Eldingum slegið niður í öflugum éljum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 16:00 Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu í dag. Eldingarnar á myndinni eru þó útlendar og tengjast fréttinni ekki beint. Vísir/getty Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveðri, að sögn veðurfræðings. Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveður, að sögn veðurfræðings. Íbúar á Suðurnesjum hafa heyrt drunur í þrumum nú síðdegis samhliða því að veður versnar. Appelsínugular viðvaranir eru nú í gildi á Breiðafirði, Faxaflóa, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Áður höfðu viðvaranirnar aðeins verið appelsínugular á Breiðafirði og Faxaflóa. Þar hafa þær þegar tekið gildi en taka ekki gildi á hinum stöðunum fyrr en í kvöld. Viðvaranirnar fram eftir kvöldi.Skjáskot/veðurstofan Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að þrumur og eldingar geti fylgt öflugum éljum líkt og nú ganga yfir. Hann segir þau á Veðurstofunni hafa fengið tilkynningu um eina eldingu og þrumur í Reykjanesbæ en sú elding hafi þó ekki mælst á mælum. Tvær eldingar hafa mælst í Borgarfirði. „Í útlöndum þætti þetta mjög ómerkilegt, þar eru oft hundruð eldinga. Eldingin í Keflavík mældist reyndar ekki en þar heyrðist þruma og svo hafa tvær mælst í Borgarfirði, Íslendingum þykir þetta alltaf svolítið merkilegt,“ segir Teitur. „Þetta er til merkis um hvað þau eru öflug þessi él, þar er mikið uppstreymi sem myndar rafhleðslu sem síðan slær niður.“ Veður hefur verið slæmt á suður- og vesturhluta landsins það sem af er degi en hefur nú tekið að versna síðdegis. Teitur segir að veðrið muni ná hámarki á næstu tveimur tímunum og haldast síðan nokkuð stöðugt fram að miðnætti. „Þá slakar á en verður hálfleiðinlegt veður og éljagangur áfram á morgun,“ segir Teitur. Hefur þú náð myndefni af þrumum og eldingum í dag? Sendu okkur póst á ritstjorn@visir.is. Áfram verður fylgst með framgangi veðursins í veðurvaktinni á Vísi í kvöld. Veður Tengdar fréttir Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13 Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveður, að sögn veðurfræðings. Íbúar á Suðurnesjum hafa heyrt drunur í þrumum nú síðdegis samhliða því að veður versnar. Appelsínugular viðvaranir eru nú í gildi á Breiðafirði, Faxaflóa, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Áður höfðu viðvaranirnar aðeins verið appelsínugular á Breiðafirði og Faxaflóa. Þar hafa þær þegar tekið gildi en taka ekki gildi á hinum stöðunum fyrr en í kvöld. Viðvaranirnar fram eftir kvöldi.Skjáskot/veðurstofan Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að þrumur og eldingar geti fylgt öflugum éljum líkt og nú ganga yfir. Hann segir þau á Veðurstofunni hafa fengið tilkynningu um eina eldingu og þrumur í Reykjanesbæ en sú elding hafi þó ekki mælst á mælum. Tvær eldingar hafa mælst í Borgarfirði. „Í útlöndum þætti þetta mjög ómerkilegt, þar eru oft hundruð eldinga. Eldingin í Keflavík mældist reyndar ekki en þar heyrðist þruma og svo hafa tvær mælst í Borgarfirði, Íslendingum þykir þetta alltaf svolítið merkilegt,“ segir Teitur. „Þetta er til merkis um hvað þau eru öflug þessi él, þar er mikið uppstreymi sem myndar rafhleðslu sem síðan slær niður.“ Veður hefur verið slæmt á suður- og vesturhluta landsins það sem af er degi en hefur nú tekið að versna síðdegis. Teitur segir að veðrið muni ná hámarki á næstu tveimur tímunum og haldast síðan nokkuð stöðugt fram að miðnætti. „Þá slakar á en verður hálfleiðinlegt veður og éljagangur áfram á morgun,“ segir Teitur. Hefur þú náð myndefni af þrumum og eldingum í dag? Sendu okkur póst á ritstjorn@visir.is. Áfram verður fylgst með framgangi veðursins í veðurvaktinni á Vísi í kvöld.
Veður Tengdar fréttir Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13 Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59
Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13
Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57