Vel gert foreldrar! Þóra Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 08:00 Börn eru einstaklingar með sjálfstæð mannréttindi. Meðal þeirra eru réttur til að hafa áhrif á ákvarðanir sem þau varða. Foreldrar ættu því ekki að taka ákvarðanir eða ráða öllu um börnin sín ein, án umhugsunar og án samráðs við börnin sín. Eins og margir foreldrar vita nú eiga börn lagalegan rétt á að segja nei mamma eða nei pabbi, ég vil ekki að þú deilir mynd af mér á netið eða segir frá því að ég hafi verið að gera eitthvað fyndið, kjánalegt og/eða skemmtilegt. Og foreldrum ber skylda til að hlusta á þann vilja barnsins og virða hann. Börn, eins og aðrir, eiga rétt á friðhelgi einkalífs og þau eiga rétt á því að hafa eitthvað um það að segja hvort og hvernig um þau er fjallað á netinu. Þau réttindi þeirra eru tryggð í Barnasáttmálanum og öðrum lögum. Það er frábært að fylgjast með foreldrum í dag sem eru að læra nýja siði og virðingu gagnvart börnum í samfélaginu. Það er mjög jákvæð þróun að eiga sér stað. Fleiri og fleiri eru meðvitaðir og gæta þess að spyrja börn sín um leyfi áður en þeir fjalla um þau opinberlega, t.d. á netinu. Vel gert foreldrar! Það er þó ástæða til að mati Barnaheilla að árétta að foreldrar þurfa að muna að spyrja börn sín um leyfi fyrir því að tala opinberlega um persónuleg mál þeirra, hvort sem er á samfélagsmiðlum, í fréttum eða á öðrum vettvangi. Og jafnvel þó að barnið veiti samþykki sitt fyrir umfjöllun er mikilvægt fyrir foreldra að hugsa sig vel um hvort umfjöllun sé barninu og umhverfi þess endilega til góðs því allar ákvarðanir sem foreldrar taka um börn sín ættu að samræmast bestu hagsmunum þess. Það er ekki alltaf þannig að umfjöllun, jafnvel þó hún sé jákvæð, sé það sem barni er fyrir bestu. Gott er að hafa í huga að hægt er að leita ráða hjá Barnaheillum ef foreldrar eða aðrir standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort þau vilji að fjölmiðlar fjalli um málefni barns. Fyrir foreldra eru til fínar leiðbeiningar um umfjöllun um börn á samfélagsmiðlum sem gagnlegt er að kynna sér. Þær má finna á heimasíðum útgefenda þeirra, Barnaheilla, Heimila og skóla og SAFT, UNICEF, Fjölmiðlanefndar og Umboðsmanns barna. Það er að stórum hluta í höndum foreldra að gæta að og framfylgja réttindum barna samkvæmt Barnasáttmálanum. Foreldrar ættu því að hugsa sig um og gæta vel að því að birta ekki myndir eða umfjöllun um börn sín án samþykkis þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Alltaf skal gæta að virðingu barnanna þegar um þau er fjallað eða myndir af þeim eru birtar. Það má lengi bæta það sem gott er og verða enn meðvitaðri um tillit til réttinda barna og virðingu við þau. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í störfum sínum. Við vekjum athygli á nýopnaðri fræðslusíðu um Barnasáttmálann, www.barnasattmali.is sem hefur meðal annars að geyma fræðslu til foreldra um réttindi barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Börn eru einstaklingar með sjálfstæð mannréttindi. Meðal þeirra eru réttur til að hafa áhrif á ákvarðanir sem þau varða. Foreldrar ættu því ekki að taka ákvarðanir eða ráða öllu um börnin sín ein, án umhugsunar og án samráðs við börnin sín. Eins og margir foreldrar vita nú eiga börn lagalegan rétt á að segja nei mamma eða nei pabbi, ég vil ekki að þú deilir mynd af mér á netið eða segir frá því að ég hafi verið að gera eitthvað fyndið, kjánalegt og/eða skemmtilegt. Og foreldrum ber skylda til að hlusta á þann vilja barnsins og virða hann. Börn, eins og aðrir, eiga rétt á friðhelgi einkalífs og þau eiga rétt á því að hafa eitthvað um það að segja hvort og hvernig um þau er fjallað á netinu. Þau réttindi þeirra eru tryggð í Barnasáttmálanum og öðrum lögum. Það er frábært að fylgjast með foreldrum í dag sem eru að læra nýja siði og virðingu gagnvart börnum í samfélaginu. Það er mjög jákvæð þróun að eiga sér stað. Fleiri og fleiri eru meðvitaðir og gæta þess að spyrja börn sín um leyfi áður en þeir fjalla um þau opinberlega, t.d. á netinu. Vel gert foreldrar! Það er þó ástæða til að mati Barnaheilla að árétta að foreldrar þurfa að muna að spyrja börn sín um leyfi fyrir því að tala opinberlega um persónuleg mál þeirra, hvort sem er á samfélagsmiðlum, í fréttum eða á öðrum vettvangi. Og jafnvel þó að barnið veiti samþykki sitt fyrir umfjöllun er mikilvægt fyrir foreldra að hugsa sig vel um hvort umfjöllun sé barninu og umhverfi þess endilega til góðs því allar ákvarðanir sem foreldrar taka um börn sín ættu að samræmast bestu hagsmunum þess. Það er ekki alltaf þannig að umfjöllun, jafnvel þó hún sé jákvæð, sé það sem barni er fyrir bestu. Gott er að hafa í huga að hægt er að leita ráða hjá Barnaheillum ef foreldrar eða aðrir standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort þau vilji að fjölmiðlar fjalli um málefni barns. Fyrir foreldra eru til fínar leiðbeiningar um umfjöllun um börn á samfélagsmiðlum sem gagnlegt er að kynna sér. Þær má finna á heimasíðum útgefenda þeirra, Barnaheilla, Heimila og skóla og SAFT, UNICEF, Fjölmiðlanefndar og Umboðsmanns barna. Það er að stórum hluta í höndum foreldra að gæta að og framfylgja réttindum barna samkvæmt Barnasáttmálanum. Foreldrar ættu því að hugsa sig um og gæta vel að því að birta ekki myndir eða umfjöllun um börn sín án samþykkis þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Alltaf skal gæta að virðingu barnanna þegar um þau er fjallað eða myndir af þeim eru birtar. Það má lengi bæta það sem gott er og verða enn meðvitaðri um tillit til réttinda barna og virðingu við þau. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í störfum sínum. Við vekjum athygli á nýopnaðri fræðslusíðu um Barnasáttmálann, www.barnasattmali.is sem hefur meðal annars að geyma fræðslu til foreldra um réttindi barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar