Tuttugastiogfimmti nóvember er svartur dagur í sögu fótboltans en þá létust tveir af bestu leikmönnum allra tíma, Diego Maradona og George Best.
Maradona lést á heimili sínu í Tigre í Búenos Aíres í gær, sextugur að aldri. Hann féll frá á sama degi og Best árið 2005. Norður-Írinn var þá 59 ára.
Maradona og Best eru tveir af hæfileikaríkustu leikmönnum fótboltasögunnar og náðu ótrúlegum hæðum inni á vellinum.
Þeir voru hins vegar báðir breyskir, áttu í vandræðum utan vallar og lentu í klóm fíknarinnar.
Þess má einnig geta að góðvinur Maradonas, Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu, lést einnig 25. nóvember 2016, þá níræður að aldri.