Vonarstjarnan rústaði á sér hnénu um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2020 16:30 Leikmenn Cincinnati Bengals og Washington Football Team hópuðust í kringum Joe Burrow til að veita honum stuðning þegar hann var keyrður af velli eftir að hafa rústað hnénu á sér. AP/Al Drago Nýliðinn Joe Burrow meiddist illa á hné í NFL-deildinni um helgina og verður ekkert meira með á tímabilinu. Cincinnati Bengals valdi leikstjórnandann Joe Burrow númer eitt í nýliðavali NFL-deildarinnar í sumar og hann var maðurinn sem átti að koma liðinu aftur til metorða í ameríska fótboltanum. No 1 pick Joe Burrow could miss up to 12 months after tearing ACL and MCL https://t.co/3yZGBOagLW— Guardian news (@guardiannews) November 23, 2020 Joe Burrow hefur líka spilað mjög vel á köflum á sínu fyrsta tímabili og það leit allt út fyrir það að hann væri kominn með byr í seglin. Cincinnati Bengals var kannski ekki að vinna marga leiki en liðið var að eignast nýja stuðningsmenn því fólk hafði mikinn áhuga á að fylgjast með þessari framtíðarstjörnu NFL-deildarinnar. Þess vegna var áfall helgarinnar enn meira. Joe Burrow meiddist þá illa á vinstra hné eftir að hafa klemmst á milli tveggja varnarmanna Washington liðsins. Það var ljóst um leið að þetta voru mjög alvarleg meiðsli. .@AdamSchefter just said at halftime of MNF that Joe Burrow tore his: ACL PCL MCL MeniscusMassive surgery, will be delayed until mid December to allow for MCL to heal and swelling/strength to normalizeHe won t be ready for Week 1 in 2021— Matthew Betz (@TheFantasyPT) November 24, 2020 Joe Burrow hafði fengið að finna á því allt tímabilið enda var þetta 72. höggið sem hann fær í leik með Cincinnati Bengals á leiktíðinni. Strákurinn hafði sloppið vel hingað til en að þessu sinni hafði lukkan yfirgefið hann. Í gær kom síðan staðfesting á því að Joe Burrow hafði þarna rústað á sér hnénu því myndatakan sýndi að hann hafði slitið öll helstu liðbönd og krossbönd í vinstri hné sínu. Það á enn eftir að koma í ljós hversu illa hnéð er farið. Þetta þýðir um leið að Joe Burrow spilar ekki meira á þessu tímabili og gæti verið frá í níu til tólf mánuði. Það er því líklegt að Cincinnati Bengals þurfi að hefja tímabilið án hans. Zac Taylor, þjálfari Cincinnati Bengals, hrósaði stráknum fyrir það hvernig hann tók á þessu áfalli en hann reyndi að horfa björtum augum til framtíðar. „Hann hefur verið jákvæður, í rútunni, í flugvélinni og á svæðinu í dag,“ sagði Zac Taylor. Joe Burrow tístaði strax eftir leikinn og það var stutt og laggott: Sjáumst á næsta ári. NFL players coming back from torn ACLs: Joe Burrow Saquon Barkley Odell Beckham Jr. Nick Bosa Tarik Cohen Devin Bush Courtland Sutton Taylor Lewan Bruce IrvinGame is better with these guys in it. pic.twitter.com/qrnN0BeuDV— B/R Gridiron (@brgridiron) November 23, 2020 NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Nýliðinn Joe Burrow meiddist illa á hné í NFL-deildinni um helgina og verður ekkert meira með á tímabilinu. Cincinnati Bengals valdi leikstjórnandann Joe Burrow númer eitt í nýliðavali NFL-deildarinnar í sumar og hann var maðurinn sem átti að koma liðinu aftur til metorða í ameríska fótboltanum. No 1 pick Joe Burrow could miss up to 12 months after tearing ACL and MCL https://t.co/3yZGBOagLW— Guardian news (@guardiannews) November 23, 2020 Joe Burrow hefur líka spilað mjög vel á köflum á sínu fyrsta tímabili og það leit allt út fyrir það að hann væri kominn með byr í seglin. Cincinnati Bengals var kannski ekki að vinna marga leiki en liðið var að eignast nýja stuðningsmenn því fólk hafði mikinn áhuga á að fylgjast með þessari framtíðarstjörnu NFL-deildarinnar. Þess vegna var áfall helgarinnar enn meira. Joe Burrow meiddist þá illa á vinstra hné eftir að hafa klemmst á milli tveggja varnarmanna Washington liðsins. Það var ljóst um leið að þetta voru mjög alvarleg meiðsli. .@AdamSchefter just said at halftime of MNF that Joe Burrow tore his: ACL PCL MCL MeniscusMassive surgery, will be delayed until mid December to allow for MCL to heal and swelling/strength to normalizeHe won t be ready for Week 1 in 2021— Matthew Betz (@TheFantasyPT) November 24, 2020 Joe Burrow hafði fengið að finna á því allt tímabilið enda var þetta 72. höggið sem hann fær í leik með Cincinnati Bengals á leiktíðinni. Strákurinn hafði sloppið vel hingað til en að þessu sinni hafði lukkan yfirgefið hann. Í gær kom síðan staðfesting á því að Joe Burrow hafði þarna rústað á sér hnénu því myndatakan sýndi að hann hafði slitið öll helstu liðbönd og krossbönd í vinstri hné sínu. Það á enn eftir að koma í ljós hversu illa hnéð er farið. Þetta þýðir um leið að Joe Burrow spilar ekki meira á þessu tímabili og gæti verið frá í níu til tólf mánuði. Það er því líklegt að Cincinnati Bengals þurfi að hefja tímabilið án hans. Zac Taylor, þjálfari Cincinnati Bengals, hrósaði stráknum fyrir það hvernig hann tók á þessu áfalli en hann reyndi að horfa björtum augum til framtíðar. „Hann hefur verið jákvæður, í rútunni, í flugvélinni og á svæðinu í dag,“ sagði Zac Taylor. Joe Burrow tístaði strax eftir leikinn og það var stutt og laggott: Sjáumst á næsta ári. NFL players coming back from torn ACLs: Joe Burrow Saquon Barkley Odell Beckham Jr. Nick Bosa Tarik Cohen Devin Bush Courtland Sutton Taylor Lewan Bruce IrvinGame is better with these guys in it. pic.twitter.com/qrnN0BeuDV— B/R Gridiron (@brgridiron) November 23, 2020
NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira