Tvö NFL-lið spila alltaf á Þakkargjörðar-deginum og nú í fyrsta sinn í beinni hér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 15:00 Stuðningsmaður Dallas Cowboys með hatt við hæfi. Getty/Wesley Hitt Þakkargjörðarhátíðin er haldin hátíðleg á morgun í Bandaríkjunum og ríkur þáttur í henni er að skella sér í sófann og horfa á einn NFL leik eða fleiri. Tvö lið í NFL-deildinni fá aldrei frí á þessum mikla hátíðisdegi í Bandaríkjunum. Eins og NBA-deildin í körfubolta á Jóladaginn skuldlausan þá á NFL-deildin Þakkargjörðardaginn. Rík hefð er fyrir því að Bandaríkjamenn éti yfir sig af kalkún og með því á Þakkargjörðardeginum og horfi á amerískan fótbolta í sjónvarpinu. Þetta þýðir að margir leikmenn í NFL-deildinni fá ekki frí til að eyða Þakkargjarðarhátíðinni með sinni fjölskyldu. Það er sérstaklega slæmt fyrir þá sem eyða öllum ferli sínum með liðum Detroit Lions eða Dallas Cowboys. Detroit Lions hefur spilað heimaleik á öllum Þakkargjörðarhátíðum síðan 1934 og Dallas Cowboys hefur átt heimaleik á þessum degi síðan 1966 með tveimur undantekningum (1975 og 1977). Deshaun vs. Stafford on Thanksgiving! #WeAreTexans | #OnePride : #HOUvsDET -- Thursday 12:30pm ET on CBS : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/SUMPSGIQOd— NFL (@NFL) November 25, 2020 Þetta voru vanalega einu tveir leikirnir á þessum degi en frá árinu 2006 þá hefur einnig farið fram kvöldleikur á þessum fimmtudegi. Hér áður fyrr fóru aðeins fram NFL-leikir á sunnudögum fyrir utan þessa leiki á Þakkargjörðardeginum en síðan hafa bæst við leikir á fimmtudagskvöldum og mánudagskvöldum. Lykilatriðið á bak við það að lið Detroit Lions spilar alltaf á þessum degi var að eiganda félagsins á fjórða áratug síðustu aldar, George A. Richards, tókst þá að selja réttinn af leiknum til NBC en hann átti þá útvarpsstöð sem var hluti af NBC samsteypunni. Dallas Cowboys fór að spila heimaleiki á þessum degi aðeins sex árum eftir stofnun félagsins. Eigandi félagsins sá þá mikið tækifæri í því að koma leik í sjónvarpið þegar ekkert annað var í gangi. Þetta hjálpaði líka við að koma Dallas Cowboys á kortið en í dag er það eitt allra vinsælasta íþróttafélag Bandaríkjanna. Here's why the Cowboys always play on Thanksgiving, explained https://t.co/0Me21rKD2n pic.twitter.com/ejl5Dp3RTE— Sporting News NFL (@sn_nfl) November 25, 2020 Frá árinu 1978 hafa alltaf farið fram leikir í Detroit og Dallas á Þakkargjörðardeginum og svo er einnig í ár. Nú verða þessir leikir sýndir í fyrsta sinn í beinni útsendingu í íslensku sjónvarpi. Leikirnir í ár eru annars vegar leikur Detroit Lions og Houston Texans en útsendingin frá honum hefst klukkan 17.25 á Stöð 2 Sport 4 á morgun og svo hins vegar leikur Dallas Cowboys og Washington Football Team en útsendingin frá honum hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4. Þriðji og síðasta leikurinn í beinni á Stöð 2 Sportstöðvunum er síðan leikur Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens sem hefst klukkan 1.15 eftir miðnætti. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sjá meira
Þakkargjörðarhátíðin er haldin hátíðleg á morgun í Bandaríkjunum og ríkur þáttur í henni er að skella sér í sófann og horfa á einn NFL leik eða fleiri. Tvö lið í NFL-deildinni fá aldrei frí á þessum mikla hátíðisdegi í Bandaríkjunum. Eins og NBA-deildin í körfubolta á Jóladaginn skuldlausan þá á NFL-deildin Þakkargjörðardaginn. Rík hefð er fyrir því að Bandaríkjamenn éti yfir sig af kalkún og með því á Þakkargjörðardeginum og horfi á amerískan fótbolta í sjónvarpinu. Þetta þýðir að margir leikmenn í NFL-deildinni fá ekki frí til að eyða Þakkargjarðarhátíðinni með sinni fjölskyldu. Það er sérstaklega slæmt fyrir þá sem eyða öllum ferli sínum með liðum Detroit Lions eða Dallas Cowboys. Detroit Lions hefur spilað heimaleik á öllum Þakkargjörðarhátíðum síðan 1934 og Dallas Cowboys hefur átt heimaleik á þessum degi síðan 1966 með tveimur undantekningum (1975 og 1977). Deshaun vs. Stafford on Thanksgiving! #WeAreTexans | #OnePride : #HOUvsDET -- Thursday 12:30pm ET on CBS : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/SUMPSGIQOd— NFL (@NFL) November 25, 2020 Þetta voru vanalega einu tveir leikirnir á þessum degi en frá árinu 2006 þá hefur einnig farið fram kvöldleikur á þessum fimmtudegi. Hér áður fyrr fóru aðeins fram NFL-leikir á sunnudögum fyrir utan þessa leiki á Þakkargjörðardeginum en síðan hafa bæst við leikir á fimmtudagskvöldum og mánudagskvöldum. Lykilatriðið á bak við það að lið Detroit Lions spilar alltaf á þessum degi var að eiganda félagsins á fjórða áratug síðustu aldar, George A. Richards, tókst þá að selja réttinn af leiknum til NBC en hann átti þá útvarpsstöð sem var hluti af NBC samsteypunni. Dallas Cowboys fór að spila heimaleiki á þessum degi aðeins sex árum eftir stofnun félagsins. Eigandi félagsins sá þá mikið tækifæri í því að koma leik í sjónvarpið þegar ekkert annað var í gangi. Þetta hjálpaði líka við að koma Dallas Cowboys á kortið en í dag er það eitt allra vinsælasta íþróttafélag Bandaríkjanna. Here's why the Cowboys always play on Thanksgiving, explained https://t.co/0Me21rKD2n pic.twitter.com/ejl5Dp3RTE— Sporting News NFL (@sn_nfl) November 25, 2020 Frá árinu 1978 hafa alltaf farið fram leikir í Detroit og Dallas á Þakkargjörðardeginum og svo er einnig í ár. Nú verða þessir leikir sýndir í fyrsta sinn í beinni útsendingu í íslensku sjónvarpi. Leikirnir í ár eru annars vegar leikur Detroit Lions og Houston Texans en útsendingin frá honum hefst klukkan 17.25 á Stöð 2 Sport 4 á morgun og svo hins vegar leikur Dallas Cowboys og Washington Football Team en útsendingin frá honum hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4. Þriðji og síðasta leikurinn í beinni á Stöð 2 Sportstöðvunum er síðan leikur Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens sem hefst klukkan 1.15 eftir miðnætti. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti