Jón Þór: Fyrri hálfleikurinn var ekki boðlegur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2020 20:45 Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins. VÍSIR/VILHELM Þjálfari íslenska landsliðsins tók stigunum þremur í kvöld fegins hendi þrátt fyrir óboðlegan fyrri hálfleik af hálfu íslenska liðsins. Ísland vann góðan 3-1 útisigur á Slóvakíu í undankeppni EM sem fram fer sumarið 2022 í Englandi. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins tók stigunum þremur í kvöld fegins hendi þrátt fyrir óboðlegan fyrri hálfleik af hálfu íslenska liðsins. Jón Þór ræddi við RÚV að leik loknum og sjá má viðtalið við þjálfara íslenska liðsins í heild sinni á íþróttavef RÚV. „Ég er hæst ánægður með sigurinn og stigin þrjú. Við vitum það auðvitað sjálfar að fyrri hálfleikurinn var ekki boðlegur. Hann var sá lélegasti held ég síðan ég tók við þessu liði, hvað varðar allt,“ sagði Jón Þór að leik loknum. Ísland var 1-0 undir í hálfleik og liðið ljósárum frá sínu besta. Annað var upp á teningnum í síðari hálfleik og fór það svo að Ísland vann 3-1 sigur. „Seinni hálfleikurinn var vel spilaður og bara þvílíkur karakter í þessu liði. Baráttan og spilið var allt annað í seinni hálfleik en það var í þeim fyrri. Við kláruðum þennan leik frábærlega sem er þvílíkur karaktersigur,“ sagði þjálfarinn um síðari hálfleik liðsins. „Það sem ég tek jákvætt út úr þessum leik er þessi endurkoma. Hvernig við komum til baka inn í þennan leik og ná að snúa þessu svona rækilega við,“ sagði Jón Þór að endingu. Ísland mætir Ungverjalandi ytra í lokaleik undankeppninnar. Sigur þar gæti tryggt Íslandi þátttöku á lokamóti EM. Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Á ætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26 Sara Björk: Erum einu skrefi nær markmiðinu okkar Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. 26. nóvember 2020 20:20 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Ísland vann góðan 3-1 útisigur á Slóvakíu í undankeppni EM sem fram fer sumarið 2022 í Englandi. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins tók stigunum þremur í kvöld fegins hendi þrátt fyrir óboðlegan fyrri hálfleik af hálfu íslenska liðsins. Jón Þór ræddi við RÚV að leik loknum og sjá má viðtalið við þjálfara íslenska liðsins í heild sinni á íþróttavef RÚV. „Ég er hæst ánægður með sigurinn og stigin þrjú. Við vitum það auðvitað sjálfar að fyrri hálfleikurinn var ekki boðlegur. Hann var sá lélegasti held ég síðan ég tók við þessu liði, hvað varðar allt,“ sagði Jón Þór að leik loknum. Ísland var 1-0 undir í hálfleik og liðið ljósárum frá sínu besta. Annað var upp á teningnum í síðari hálfleik og fór það svo að Ísland vann 3-1 sigur. „Seinni hálfleikurinn var vel spilaður og bara þvílíkur karakter í þessu liði. Baráttan og spilið var allt annað í seinni hálfleik en það var í þeim fyrri. Við kláruðum þennan leik frábærlega sem er þvílíkur karaktersigur,“ sagði þjálfarinn um síðari hálfleik liðsins. „Það sem ég tek jákvætt út úr þessum leik er þessi endurkoma. Hvernig við komum til baka inn í þennan leik og ná að snúa þessu svona rækilega við,“ sagði Jón Þór að endingu. Ísland mætir Ungverjalandi ytra í lokaleik undankeppninnar. Sigur þar gæti tryggt Íslandi þátttöku á lokamóti EM.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Á ætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26 Sara Björk: Erum einu skrefi nær markmiðinu okkar Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. 26. nóvember 2020 20:20 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Á ætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26
Sara Björk: Erum einu skrefi nær markmiðinu okkar Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. 26. nóvember 2020 20:20