Samdráttur ekki meiri í 300 ár: Segir efnahagslegt neyðarástand Bretlands rétt að hefjast Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2020 14:50 Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands. AP/Kirsty Wigglesworth Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, segir útlit fyrir að efnahagur sambandsríkisins muni minnka um 11,3 prósent á þessu ári. Efnahagssamdráttur hefur ekki verið svo mikill í Bretlandi í minnst 300 ár og er ekki búist við að hagkerfið nái aftur sömu stærð fyrr en árið 2022. „Efnahagslegt neyðarástand okkar er bara rétt að hefjast,“ sagði Sunak á þingi í dag. Hann sagði einnig að ríkið hefði auki skuldir sínar verulega að undanförnu. Bara á þessu ári væri um að ræða um 19 prósent af vergri landsframleiðslu og það sagði Sunak nauðsynlegt til að styðja við hagkerfið. Annars yrði bataferlið mun lengra og erfiðara. Um 2025-26 er áætlað að skuldir ríkisins muni samsvara um 97,5 prósentum af vergri landsframleiðslu Bretlands, samkvæmt frétt Sky News. Þá er búist við því að atvinnuleysi munni ná hámarki á öðrum ársfjórðungi næsta árs og þá verði það um 7,5 prósent. Það þýðir að 2,6 milljónir manna verða atvinnulausir. "Even with growth returning, our output is not expected to return to pre-crisis levels until the fourth quarter of 2022."@RishiSunak says the OBR forecast the economy will contract this year by 11.3% - the largest fall in output for more than 300 years.https://t.co/3OmqktNC5h pic.twitter.com/JSEEpDJo4D— Sky News (@SkyNews) November 25, 2020 Spár þessar eru þó skárri en spár frá því í sumar. Sunak sagði að þegar væri ríkið búið að verja um 280 milljörðum punda til að halda hagkerfinu gangandi og til stæði að verja um 55 milljörðum á næsta ári. Það fjármagn mun að miklu leiti snúa að verkefnum sem ætlað er að hjálpa atvinnulausum að finna vinnu, samkvæmt frétt BBC. Ráðherrann sagði að búið væri að frysta launahækkanir opinberra starfsmanna, nema hjúkrunarfræðinga, lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Hann gaf einnig til kynna að skattahækkanir eða frekari niðurskurður kæmi til greina þegar hann sagði að forsvarsmenn ríkisins bæru þá ábyrgð að snú aftur til ábyrgs ríkisreksturs, þegar hagkerfið jafni sig. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, segir útlit fyrir að efnahagur sambandsríkisins muni minnka um 11,3 prósent á þessu ári. Efnahagssamdráttur hefur ekki verið svo mikill í Bretlandi í minnst 300 ár og er ekki búist við að hagkerfið nái aftur sömu stærð fyrr en árið 2022. „Efnahagslegt neyðarástand okkar er bara rétt að hefjast,“ sagði Sunak á þingi í dag. Hann sagði einnig að ríkið hefði auki skuldir sínar verulega að undanförnu. Bara á þessu ári væri um að ræða um 19 prósent af vergri landsframleiðslu og það sagði Sunak nauðsynlegt til að styðja við hagkerfið. Annars yrði bataferlið mun lengra og erfiðara. Um 2025-26 er áætlað að skuldir ríkisins muni samsvara um 97,5 prósentum af vergri landsframleiðslu Bretlands, samkvæmt frétt Sky News. Þá er búist við því að atvinnuleysi munni ná hámarki á öðrum ársfjórðungi næsta árs og þá verði það um 7,5 prósent. Það þýðir að 2,6 milljónir manna verða atvinnulausir. "Even with growth returning, our output is not expected to return to pre-crisis levels until the fourth quarter of 2022."@RishiSunak says the OBR forecast the economy will contract this year by 11.3% - the largest fall in output for more than 300 years.https://t.co/3OmqktNC5h pic.twitter.com/JSEEpDJo4D— Sky News (@SkyNews) November 25, 2020 Spár þessar eru þó skárri en spár frá því í sumar. Sunak sagði að þegar væri ríkið búið að verja um 280 milljörðum punda til að halda hagkerfinu gangandi og til stæði að verja um 55 milljörðum á næsta ári. Það fjármagn mun að miklu leiti snúa að verkefnum sem ætlað er að hjálpa atvinnulausum að finna vinnu, samkvæmt frétt BBC. Ráðherrann sagði að búið væri að frysta launahækkanir opinberra starfsmanna, nema hjúkrunarfræðinga, lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Hann gaf einnig til kynna að skattahækkanir eða frekari niðurskurður kæmi til greina þegar hann sagði að forsvarsmenn ríkisins bæru þá ábyrgð að snú aftur til ábyrgs ríkisreksturs, þegar hagkerfið jafni sig.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent