Kórónuveiran hreiðrar um sig hjá Hröfnunum og leikur kvöldsins færður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2020 13:41 Það kom upp hópsmit í herbúðum Baltimore Ravens. Getty/Patrick Smith Ekkert verður að leik Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers sem átti að vera spilaður Í NFL-deildinni í dag og var kvöldleikurinn á Þakkargjörðardaginn. Ekkert verður að leik Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers sem átti að vera spilaður Í NFL-deildinni í dag og var kvöldleikurinn á Þakkargjörðardaginn. Það þarf kannski ekki að koma mikið á óvart að kórónuveiran hafi náð að skapa usla í NFL-deildinni á sjálfan Þakkargjörðardaginn. Það verða því bara tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport í dag en ekki þrír. Þetta er í fyrsta sinn sem Þakkargjörðardagsleikirnir eru sýndir beint í íslensku sjónvarpi. Breaking: The Ravens-Steelers Thanksgiving game has been postponed until Sunday afternoon, the NFL announced. pic.twitter.com/25eE7bXCL8— SportsCenter (@SportsCenter) November 25, 2020 Lokaleikur kvöldsins átti að vera stórleikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers sem er innbyrðis leikur tveggja öflugra liða í AFC Norður. Pittsburgh Steelers hefur unnið fyrstu tíu leiki sína en Baltimore Ravens er með sex sigra í tíu leikjum. Kórónuveiran hefur hreiðrað um sig hjá Hröfnunum og hefur nokkrir leikmenn liðsins þurft að fara í einangrun vegna smita og aðrir hafa síðan þurft að fara í sóttkví vegna návígis við hina. Alls hafa alla vega sjö leikmenn Baltimore Ravens smitast af kórónuveirunni og þeir munu örugglega missa af leiknum þegar hann fer fram á sunnudaginn. Það er aftur á móti meiri líkur á því að leikmenn losni út sóttkví fyrir leikinn komi þeir neikvæðir út úr smitprófum. Leikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers hefur nú verið settur á um miðjan dag á sunnudaginn að íslenskum tíma. Þetta er í annað skiptið sem NFL-deildin hefur þurft að færa til leik Pittsburgh Steelers vegna smita hjá mótherjunum og stjörnuútherjinn og samfélagsstjarnan JuJu Smith-Schuster var ekki alltof sáttur við það að missa af því að spila kvöldleik á Þakkargjörðardeginum. First the NFL takes away our bye week because another team can t get their Covid situation together, now they take away our Thanksgiving primetime game for the same reason. Smh.— JuJu Smith-Schuster (@TeamJuJu) November 25, 2020 Leikirnir sem verða sýndir á Stöð 2 Sport í dag eru annars vegar leikur Detroit Lions og Houston Texans en útsendingin frá honum hefst klukkan 17.25 á Stöð 2 Sport 4 og svo hins vegar leikur Dallas Cowboys og Washington Football Team en útsendingin frá honum hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4. NFL Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Sjá meira
Ekkert verður að leik Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers sem átti að vera spilaður Í NFL-deildinni í dag og var kvöldleikurinn á Þakkargjörðardaginn. Það þarf kannski ekki að koma mikið á óvart að kórónuveiran hafi náð að skapa usla í NFL-deildinni á sjálfan Þakkargjörðardaginn. Það verða því bara tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport í dag en ekki þrír. Þetta er í fyrsta sinn sem Þakkargjörðardagsleikirnir eru sýndir beint í íslensku sjónvarpi. Breaking: The Ravens-Steelers Thanksgiving game has been postponed until Sunday afternoon, the NFL announced. pic.twitter.com/25eE7bXCL8— SportsCenter (@SportsCenter) November 25, 2020 Lokaleikur kvöldsins átti að vera stórleikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers sem er innbyrðis leikur tveggja öflugra liða í AFC Norður. Pittsburgh Steelers hefur unnið fyrstu tíu leiki sína en Baltimore Ravens er með sex sigra í tíu leikjum. Kórónuveiran hefur hreiðrað um sig hjá Hröfnunum og hefur nokkrir leikmenn liðsins þurft að fara í einangrun vegna smita og aðrir hafa síðan þurft að fara í sóttkví vegna návígis við hina. Alls hafa alla vega sjö leikmenn Baltimore Ravens smitast af kórónuveirunni og þeir munu örugglega missa af leiknum þegar hann fer fram á sunnudaginn. Það er aftur á móti meiri líkur á því að leikmenn losni út sóttkví fyrir leikinn komi þeir neikvæðir út úr smitprófum. Leikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers hefur nú verið settur á um miðjan dag á sunnudaginn að íslenskum tíma. Þetta er í annað skiptið sem NFL-deildin hefur þurft að færa til leik Pittsburgh Steelers vegna smita hjá mótherjunum og stjörnuútherjinn og samfélagsstjarnan JuJu Smith-Schuster var ekki alltof sáttur við það að missa af því að spila kvöldleik á Þakkargjörðardeginum. First the NFL takes away our bye week because another team can t get their Covid situation together, now they take away our Thanksgiving primetime game for the same reason. Smh.— JuJu Smith-Schuster (@TeamJuJu) November 25, 2020 Leikirnir sem verða sýndir á Stöð 2 Sport í dag eru annars vegar leikur Detroit Lions og Houston Texans en útsendingin frá honum hefst klukkan 17.25 á Stöð 2 Sport 4 og svo hins vegar leikur Dallas Cowboys og Washington Football Team en útsendingin frá honum hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4.
NFL Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Sjá meira