Frá Íslandsmeistaraliði 2015 í frelsissviptingu í Amsterdam 2020 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. nóvember 2020 11:05 Sigurður Gísli Snorrason í leik með Þrótti í Vogum í sumar. facebook-síða þróttar í vogum Fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Snorrason segist hafa verið neyddur til að ræna apótek í Amsterdam fyrr á þessu ári. Sigurður Gísli Snorrason var einn efnilegasti leikmaður Íslandsmeistaraliðs FH árið 2015. Fimm árum síðar gekk hann inn í apótek í Amsterdam vopnaður byssu. „Þarna er ég í miklu rugli og kominn í mjög slæman félagsskap,“ segir Sigurður sem ræddi hæðir og lægðir í hlaðvarpinu Miðjunni á Fótbolti.net. Í febrúar á þessu ári fjallaði Vísir um Íslending á þrítugsaldri sem mætti vopnaður byssu í apótek í Amsterdam, höfuðborg Hollands, og var í kjölfarið handtekinn. Umræddur Íslendingur var Sigurður. Sigurður, sem er 25 ára, var efnilegur fótboltamaður og lék tvo leiki með FH þegar liðið varð Íslandsmeistari 2015. Undanfarin ár hefur hann leikið í neðri deildunum, m.a. með ÍR og Kórdrengjum og nú síðast Þrótti í Vogum. Sigurður var í mikilli neyslu og náði botninum endanlega fyrr á þessu ári. „Þarna er ég í miklu rugli og kominn í mjög slæman félagsskap. Ég á að fara þarna út og það klúðrast svakalega. Það eru margar sögur í gangi og ég veit ekki hvað ég er búinn að heyra margar sögur af því hvað gerðist þarna úti hjá mér. Engin af þeim er rétt og allt þetta slúður sem er í gangi er algjör steypa,“ sagði Sigurður. „Ég lendi í svokallaðri frelsissviptingu í 36 tíma. Ég hef aldrei verið jafn hræddur á ævinni um líf mitt og hélt ég myndi deyja þarna. Síðan er ég neyddur til að ræna apótek.“ Sigurður segist hafa verið ánægður að hafa verið fenginn í það verkefni því þá myndi hann sleppa úr prísundinni. Hann fékk byssu og átti að ræna apótekið en segist aldrei hafa ætlað að gera það. „Það er ekkert sjálfsagt að gera það ekki því undir svona kringumstæðum verður maður rosalega hræddur og þú stjórnar engu. Ég náði að sleppa því og annars þá værum við ekki að tala saman hér. Ég hugsaði bara: hvern andskotann ertu búinn að koma þér út í Siggi?“ sagði Sigurður og bætti við að hann hafi verið rifbeinsbrotinn á meðan frelsissviptingunni stóð. Í apótekinu lagði Sigurður byssuna á borðið og var í kjölfarið handtekinn. Hann var yfirheyrður og sat í fangaklefa í þrjá daga áður en honum var sleppt. Móðir hans og frændi sóttu hann svo til Amsterdam. Í kjölfarið á atburðunum í Amsterdam fór Sigurður í meðferð í Krýsuvík í tvo mánuði. Hann segir að síðustu mánuðir hafi verið góðir og hann sé á miklu betri stað í dag. Sigurður var fastamaður hjá Þrótti V. í sumar en liðið var nálægt því að fara upp í Lengjudeildina. Hann segist eiga sér þann draum að spila aftur einn daginn með FH. Hlusta má á Miðjuna með því að smella hér. Íslenski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Sigurður Gísli Snorrason var einn efnilegasti leikmaður Íslandsmeistaraliðs FH árið 2015. Fimm árum síðar gekk hann inn í apótek í Amsterdam vopnaður byssu. „Þarna er ég í miklu rugli og kominn í mjög slæman félagsskap,“ segir Sigurður sem ræddi hæðir og lægðir í hlaðvarpinu Miðjunni á Fótbolti.net. Í febrúar á þessu ári fjallaði Vísir um Íslending á þrítugsaldri sem mætti vopnaður byssu í apótek í Amsterdam, höfuðborg Hollands, og var í kjölfarið handtekinn. Umræddur Íslendingur var Sigurður. Sigurður, sem er 25 ára, var efnilegur fótboltamaður og lék tvo leiki með FH þegar liðið varð Íslandsmeistari 2015. Undanfarin ár hefur hann leikið í neðri deildunum, m.a. með ÍR og Kórdrengjum og nú síðast Þrótti í Vogum. Sigurður var í mikilli neyslu og náði botninum endanlega fyrr á þessu ári. „Þarna er ég í miklu rugli og kominn í mjög slæman félagsskap. Ég á að fara þarna út og það klúðrast svakalega. Það eru margar sögur í gangi og ég veit ekki hvað ég er búinn að heyra margar sögur af því hvað gerðist þarna úti hjá mér. Engin af þeim er rétt og allt þetta slúður sem er í gangi er algjör steypa,“ sagði Sigurður. „Ég lendi í svokallaðri frelsissviptingu í 36 tíma. Ég hef aldrei verið jafn hræddur á ævinni um líf mitt og hélt ég myndi deyja þarna. Síðan er ég neyddur til að ræna apótek.“ Sigurður segist hafa verið ánægður að hafa verið fenginn í það verkefni því þá myndi hann sleppa úr prísundinni. Hann fékk byssu og átti að ræna apótekið en segist aldrei hafa ætlað að gera það. „Það er ekkert sjálfsagt að gera það ekki því undir svona kringumstæðum verður maður rosalega hræddur og þú stjórnar engu. Ég náði að sleppa því og annars þá værum við ekki að tala saman hér. Ég hugsaði bara: hvern andskotann ertu búinn að koma þér út í Siggi?“ sagði Sigurður og bætti við að hann hafi verið rifbeinsbrotinn á meðan frelsissviptingunni stóð. Í apótekinu lagði Sigurður byssuna á borðið og var í kjölfarið handtekinn. Hann var yfirheyrður og sat í fangaklefa í þrjá daga áður en honum var sleppt. Móðir hans og frændi sóttu hann svo til Amsterdam. Í kjölfarið á atburðunum í Amsterdam fór Sigurður í meðferð í Krýsuvík í tvo mánuði. Hann segir að síðustu mánuðir hafi verið góðir og hann sé á miklu betri stað í dag. Sigurður var fastamaður hjá Þrótti V. í sumar en liðið var nálægt því að fara upp í Lengjudeildina. Hann segist eiga sér þann draum að spila aftur einn daginn með FH. Hlusta má á Miðjuna með því að smella hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira