Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2020 11:12 Þórólfur Guðnason fór yfir stöðuna á upplýsingafundi almannavarna í morgun. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna sem stendur yfir. Hann segist áhyggjufullur varðandi stöðu mála. Hann hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur að aðgerðum sem taka gildi 2. desember en hann hafði áður boðað vissar afléttingar í þeim tillögum. Hann segir möguleika á því að hann þurfi að endurskoða tillögur sínar fyrir þann tíma í ljósi fleiri samfélagslegra smita undanfarið. Smitstuðull gæti verið á uppleið Ellefu greindust með Covid-19 smit innanlands í gær og voru allir á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins þrír voru í sóttkví við greiningu. Smitum hefur farið fækkandi undanfarnar vikur en svo staðið í stað undanfarna daga. Þórólfur segir vísbendingu um að faraldurinn sé að fara aftur af stað í ljósi fjölgunar í smitum í samfélaginu sem erfitt er að reka. Þá séu vísbendingar í gögnum Háskóla Íslands þess efnis að smitstuðullinn sé að fara aftur upp á við. Nefndi Þórólfur að sum smitanna sem komið hafi upp undanfarið megi rekja til stórra verslunarmiðstöðva. Sömuleiðis til þess að fólk hafi farið óvarlega í veisluhöldum, sérstaklega síðustu helgi. Þá séu dæmi um að fólk fari óvarlega í sóttkví. Hann biðlaði til fólks að fara varlega í allri hópamyndun og huga að smitvörnum. Gæti þurft að enduskoða tillögurnar Nýjar tillögur Þórólfs um aðgerðir sem taka eiga gildi 2. desember hafa verið sendar heilbrigðisráðherra. Hann sagði ekki tímabært að ræða tillögur sínar en bæði Þórólfur og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, höfðu nefnt í viðtölum nýlega að reikna mætti einhverjum tilslökunum 2. desember. Þórólfur sagðist á fundinum í morgun mögulega þurfa að endurskoða tillögur sínar í ljósi nýrra aðstæðna. Töluvert væri um að fólk væri líka að greinast á landamærum. Hann nefndi aðgerðir til skoðunar varðandi sóttkví og einangrun fólks sem komi að utan og þannig lágmarka áhættuna á að fá smit inn í samfélagið. Aðspurður hvort ekki mætti reikna með hörðum aðgerðum fram í janúar sagðist Þórólfur ekki sjá fram í tímann. Hann minnti á að góður árangur hefði náðst. Fjögur hundruð stofnar veirunnar hefðu greinst á landamærum og komið í veg fyrir að kæmust inn í landið. Mikið ákall væri um afléttingu á sama tíma og merki eru um að faraldurinn sé að fara aftur af stað. „Við viljum ekki missa stjórn á faraldrinum aftur,“ segir Þórólfur. Einstaklingsbundnar sóttvarnir séu besta vörnin og skorar hann á landsmenn að standa sig næstu vikur og mánuði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna sem stendur yfir. Hann segist áhyggjufullur varðandi stöðu mála. Hann hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur að aðgerðum sem taka gildi 2. desember en hann hafði áður boðað vissar afléttingar í þeim tillögum. Hann segir möguleika á því að hann þurfi að endurskoða tillögur sínar fyrir þann tíma í ljósi fleiri samfélagslegra smita undanfarið. Smitstuðull gæti verið á uppleið Ellefu greindust með Covid-19 smit innanlands í gær og voru allir á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins þrír voru í sóttkví við greiningu. Smitum hefur farið fækkandi undanfarnar vikur en svo staðið í stað undanfarna daga. Þórólfur segir vísbendingu um að faraldurinn sé að fara aftur af stað í ljósi fjölgunar í smitum í samfélaginu sem erfitt er að reka. Þá séu vísbendingar í gögnum Háskóla Íslands þess efnis að smitstuðullinn sé að fara aftur upp á við. Nefndi Þórólfur að sum smitanna sem komið hafi upp undanfarið megi rekja til stórra verslunarmiðstöðva. Sömuleiðis til þess að fólk hafi farið óvarlega í veisluhöldum, sérstaklega síðustu helgi. Þá séu dæmi um að fólk fari óvarlega í sóttkví. Hann biðlaði til fólks að fara varlega í allri hópamyndun og huga að smitvörnum. Gæti þurft að enduskoða tillögurnar Nýjar tillögur Þórólfs um aðgerðir sem taka eiga gildi 2. desember hafa verið sendar heilbrigðisráðherra. Hann sagði ekki tímabært að ræða tillögur sínar en bæði Þórólfur og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, höfðu nefnt í viðtölum nýlega að reikna mætti einhverjum tilslökunum 2. desember. Þórólfur sagðist á fundinum í morgun mögulega þurfa að endurskoða tillögur sínar í ljósi nýrra aðstæðna. Töluvert væri um að fólk væri líka að greinast á landamærum. Hann nefndi aðgerðir til skoðunar varðandi sóttkví og einangrun fólks sem komi að utan og þannig lágmarka áhættuna á að fá smit inn í samfélagið. Aðspurður hvort ekki mætti reikna með hörðum aðgerðum fram í janúar sagðist Þórólfur ekki sjá fram í tímann. Hann minnti á að góður árangur hefði náðst. Fjögur hundruð stofnar veirunnar hefðu greinst á landamærum og komið í veg fyrir að kæmust inn í landið. Mikið ákall væri um afléttingu á sama tíma og merki eru um að faraldurinn sé að fara aftur af stað. „Við viljum ekki missa stjórn á faraldrinum aftur,“ segir Þórólfur. Einstaklingsbundnar sóttvarnir séu besta vörnin og skorar hann á landsmenn að standa sig næstu vikur og mánuði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira