Kórónuveiran hreiðrar um sig hjá Hröfnunum og leikur kvöldsins færður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2020 13:41 Það kom upp hópsmit í herbúðum Baltimore Ravens. Getty/Patrick Smith Ekkert verður að leik Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers sem átti að vera spilaður Í NFL-deildinni í dag og var kvöldleikurinn á Þakkargjörðardaginn. Ekkert verður að leik Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers sem átti að vera spilaður Í NFL-deildinni í dag og var kvöldleikurinn á Þakkargjörðardaginn. Það þarf kannski ekki að koma mikið á óvart að kórónuveiran hafi náð að skapa usla í NFL-deildinni á sjálfan Þakkargjörðardaginn. Það verða því bara tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport í dag en ekki þrír. Þetta er í fyrsta sinn sem Þakkargjörðardagsleikirnir eru sýndir beint í íslensku sjónvarpi. Breaking: The Ravens-Steelers Thanksgiving game has been postponed until Sunday afternoon, the NFL announced. pic.twitter.com/25eE7bXCL8— SportsCenter (@SportsCenter) November 25, 2020 Lokaleikur kvöldsins átti að vera stórleikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers sem er innbyrðis leikur tveggja öflugra liða í AFC Norður. Pittsburgh Steelers hefur unnið fyrstu tíu leiki sína en Baltimore Ravens er með sex sigra í tíu leikjum. Kórónuveiran hefur hreiðrað um sig hjá Hröfnunum og hefur nokkrir leikmenn liðsins þurft að fara í einangrun vegna smita og aðrir hafa síðan þurft að fara í sóttkví vegna návígis við hina. Alls hafa alla vega sjö leikmenn Baltimore Ravens smitast af kórónuveirunni og þeir munu örugglega missa af leiknum þegar hann fer fram á sunnudaginn. Það er aftur á móti meiri líkur á því að leikmenn losni út sóttkví fyrir leikinn komi þeir neikvæðir út úr smitprófum. Leikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers hefur nú verið settur á um miðjan dag á sunnudaginn að íslenskum tíma. Þetta er í annað skiptið sem NFL-deildin hefur þurft að færa til leik Pittsburgh Steelers vegna smita hjá mótherjunum og stjörnuútherjinn og samfélagsstjarnan JuJu Smith-Schuster var ekki alltof sáttur við það að missa af því að spila kvöldleik á Þakkargjörðardeginum. First the NFL takes away our bye week because another team can t get their Covid situation together, now they take away our Thanksgiving primetime game for the same reason. Smh.— JuJu Smith-Schuster (@TeamJuJu) November 25, 2020 Leikirnir sem verða sýndir á Stöð 2 Sport í dag eru annars vegar leikur Detroit Lions og Houston Texans en útsendingin frá honum hefst klukkan 17.25 á Stöð 2 Sport 4 og svo hins vegar leikur Dallas Cowboys og Washington Football Team en útsendingin frá honum hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4. NFL Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Ekkert verður að leik Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers sem átti að vera spilaður Í NFL-deildinni í dag og var kvöldleikurinn á Þakkargjörðardaginn. Það þarf kannski ekki að koma mikið á óvart að kórónuveiran hafi náð að skapa usla í NFL-deildinni á sjálfan Þakkargjörðardaginn. Það verða því bara tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport í dag en ekki þrír. Þetta er í fyrsta sinn sem Þakkargjörðardagsleikirnir eru sýndir beint í íslensku sjónvarpi. Breaking: The Ravens-Steelers Thanksgiving game has been postponed until Sunday afternoon, the NFL announced. pic.twitter.com/25eE7bXCL8— SportsCenter (@SportsCenter) November 25, 2020 Lokaleikur kvöldsins átti að vera stórleikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers sem er innbyrðis leikur tveggja öflugra liða í AFC Norður. Pittsburgh Steelers hefur unnið fyrstu tíu leiki sína en Baltimore Ravens er með sex sigra í tíu leikjum. Kórónuveiran hefur hreiðrað um sig hjá Hröfnunum og hefur nokkrir leikmenn liðsins þurft að fara í einangrun vegna smita og aðrir hafa síðan þurft að fara í sóttkví vegna návígis við hina. Alls hafa alla vega sjö leikmenn Baltimore Ravens smitast af kórónuveirunni og þeir munu örugglega missa af leiknum þegar hann fer fram á sunnudaginn. Það er aftur á móti meiri líkur á því að leikmenn losni út sóttkví fyrir leikinn komi þeir neikvæðir út úr smitprófum. Leikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers hefur nú verið settur á um miðjan dag á sunnudaginn að íslenskum tíma. Þetta er í annað skiptið sem NFL-deildin hefur þurft að færa til leik Pittsburgh Steelers vegna smita hjá mótherjunum og stjörnuútherjinn og samfélagsstjarnan JuJu Smith-Schuster var ekki alltof sáttur við það að missa af því að spila kvöldleik á Þakkargjörðardeginum. First the NFL takes away our bye week because another team can t get their Covid situation together, now they take away our Thanksgiving primetime game for the same reason. Smh.— JuJu Smith-Schuster (@TeamJuJu) November 25, 2020 Leikirnir sem verða sýndir á Stöð 2 Sport í dag eru annars vegar leikur Detroit Lions og Houston Texans en útsendingin frá honum hefst klukkan 17.25 á Stöð 2 Sport 4 og svo hins vegar leikur Dallas Cowboys og Washington Football Team en útsendingin frá honum hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4.
NFL Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira