„Þetta verður ekki þriðja kjörtímabil Obama“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 08:26 Joe Biden tekur við stjórnartaumunum í Hvíta húsinu þann 20. janúar næstkomandi. Getty/Mark Makela Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir að komandi kjörtímabil hans í Hvíta húsinu verði „ekki þriðja kjörtímabil Obama.“ Hann lofar því að ríkisstjórn hans endurspegli bandarísku þjóðina sem og Demókrataflokkinn. Þetta kom fram í viðtali sem Lester Holt, fréttamaður NBC, tók við Biden í gærkvöldi en um var að ræða fyrsta viðtalið sem Biden veitir síðan hann var kjörinn forseti í byrjun nóvember. Biden hefur undanfarna daga kynnt þá sem munu taka sæti í ríkisstjórn hans en þar má finna allnokkra sem voru áberandi þegar Barack Obama gegndi embætti forseta. Holt spurði Biden hvað hann segði við þá sem veltu því fyrir sér hvort hann væri ekki bara að búa til þriðja kjörtímabil Obama. „Þetta verður ekki þriðja kjörtímabil Obama. Við stöndum frammi fyrir allt öðrum veruleika en við gerðum undir Obama-Biden. Trump forseti hefur breytt landslaginu,“ sagði Biden. Þá lýsti hann því markmiði að ríkisstjórnin endurspegli allt litróf bandarísku þjóðarinnar og allt litróf Demókrataflokksins. Aðspurður hvort hann myndi íhuga að skipa jafnvel Repúblikana sem hefði kosið Donald Trump svaraði Biden játandi. „Ég vil að þessi þjóð verði sameinuð,“ sagði hann. Þótt Trump hafi ekki enn viðurkennt ósigur hófst valdaskiptaferlið formlega í vikunni. Biden sagði starfslið Trumps hafa verið „einlægt“ í sinni vinnu við ferlið. „Þetta hefur ekki verið slæmt hingað til og ég býst ekki við að það verði það,“ sagði Biden. Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Barack Obama Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir að komandi kjörtímabil hans í Hvíta húsinu verði „ekki þriðja kjörtímabil Obama.“ Hann lofar því að ríkisstjórn hans endurspegli bandarísku þjóðina sem og Demókrataflokkinn. Þetta kom fram í viðtali sem Lester Holt, fréttamaður NBC, tók við Biden í gærkvöldi en um var að ræða fyrsta viðtalið sem Biden veitir síðan hann var kjörinn forseti í byrjun nóvember. Biden hefur undanfarna daga kynnt þá sem munu taka sæti í ríkisstjórn hans en þar má finna allnokkra sem voru áberandi þegar Barack Obama gegndi embætti forseta. Holt spurði Biden hvað hann segði við þá sem veltu því fyrir sér hvort hann væri ekki bara að búa til þriðja kjörtímabil Obama. „Þetta verður ekki þriðja kjörtímabil Obama. Við stöndum frammi fyrir allt öðrum veruleika en við gerðum undir Obama-Biden. Trump forseti hefur breytt landslaginu,“ sagði Biden. Þá lýsti hann því markmiði að ríkisstjórnin endurspegli allt litróf bandarísku þjóðarinnar og allt litróf Demókrataflokksins. Aðspurður hvort hann myndi íhuga að skipa jafnvel Repúblikana sem hefði kosið Donald Trump svaraði Biden játandi. „Ég vil að þessi þjóð verði sameinuð,“ sagði hann. Þótt Trump hafi ekki enn viðurkennt ósigur hófst valdaskiptaferlið formlega í vikunni. Biden sagði starfslið Trumps hafa verið „einlægt“ í sinni vinnu við ferlið. „Þetta hefur ekki verið slæmt hingað til og ég býst ekki við að það verði það,“ sagði Biden.
Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Barack Obama Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira