "My @HSI_Iceland goalkeeping coach told me not to be a chicken head, that was a fun expression, but I played well in the game so I don't think I was a chicken head"Our exclusive interview with @BjoggiGustavs before #Egypt2021 is here #Egypt2021 pic.twitter.com/lv98snpfey— Handball Egypt2021 (@Egypt2021EN) November 24, 2020 Þegar hann er svo rukkaður um sögu af einhverju óvenjulegu sem sagt hefði verið við hann í leikhléi, en virkað vel, svarar Björgvin léttur: „Fyrir þremur árum sagði markmannsþjálfarinn minn, Roland Eradze, mér að vera ekki kjúklingahaus. Mér fannst þetta skondin skilaboð en ég spilaði vel í þessum leik og við unnum, svo að ég held að ég sé ekki kjúklingahaus.“ HM í handbolta fer fram dagana 13.-31. janúar, en því hefur reyndar verið mótmælt að mótið skuli fara fram á meðan að kórónuveirufaraldurinn geisar. Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó og er fyrsti leikurinn við Portúgal fimmtudagskvöldið 14. janúar. HM 2021 í handbolta Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira
Björgvin Páll hefur verið tíður gestur á stórmótum undanfarin tólf ár eftir að hafa fyrst farið með landsliðinu á Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum HM í Egyptalandi kveðst Björgvin einmitt eiga kærustu minningarnar frá Peking, enda vann íslenska liðið til silfurverðlauna. Í svörum Björgvins kemur meðal annars fram að hann tippi á að Norðmaðurinn Sander Sagosen verði markahæstur á HM í Egyptalandi, og að hann telji heimamenn líklegasta til að koma á óvart á mótinu: „Ég elska hvernig þeir spila,“ segir Björgvin. Öndunaræfingarnar hjálpa mikið Hann var beðinn um að nefna óvanalega aðferð sem hann notaði til undirbúnings, sem hefði skilað árangri: „Það óvenjulegasta sem ég geri, nánast á hverjum degi, eru öndunaræfingar. Ég hef hugsað mikið um öndunina, fyrir leiki og æfingar, á æfingum og eftir æfingar. Það er óvenjulegt að æfa öndun sem handboltamaður, en það hefur hjálpað mér mikið í gegnum árin eftir því sem ég hef lært betur að stjórna önduninni,“ segir Björgvin. "My @HSI_Iceland goalkeeping coach told me not to be a chicken head, that was a fun expression, but I played well in the game so I don't think I was a chicken head"Our exclusive interview with @BjoggiGustavs before #Egypt2021 is here #Egypt2021 pic.twitter.com/lv98snpfey— Handball Egypt2021 (@Egypt2021EN) November 24, 2020 Þegar hann er svo rukkaður um sögu af einhverju óvenjulegu sem sagt hefði verið við hann í leikhléi, en virkað vel, svarar Björgvin léttur: „Fyrir þremur árum sagði markmannsþjálfarinn minn, Roland Eradze, mér að vera ekki kjúklingahaus. Mér fannst þetta skondin skilaboð en ég spilaði vel í þessum leik og við unnum, svo að ég held að ég sé ekki kjúklingahaus.“ HM í handbolta fer fram dagana 13.-31. janúar, en því hefur reyndar verið mótmælt að mótið skuli fara fram á meðan að kórónuveirufaraldurinn geisar. Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó og er fyrsti leikurinn við Portúgal fimmtudagskvöldið 14. janúar.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira