Alsælir fangar með jólaverkefni frá skógræktinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. nóvember 2020 19:35 Jón Ingi Jónsson, fangavörður á Litla Hrauni, segir fangaverði og fagna vera alsæla með jólaverkefnið, sem skógræktin kemur með í fangelsið. Fangarnir sjá um að setja trjágreinar í búnt og köngla í öskjur og merki vörunar áður en þær fara í verslanir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá föngum og fangavörðum á Litla Hrauni með verkefni frá skógræktinni, sem fangelsið hefur fengið fyrir jólin. Það snýst um að fangar setja trjágreinar í búnt og köngla í öskjur og merki vörunar áður en þær fara í verslanir. Starfsmenn skógræktarinnar á Suðurlandi sjá um að klippa greinarnar af trjánum, auk þess að týna köngla af þeim. Síðan er farið á Litla Hraun með afraksturinn þar sem fangarnir taka við keflinu. „Já, við viljum láta leiða gott af okkur og skapa störf á Litla Hrauni, vinum okkar þar. Þeir hafa séð um það að útbúa vöru úr hráefninu okkar, það er það að nýta greinar úr skóginum inn á jólamarkaðinn, einnig erum við að koma með köngla, sem við pökkum inn, sem jólaköngla, það fer allt í gegnum Litla Hraun, pökkkun og framleiðslu þar,“ segir Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi. „Það er bara algjörlega frábært að fá svona verkefni, þetta er það sem skiptir öllu máli, að menn hafi eitthvað að gera, vakni til einhvers á morgnanna, þetta er gott mál,“ segir Jón Ingi Jónsson, fangavörður á Litla Hrauni. Fangarnir setja líka köngla í gjafaöskjur, sem hafa notið mikilla vinsælda í skreytingar hjá landsmönnum fyrir jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Ingi segir að Covid ástandið fari illa í fanga eins og aðra landsmenn og því sé svo frábært að fá fá verkefni inn í fanglesið eins og frá skógræktinni. „Þetta lagar allt þunglyndi, að hafa eitthvað að gera og vakna til verkefna og svo er frábært að geta hjálpað skógræktinni, þetta er svona vinn, vinn fyrir alla aðila.“ Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi er líka mjög ánægður með verkefnið og samstarfið við Litla Hraun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skógrækt og landgræðsla Fangelsismál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Mikil ánægja er hjá föngum og fangavörðum á Litla Hrauni með verkefni frá skógræktinni, sem fangelsið hefur fengið fyrir jólin. Það snýst um að fangar setja trjágreinar í búnt og köngla í öskjur og merki vörunar áður en þær fara í verslanir. Starfsmenn skógræktarinnar á Suðurlandi sjá um að klippa greinarnar af trjánum, auk þess að týna köngla af þeim. Síðan er farið á Litla Hraun með afraksturinn þar sem fangarnir taka við keflinu. „Já, við viljum láta leiða gott af okkur og skapa störf á Litla Hrauni, vinum okkar þar. Þeir hafa séð um það að útbúa vöru úr hráefninu okkar, það er það að nýta greinar úr skóginum inn á jólamarkaðinn, einnig erum við að koma með köngla, sem við pökkum inn, sem jólaköngla, það fer allt í gegnum Litla Hraun, pökkkun og framleiðslu þar,“ segir Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi. „Það er bara algjörlega frábært að fá svona verkefni, þetta er það sem skiptir öllu máli, að menn hafi eitthvað að gera, vakni til einhvers á morgnanna, þetta er gott mál,“ segir Jón Ingi Jónsson, fangavörður á Litla Hrauni. Fangarnir setja líka köngla í gjafaöskjur, sem hafa notið mikilla vinsælda í skreytingar hjá landsmönnum fyrir jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Ingi segir að Covid ástandið fari illa í fanga eins og aðra landsmenn og því sé svo frábært að fá fá verkefni inn í fanglesið eins og frá skógræktinni. „Þetta lagar allt þunglyndi, að hafa eitthvað að gera og vakna til verkefna og svo er frábært að geta hjálpað skógræktinni, þetta er svona vinn, vinn fyrir alla aðila.“ Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi er líka mjög ánægður með verkefnið og samstarfið við Litla Hraun.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skógrækt og landgræðsla Fangelsismál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum