Vonarstjarnan rústaði á sér hnénu um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2020 16:30 Leikmenn Cincinnati Bengals og Washington Football Team hópuðust í kringum Joe Burrow til að veita honum stuðning þegar hann var keyrður af velli eftir að hafa rústað hnénu á sér. AP/Al Drago Nýliðinn Joe Burrow meiddist illa á hné í NFL-deildinni um helgina og verður ekkert meira með á tímabilinu. Cincinnati Bengals valdi leikstjórnandann Joe Burrow númer eitt í nýliðavali NFL-deildarinnar í sumar og hann var maðurinn sem átti að koma liðinu aftur til metorða í ameríska fótboltanum. No 1 pick Joe Burrow could miss up to 12 months after tearing ACL and MCL https://t.co/3yZGBOagLW— Guardian news (@guardiannews) November 23, 2020 Joe Burrow hefur líka spilað mjög vel á köflum á sínu fyrsta tímabili og það leit allt út fyrir það að hann væri kominn með byr í seglin. Cincinnati Bengals var kannski ekki að vinna marga leiki en liðið var að eignast nýja stuðningsmenn því fólk hafði mikinn áhuga á að fylgjast með þessari framtíðarstjörnu NFL-deildarinnar. Þess vegna var áfall helgarinnar enn meira. Joe Burrow meiddist þá illa á vinstra hné eftir að hafa klemmst á milli tveggja varnarmanna Washington liðsins. Það var ljóst um leið að þetta voru mjög alvarleg meiðsli. .@AdamSchefter just said at halftime of MNF that Joe Burrow tore his: ACL PCL MCL MeniscusMassive surgery, will be delayed until mid December to allow for MCL to heal and swelling/strength to normalizeHe won t be ready for Week 1 in 2021— Matthew Betz (@TheFantasyPT) November 24, 2020 Joe Burrow hafði fengið að finna á því allt tímabilið enda var þetta 72. höggið sem hann fær í leik með Cincinnati Bengals á leiktíðinni. Strákurinn hafði sloppið vel hingað til en að þessu sinni hafði lukkan yfirgefið hann. Í gær kom síðan staðfesting á því að Joe Burrow hafði þarna rústað á sér hnénu því myndatakan sýndi að hann hafði slitið öll helstu liðbönd og krossbönd í vinstri hné sínu. Það á enn eftir að koma í ljós hversu illa hnéð er farið. Þetta þýðir um leið að Joe Burrow spilar ekki meira á þessu tímabili og gæti verið frá í níu til tólf mánuði. Það er því líklegt að Cincinnati Bengals þurfi að hefja tímabilið án hans. Zac Taylor, þjálfari Cincinnati Bengals, hrósaði stráknum fyrir það hvernig hann tók á þessu áfalli en hann reyndi að horfa björtum augum til framtíðar. „Hann hefur verið jákvæður, í rútunni, í flugvélinni og á svæðinu í dag,“ sagði Zac Taylor. Joe Burrow tístaði strax eftir leikinn og það var stutt og laggott: Sjáumst á næsta ári. NFL players coming back from torn ACLs: Joe Burrow Saquon Barkley Odell Beckham Jr. Nick Bosa Tarik Cohen Devin Bush Courtland Sutton Taylor Lewan Bruce IrvinGame is better with these guys in it. pic.twitter.com/qrnN0BeuDV— B/R Gridiron (@brgridiron) November 23, 2020 NFL Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Nýliðinn Joe Burrow meiddist illa á hné í NFL-deildinni um helgina og verður ekkert meira með á tímabilinu. Cincinnati Bengals valdi leikstjórnandann Joe Burrow númer eitt í nýliðavali NFL-deildarinnar í sumar og hann var maðurinn sem átti að koma liðinu aftur til metorða í ameríska fótboltanum. No 1 pick Joe Burrow could miss up to 12 months after tearing ACL and MCL https://t.co/3yZGBOagLW— Guardian news (@guardiannews) November 23, 2020 Joe Burrow hefur líka spilað mjög vel á köflum á sínu fyrsta tímabili og það leit allt út fyrir það að hann væri kominn með byr í seglin. Cincinnati Bengals var kannski ekki að vinna marga leiki en liðið var að eignast nýja stuðningsmenn því fólk hafði mikinn áhuga á að fylgjast með þessari framtíðarstjörnu NFL-deildarinnar. Þess vegna var áfall helgarinnar enn meira. Joe Burrow meiddist þá illa á vinstra hné eftir að hafa klemmst á milli tveggja varnarmanna Washington liðsins. Það var ljóst um leið að þetta voru mjög alvarleg meiðsli. .@AdamSchefter just said at halftime of MNF that Joe Burrow tore his: ACL PCL MCL MeniscusMassive surgery, will be delayed until mid December to allow for MCL to heal and swelling/strength to normalizeHe won t be ready for Week 1 in 2021— Matthew Betz (@TheFantasyPT) November 24, 2020 Joe Burrow hafði fengið að finna á því allt tímabilið enda var þetta 72. höggið sem hann fær í leik með Cincinnati Bengals á leiktíðinni. Strákurinn hafði sloppið vel hingað til en að þessu sinni hafði lukkan yfirgefið hann. Í gær kom síðan staðfesting á því að Joe Burrow hafði þarna rústað á sér hnénu því myndatakan sýndi að hann hafði slitið öll helstu liðbönd og krossbönd í vinstri hné sínu. Það á enn eftir að koma í ljós hversu illa hnéð er farið. Þetta þýðir um leið að Joe Burrow spilar ekki meira á þessu tímabili og gæti verið frá í níu til tólf mánuði. Það er því líklegt að Cincinnati Bengals þurfi að hefja tímabilið án hans. Zac Taylor, þjálfari Cincinnati Bengals, hrósaði stráknum fyrir það hvernig hann tók á þessu áfalli en hann reyndi að horfa björtum augum til framtíðar. „Hann hefur verið jákvæður, í rútunni, í flugvélinni og á svæðinu í dag,“ sagði Zac Taylor. Joe Burrow tístaði strax eftir leikinn og það var stutt og laggott: Sjáumst á næsta ári. NFL players coming back from torn ACLs: Joe Burrow Saquon Barkley Odell Beckham Jr. Nick Bosa Tarik Cohen Devin Bush Courtland Sutton Taylor Lewan Bruce IrvinGame is better with these guys in it. pic.twitter.com/qrnN0BeuDV— B/R Gridiron (@brgridiron) November 23, 2020
NFL Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira