Innlent

Óskert starf í leikskólum Reykjavíkur en breytilegt í efri bekkjum grunnskóla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skólastarf er enn skert í fjölmörgum grunnskólum á landinu svo ekki sé talað um framhaldsskóla, sérstaklega þeim þar sem fjölbrautakerfi er við lýði.
Skólastarf er enn skert í fjölmörgum grunnskólum á landinu svo ekki sé talað um framhaldsskóla, sérstaklega þeim þar sem fjölbrautakerfi er við lýði. Vísir/Vilhelm

Þjónusta í öllum 63 leikskólum borgarinnar er óskert og halda þeir úti eðlilegu starfi. Þetta segir Sigrún Björnsdóttir upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg. Í 36 grunnskólum borgarinnar séu nemendur mislengi þessa dagana.

Sigrún segir að undantekninalaust séu nemendur í 1. til 4. bekk með óskertan skóla- og frístundadag. Í 5. til 7. bekk séu nemendur ýmist með fullan skóladag eða skertan.

Fer það mjög eftir aðstæðum í hverjum skóla til að skipta niður í sóttvarnarhólf í hverjum skóla, s.s. stærð og fjölda skólastofa og fjölda nemenda í árgöngum.

Leitast hefur verið við að þjappa skóladeginum saman með því að stytta frímínútur og matartíma. Af þeim sökum fari nemendur í sumum tilfellum fyrr heim en ella.

Nemendur í 8. – 10. bekk eru með eitthvað skertan dag og fellur þá oftast niður kennsla í valfögum, að sögn Sigrúnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×