Eru engin takmörk fyrir réttindaskerðingum? Veronika Steinunn Magnúsdóttir skrifar 27. nóvember 2020 08:30 Á tímum sem þessum er mikilvægt að valdhafar gangi ekki of hart fram gagnvart borgaranum og gæti meðalhófs í sóttvarnaaðgerðum, þar sem afleiðingar þeirra til lengri tíma eru óljósar. Takmarkanir verða að sæta endurskoðun í hvívetna og stjórnvöld þurfa að hlusta eftir ákalli í þjóðfélaginu eftir hnitmiðraðri stefnu í sóttvarnamálum, með þá reynslu sem hlotist hefur í sóttvarnamálum að leiðarljósi. Kveðið er á um útgöngubann í frumvarpi heilbrigðisráðherra til breytinga á sóttvarnalögum. Af því tilefni hefur Heimdallur samþykkt eftirfarandi ályktun: Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokks til að leggjast gegn því að ákvæði um útgöngubann verði lögfest í IV. kafla sóttvarnalaga um opinberar sóttvarnarráðstafanir, líkt og stjórnarfrumvarp heilbrigðisráðherra kveður á um. Slíkt teldist varla í samræmi við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins sem lögfest er í 12. gr. stjórnsýslulaga. Kveður hún á um að stjórnvöld skuli beita eins vægum úrræðum og unnt er, þegar um er að ræða lagasetningu sem er íþyngjandi fyrir borgarana. Í álitsgerð Dr. Páls Hreinssonar, sérfræðings í stjórnsýslurétti, um sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda er fjallað um meðalhófsregluna í tengslum við faraldurinn en þar segir: „Þegar stjórnvöld hafa val um fleiri en eina leið til að ná því markmiði sem að er stefnt með töku ákvörðunar leiðir af meðalhófsreglunni að velja ber það úrræði sem vægast er og að gagni getur komið.” Stíga þarf varlega til jarðar þegar valdhafar heimila stjórnvöldum að skerða stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna og er minnt á meðalhófsreglu í þeim efnum. Útgöngubann gæti komið til með að skerða réttindi á borð við atvinnufrelsi sem verndað er í 75.gr. stjskr. sem og félaga- og fundafrelsi sem nýtur verndar 74. gr. stjskr. Af meginreglu refsiréttarins leiðir að gerð ríkari krafa um um skýrleika bann- og refsiheimilda, eftir því sem réttindaskerðingin er meiri. Því er varhugavert að lögfesta almennt orðuð bannákvæði í sóttvarnalög. Marka þarf skýrari stefnu í sóttvarnamálum Varhugavert er að heimila stjórnvöldum að setja á útgöngubann til þess að ná smitfjölda niður, sérstaklega í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um tímalengd aðgerða og raunverulega stefnu stjórnvalda í sóttvarnamálum einkum í ljósi skæðra afleiðinga þeirra, ekki síst á yngri kynslóðina, sem fólk úr öllum áttum samfélagsins hefur stigið fram og bent á. Líta þarf til þess árangurs sem náðst hefur með vægari aðgerðum en þeirri bannstefnu sem felst í ákvæði um útgöngubann og um leið verður að marka skýrari stefnu í sóttvarnamálum, í ljósi þess að rúmir níu mánuðir eru þegar liðnir frá byrjun faraldursins. Því til stuðnings er vísað til álitsgerðar Páls Hreinssonar, þar sem talið er að eftir því sem lengra líður á faraldurinn sé hægt að gera ríkari kröfur til þess að hið opinbera taki ákvarðanir út frá betri og meiri upplýsingum og að aðgerðir verði betur sniðnar að aðstæðum. Ekki lengur fordæmalausir tímar Þó svo að útgöngubann hafi tekið gildi í nágrannaþjóðum okkar skal einnig líta til þess að þörfin til slíks er ef til vill minni hér á landi heldur en í fjölmennari samfélögum. Stjórnvöld þyrftu einnig að spyrja sig hvort brugðist hafi verið of hart við faraldrinum frá byrjun og þá hvort nauðsynlegt sé að lögleiða útgöngubann í ljósi þeirrar reynslu sem hlotist hefur í sóttvarnamálum. Umboðsmaður Alþingis hefur bent stjórnvöldum á að þörf sé á að skjóta styrkari lagastoðum undir og skýra betur heimildir til sóttvarnaaðgerða. Heimdallur fagnar endurskoðun sóttvarnalaganna í samræmi við þessi ummæli en furðar sig á því að ákvæði um útgöngubann sé innleitt í þeirri endurskoðun. Félagið leggst gegn því að ákvæði um útgöngubann verði leitt í lög og hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokks til þess að samþykkja ekki slíka lagasetningu. Höfundur er laganemi og formaður Heimdallar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Á tímum sem þessum er mikilvægt að valdhafar gangi ekki of hart fram gagnvart borgaranum og gæti meðalhófs í sóttvarnaaðgerðum, þar sem afleiðingar þeirra til lengri tíma eru óljósar. Takmarkanir verða að sæta endurskoðun í hvívetna og stjórnvöld þurfa að hlusta eftir ákalli í þjóðfélaginu eftir hnitmiðraðri stefnu í sóttvarnamálum, með þá reynslu sem hlotist hefur í sóttvarnamálum að leiðarljósi. Kveðið er á um útgöngubann í frumvarpi heilbrigðisráðherra til breytinga á sóttvarnalögum. Af því tilefni hefur Heimdallur samþykkt eftirfarandi ályktun: Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokks til að leggjast gegn því að ákvæði um útgöngubann verði lögfest í IV. kafla sóttvarnalaga um opinberar sóttvarnarráðstafanir, líkt og stjórnarfrumvarp heilbrigðisráðherra kveður á um. Slíkt teldist varla í samræmi við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins sem lögfest er í 12. gr. stjórnsýslulaga. Kveður hún á um að stjórnvöld skuli beita eins vægum úrræðum og unnt er, þegar um er að ræða lagasetningu sem er íþyngjandi fyrir borgarana. Í álitsgerð Dr. Páls Hreinssonar, sérfræðings í stjórnsýslurétti, um sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda er fjallað um meðalhófsregluna í tengslum við faraldurinn en þar segir: „Þegar stjórnvöld hafa val um fleiri en eina leið til að ná því markmiði sem að er stefnt með töku ákvörðunar leiðir af meðalhófsreglunni að velja ber það úrræði sem vægast er og að gagni getur komið.” Stíga þarf varlega til jarðar þegar valdhafar heimila stjórnvöldum að skerða stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna og er minnt á meðalhófsreglu í þeim efnum. Útgöngubann gæti komið til með að skerða réttindi á borð við atvinnufrelsi sem verndað er í 75.gr. stjskr. sem og félaga- og fundafrelsi sem nýtur verndar 74. gr. stjskr. Af meginreglu refsiréttarins leiðir að gerð ríkari krafa um um skýrleika bann- og refsiheimilda, eftir því sem réttindaskerðingin er meiri. Því er varhugavert að lögfesta almennt orðuð bannákvæði í sóttvarnalög. Marka þarf skýrari stefnu í sóttvarnamálum Varhugavert er að heimila stjórnvöldum að setja á útgöngubann til þess að ná smitfjölda niður, sérstaklega í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um tímalengd aðgerða og raunverulega stefnu stjórnvalda í sóttvarnamálum einkum í ljósi skæðra afleiðinga þeirra, ekki síst á yngri kynslóðina, sem fólk úr öllum áttum samfélagsins hefur stigið fram og bent á. Líta þarf til þess árangurs sem náðst hefur með vægari aðgerðum en þeirri bannstefnu sem felst í ákvæði um útgöngubann og um leið verður að marka skýrari stefnu í sóttvarnamálum, í ljósi þess að rúmir níu mánuðir eru þegar liðnir frá byrjun faraldursins. Því til stuðnings er vísað til álitsgerðar Páls Hreinssonar, þar sem talið er að eftir því sem lengra líður á faraldurinn sé hægt að gera ríkari kröfur til þess að hið opinbera taki ákvarðanir út frá betri og meiri upplýsingum og að aðgerðir verði betur sniðnar að aðstæðum. Ekki lengur fordæmalausir tímar Þó svo að útgöngubann hafi tekið gildi í nágrannaþjóðum okkar skal einnig líta til þess að þörfin til slíks er ef til vill minni hér á landi heldur en í fjölmennari samfélögum. Stjórnvöld þyrftu einnig að spyrja sig hvort brugðist hafi verið of hart við faraldrinum frá byrjun og þá hvort nauðsynlegt sé að lögleiða útgöngubann í ljósi þeirrar reynslu sem hlotist hefur í sóttvarnamálum. Umboðsmaður Alþingis hefur bent stjórnvöldum á að þörf sé á að skjóta styrkari lagastoðum undir og skýra betur heimildir til sóttvarnaaðgerða. Heimdallur fagnar endurskoðun sóttvarnalaganna í samræmi við þessi ummæli en furðar sig á því að ákvæði um útgöngubann sé innleitt í þeirri endurskoðun. Félagið leggst gegn því að ákvæði um útgöngubann verði leitt í lög og hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokks til þess að samþykkja ekki slíka lagasetningu. Höfundur er laganemi og formaður Heimdallar.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun