Saga Tryggva eiginlega sama sagan og í myndinni „The Air Up There“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 14:01 Tryggvi Snær Hlinason við Svartárvatn rétt frá æskuheimili sínu í Bárðardalnum. Skjámynd/S2 Tryggvi Snær Hlinason verður í eldlínunni á morgun þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar á móti Lúxemborg í forkeppni fyrir HM 202. Á dögunum sýndi sjónvarpsmaðurinn Kristján Már Unnarsson þátt sinn „Um land allt“ þar sem hann heimsótti íslenska landsliðsmiðherjann á sínar heimaslóðir í Svartárkoti i Bárðardal sem er næsthæsta byggða ból landsins. Domino´s Körfuboltakvöld fékk að sýna frá viðtalinu við Tryggva Snæ í þættinum og þá sérstaklega þegar kappinn talaði um helstu leikstaði sína í æskunni. Kristján Már hitti Tryggva þar sem hann var í stuttu sumarfríi frá atvinnumennskunni á Spáni. Hann spurði Tryggvi hvar honum hafi fundist skemmtilegast að leika sér í æsku. Tryggvi sýndi Kristjáni þá Svartárvatn og lónið við útfall þess í Svartá. „Vatnið var leikvöllurinn og það eru margar sögur af þessu vatni,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason við Kristján Már Unnarsson. „Ég nota hvert tækifæri til að fara í vatnið og maður hefur oft lent í því að detta. Bara í gær var ég að leika mér aðeins og hrundi ofan í vatnið. Þau dóu úr hlátri sem voru í bátnum. Það er bara gaman af því og minningarnar frá þessu vatni eru endalausar,“ sagði Tryggvi Snær. „Það er mjög mikið sport að hoppa hér fram af brúnni og synda undir hana og í land hérna megin,“ sagði Tryggvi. Kjartan Atli Kjartansson tók við boltanum eftir innslagið og ræddi Tryggva við sérfræðinga sína í þættinum sem voru þeir Teitur Örlygsson og Hermann Hauksson. „Þetta minnir mig á mynd. Munið eftir myndinni ‚The Air Up There' með Kevin Bacon þegar hann fann einhvern leikmann í Afríku. Þetta er eiginlega saman sagan nema hún er á Norðurlandi,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. Kjartan Atli, Hermann og Teitur fóru síðan betur yfir sögu Tryggva sem má sjá í innslaginu hér fyrir neðan. Andstæðingar íslenska landsliðsins hafa sérstakar áhyggjur af Tryggvi Snæ Hlinasyni fyrir leikina tvo í þessari undankeppni enda var hann frábær í leikjum liðsins í febrúar. Tryggvi Snær var þá með 21,0 stig, 14,5 fráköst og 5,5 varin skot á meðaltali í tveimur leikjum íslenska liðsins á móti Slóvakíu og Kósóvó. Hér fyrir neðan má sjá myndbrotið úr þættinum um Tryggva sem og umræðuna um kappann í Körfuboltakvöldinu. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Heimsókn til Tryggva í Svartárkot Körfubolti Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason verður í eldlínunni á morgun þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar á móti Lúxemborg í forkeppni fyrir HM 202. Á dögunum sýndi sjónvarpsmaðurinn Kristján Már Unnarsson þátt sinn „Um land allt“ þar sem hann heimsótti íslenska landsliðsmiðherjann á sínar heimaslóðir í Svartárkoti i Bárðardal sem er næsthæsta byggða ból landsins. Domino´s Körfuboltakvöld fékk að sýna frá viðtalinu við Tryggva Snæ í þættinum og þá sérstaklega þegar kappinn talaði um helstu leikstaði sína í æskunni. Kristján Már hitti Tryggva þar sem hann var í stuttu sumarfríi frá atvinnumennskunni á Spáni. Hann spurði Tryggvi hvar honum hafi fundist skemmtilegast að leika sér í æsku. Tryggvi sýndi Kristjáni þá Svartárvatn og lónið við útfall þess í Svartá. „Vatnið var leikvöllurinn og það eru margar sögur af þessu vatni,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason við Kristján Már Unnarsson. „Ég nota hvert tækifæri til að fara í vatnið og maður hefur oft lent í því að detta. Bara í gær var ég að leika mér aðeins og hrundi ofan í vatnið. Þau dóu úr hlátri sem voru í bátnum. Það er bara gaman af því og minningarnar frá þessu vatni eru endalausar,“ sagði Tryggvi Snær. „Það er mjög mikið sport að hoppa hér fram af brúnni og synda undir hana og í land hérna megin,“ sagði Tryggvi. Kjartan Atli Kjartansson tók við boltanum eftir innslagið og ræddi Tryggva við sérfræðinga sína í þættinum sem voru þeir Teitur Örlygsson og Hermann Hauksson. „Þetta minnir mig á mynd. Munið eftir myndinni ‚The Air Up There' með Kevin Bacon þegar hann fann einhvern leikmann í Afríku. Þetta er eiginlega saman sagan nema hún er á Norðurlandi,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. Kjartan Atli, Hermann og Teitur fóru síðan betur yfir sögu Tryggva sem má sjá í innslaginu hér fyrir neðan. Andstæðingar íslenska landsliðsins hafa sérstakar áhyggjur af Tryggvi Snæ Hlinasyni fyrir leikina tvo í þessari undankeppni enda var hann frábær í leikjum liðsins í febrúar. Tryggvi Snær var þá með 21,0 stig, 14,5 fráköst og 5,5 varin skot á meðaltali í tveimur leikjum íslenska liðsins á móti Slóvakíu og Kósóvó. Hér fyrir neðan má sjá myndbrotið úr þættinum um Tryggva sem og umræðuna um kappann í Körfuboltakvöldinu. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Heimsókn til Tryggva í Svartárkot
Körfubolti Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira