Tvö NFL-lið spila alltaf á Þakkargjörðar-deginum og nú í fyrsta sinn í beinni hér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 15:00 Stuðningsmaður Dallas Cowboys með hatt við hæfi. Getty/Wesley Hitt Þakkargjörðarhátíðin er haldin hátíðleg á morgun í Bandaríkjunum og ríkur þáttur í henni er að skella sér í sófann og horfa á einn NFL leik eða fleiri. Tvö lið í NFL-deildinni fá aldrei frí á þessum mikla hátíðisdegi í Bandaríkjunum. Eins og NBA-deildin í körfubolta á Jóladaginn skuldlausan þá á NFL-deildin Þakkargjörðardaginn. Rík hefð er fyrir því að Bandaríkjamenn éti yfir sig af kalkún og með því á Þakkargjörðardeginum og horfi á amerískan fótbolta í sjónvarpinu. Þetta þýðir að margir leikmenn í NFL-deildinni fá ekki frí til að eyða Þakkargjarðarhátíðinni með sinni fjölskyldu. Það er sérstaklega slæmt fyrir þá sem eyða öllum ferli sínum með liðum Detroit Lions eða Dallas Cowboys. Detroit Lions hefur spilað heimaleik á öllum Þakkargjörðarhátíðum síðan 1934 og Dallas Cowboys hefur átt heimaleik á þessum degi síðan 1966 með tveimur undantekningum (1975 og 1977). Deshaun vs. Stafford on Thanksgiving! #WeAreTexans | #OnePride : #HOUvsDET -- Thursday 12:30pm ET on CBS : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/SUMPSGIQOd— NFL (@NFL) November 25, 2020 Þetta voru vanalega einu tveir leikirnir á þessum degi en frá árinu 2006 þá hefur einnig farið fram kvöldleikur á þessum fimmtudegi. Hér áður fyrr fóru aðeins fram NFL-leikir á sunnudögum fyrir utan þessa leiki á Þakkargjörðardeginum en síðan hafa bæst við leikir á fimmtudagskvöldum og mánudagskvöldum. Lykilatriðið á bak við það að lið Detroit Lions spilar alltaf á þessum degi var að eiganda félagsins á fjórða áratug síðustu aldar, George A. Richards, tókst þá að selja réttinn af leiknum til NBC en hann átti þá útvarpsstöð sem var hluti af NBC samsteypunni. Dallas Cowboys fór að spila heimaleiki á þessum degi aðeins sex árum eftir stofnun félagsins. Eigandi félagsins sá þá mikið tækifæri í því að koma leik í sjónvarpið þegar ekkert annað var í gangi. Þetta hjálpaði líka við að koma Dallas Cowboys á kortið en í dag er það eitt allra vinsælasta íþróttafélag Bandaríkjanna. Here's why the Cowboys always play on Thanksgiving, explained https://t.co/0Me21rKD2n pic.twitter.com/ejl5Dp3RTE— Sporting News NFL (@sn_nfl) November 25, 2020 Frá árinu 1978 hafa alltaf farið fram leikir í Detroit og Dallas á Þakkargjörðardeginum og svo er einnig í ár. Nú verða þessir leikir sýndir í fyrsta sinn í beinni útsendingu í íslensku sjónvarpi. Leikirnir í ár eru annars vegar leikur Detroit Lions og Houston Texans en útsendingin frá honum hefst klukkan 17.25 á Stöð 2 Sport 4 á morgun og svo hins vegar leikur Dallas Cowboys og Washington Football Team en útsendingin frá honum hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4. Þriðji og síðasta leikurinn í beinni á Stöð 2 Sportstöðvunum er síðan leikur Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens sem hefst klukkan 1.15 eftir miðnætti. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjá meira
Þakkargjörðarhátíðin er haldin hátíðleg á morgun í Bandaríkjunum og ríkur þáttur í henni er að skella sér í sófann og horfa á einn NFL leik eða fleiri. Tvö lið í NFL-deildinni fá aldrei frí á þessum mikla hátíðisdegi í Bandaríkjunum. Eins og NBA-deildin í körfubolta á Jóladaginn skuldlausan þá á NFL-deildin Þakkargjörðardaginn. Rík hefð er fyrir því að Bandaríkjamenn éti yfir sig af kalkún og með því á Þakkargjörðardeginum og horfi á amerískan fótbolta í sjónvarpinu. Þetta þýðir að margir leikmenn í NFL-deildinni fá ekki frí til að eyða Þakkargjarðarhátíðinni með sinni fjölskyldu. Það er sérstaklega slæmt fyrir þá sem eyða öllum ferli sínum með liðum Detroit Lions eða Dallas Cowboys. Detroit Lions hefur spilað heimaleik á öllum Þakkargjörðarhátíðum síðan 1934 og Dallas Cowboys hefur átt heimaleik á þessum degi síðan 1966 með tveimur undantekningum (1975 og 1977). Deshaun vs. Stafford on Thanksgiving! #WeAreTexans | #OnePride : #HOUvsDET -- Thursday 12:30pm ET on CBS : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/SUMPSGIQOd— NFL (@NFL) November 25, 2020 Þetta voru vanalega einu tveir leikirnir á þessum degi en frá árinu 2006 þá hefur einnig farið fram kvöldleikur á þessum fimmtudegi. Hér áður fyrr fóru aðeins fram NFL-leikir á sunnudögum fyrir utan þessa leiki á Þakkargjörðardeginum en síðan hafa bæst við leikir á fimmtudagskvöldum og mánudagskvöldum. Lykilatriðið á bak við það að lið Detroit Lions spilar alltaf á þessum degi var að eiganda félagsins á fjórða áratug síðustu aldar, George A. Richards, tókst þá að selja réttinn af leiknum til NBC en hann átti þá útvarpsstöð sem var hluti af NBC samsteypunni. Dallas Cowboys fór að spila heimaleiki á þessum degi aðeins sex árum eftir stofnun félagsins. Eigandi félagsins sá þá mikið tækifæri í því að koma leik í sjónvarpið þegar ekkert annað var í gangi. Þetta hjálpaði líka við að koma Dallas Cowboys á kortið en í dag er það eitt allra vinsælasta íþróttafélag Bandaríkjanna. Here's why the Cowboys always play on Thanksgiving, explained https://t.co/0Me21rKD2n pic.twitter.com/ejl5Dp3RTE— Sporting News NFL (@sn_nfl) November 25, 2020 Frá árinu 1978 hafa alltaf farið fram leikir í Detroit og Dallas á Þakkargjörðardeginum og svo er einnig í ár. Nú verða þessir leikir sýndir í fyrsta sinn í beinni útsendingu í íslensku sjónvarpi. Leikirnir í ár eru annars vegar leikur Detroit Lions og Houston Texans en útsendingin frá honum hefst klukkan 17.25 á Stöð 2 Sport 4 á morgun og svo hins vegar leikur Dallas Cowboys og Washington Football Team en útsendingin frá honum hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4. Þriðji og síðasta leikurinn í beinni á Stöð 2 Sportstöðvunum er síðan leikur Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens sem hefst klukkan 1.15 eftir miðnætti. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjá meira