Vonarstjarnan rústaði á sér hnénu um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2020 16:30 Leikmenn Cincinnati Bengals og Washington Football Team hópuðust í kringum Joe Burrow til að veita honum stuðning þegar hann var keyrður af velli eftir að hafa rústað hnénu á sér. AP/Al Drago Nýliðinn Joe Burrow meiddist illa á hné í NFL-deildinni um helgina og verður ekkert meira með á tímabilinu. Cincinnati Bengals valdi leikstjórnandann Joe Burrow númer eitt í nýliðavali NFL-deildarinnar í sumar og hann var maðurinn sem átti að koma liðinu aftur til metorða í ameríska fótboltanum. No 1 pick Joe Burrow could miss up to 12 months after tearing ACL and MCL https://t.co/3yZGBOagLW— Guardian news (@guardiannews) November 23, 2020 Joe Burrow hefur líka spilað mjög vel á köflum á sínu fyrsta tímabili og það leit allt út fyrir það að hann væri kominn með byr í seglin. Cincinnati Bengals var kannski ekki að vinna marga leiki en liðið var að eignast nýja stuðningsmenn því fólk hafði mikinn áhuga á að fylgjast með þessari framtíðarstjörnu NFL-deildarinnar. Þess vegna var áfall helgarinnar enn meira. Joe Burrow meiddist þá illa á vinstra hné eftir að hafa klemmst á milli tveggja varnarmanna Washington liðsins. Það var ljóst um leið að þetta voru mjög alvarleg meiðsli. .@AdamSchefter just said at halftime of MNF that Joe Burrow tore his: ACL PCL MCL MeniscusMassive surgery, will be delayed until mid December to allow for MCL to heal and swelling/strength to normalizeHe won t be ready for Week 1 in 2021— Matthew Betz (@TheFantasyPT) November 24, 2020 Joe Burrow hafði fengið að finna á því allt tímabilið enda var þetta 72. höggið sem hann fær í leik með Cincinnati Bengals á leiktíðinni. Strákurinn hafði sloppið vel hingað til en að þessu sinni hafði lukkan yfirgefið hann. Í gær kom síðan staðfesting á því að Joe Burrow hafði þarna rústað á sér hnénu því myndatakan sýndi að hann hafði slitið öll helstu liðbönd og krossbönd í vinstri hné sínu. Það á enn eftir að koma í ljós hversu illa hnéð er farið. Þetta þýðir um leið að Joe Burrow spilar ekki meira á þessu tímabili og gæti verið frá í níu til tólf mánuði. Það er því líklegt að Cincinnati Bengals þurfi að hefja tímabilið án hans. Zac Taylor, þjálfari Cincinnati Bengals, hrósaði stráknum fyrir það hvernig hann tók á þessu áfalli en hann reyndi að horfa björtum augum til framtíðar. „Hann hefur verið jákvæður, í rútunni, í flugvélinni og á svæðinu í dag,“ sagði Zac Taylor. Joe Burrow tístaði strax eftir leikinn og það var stutt og laggott: Sjáumst á næsta ári. NFL players coming back from torn ACLs: Joe Burrow Saquon Barkley Odell Beckham Jr. Nick Bosa Tarik Cohen Devin Bush Courtland Sutton Taylor Lewan Bruce IrvinGame is better with these guys in it. pic.twitter.com/qrnN0BeuDV— B/R Gridiron (@brgridiron) November 23, 2020 NFL Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Sjá meira
Nýliðinn Joe Burrow meiddist illa á hné í NFL-deildinni um helgina og verður ekkert meira með á tímabilinu. Cincinnati Bengals valdi leikstjórnandann Joe Burrow númer eitt í nýliðavali NFL-deildarinnar í sumar og hann var maðurinn sem átti að koma liðinu aftur til metorða í ameríska fótboltanum. No 1 pick Joe Burrow could miss up to 12 months after tearing ACL and MCL https://t.co/3yZGBOagLW— Guardian news (@guardiannews) November 23, 2020 Joe Burrow hefur líka spilað mjög vel á köflum á sínu fyrsta tímabili og það leit allt út fyrir það að hann væri kominn með byr í seglin. Cincinnati Bengals var kannski ekki að vinna marga leiki en liðið var að eignast nýja stuðningsmenn því fólk hafði mikinn áhuga á að fylgjast með þessari framtíðarstjörnu NFL-deildarinnar. Þess vegna var áfall helgarinnar enn meira. Joe Burrow meiddist þá illa á vinstra hné eftir að hafa klemmst á milli tveggja varnarmanna Washington liðsins. Það var ljóst um leið að þetta voru mjög alvarleg meiðsli. .@AdamSchefter just said at halftime of MNF that Joe Burrow tore his: ACL PCL MCL MeniscusMassive surgery, will be delayed until mid December to allow for MCL to heal and swelling/strength to normalizeHe won t be ready for Week 1 in 2021— Matthew Betz (@TheFantasyPT) November 24, 2020 Joe Burrow hafði fengið að finna á því allt tímabilið enda var þetta 72. höggið sem hann fær í leik með Cincinnati Bengals á leiktíðinni. Strákurinn hafði sloppið vel hingað til en að þessu sinni hafði lukkan yfirgefið hann. Í gær kom síðan staðfesting á því að Joe Burrow hafði þarna rústað á sér hnénu því myndatakan sýndi að hann hafði slitið öll helstu liðbönd og krossbönd í vinstri hné sínu. Það á enn eftir að koma í ljós hversu illa hnéð er farið. Þetta þýðir um leið að Joe Burrow spilar ekki meira á þessu tímabili og gæti verið frá í níu til tólf mánuði. Það er því líklegt að Cincinnati Bengals þurfi að hefja tímabilið án hans. Zac Taylor, þjálfari Cincinnati Bengals, hrósaði stráknum fyrir það hvernig hann tók á þessu áfalli en hann reyndi að horfa björtum augum til framtíðar. „Hann hefur verið jákvæður, í rútunni, í flugvélinni og á svæðinu í dag,“ sagði Zac Taylor. Joe Burrow tístaði strax eftir leikinn og það var stutt og laggott: Sjáumst á næsta ári. NFL players coming back from torn ACLs: Joe Burrow Saquon Barkley Odell Beckham Jr. Nick Bosa Tarik Cohen Devin Bush Courtland Sutton Taylor Lewan Bruce IrvinGame is better with these guys in it. pic.twitter.com/qrnN0BeuDV— B/R Gridiron (@brgridiron) November 23, 2020
NFL Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Sjá meira