Lækni brugðið þegar hann sá veikindalista skipstjóra Birgir Olgeirsson skrifar 24. nóvember 2020 14:01 Úr dómsal í Héraðsdómi Vestfjarða. Hver skipverjinn á fætur öðrum auk umdæmislæknis sóttvarna tylltu sér í bláa stólinn fyrir miðri mynd og svöruðu spurningum. Vísir/BirgirO Sjópróf vegna hópsýkingar á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni leiddi í ljós að enginn skipverjanna fékk beina skipun um að vinna veikur. Skipverjar lýstu því margir fyrir dómi að um væri að ræða félagslegan þrýsting sem ætti sér rætur í áratuga langa hefð meðal sjómanna, ef þú ert nægjanlega hraustur þá sinnir þú þinni vinnu, annars falla auknar byrðar á félagana. Stéttarfélög skipverjanna fóru fram á sjópróf fyrir Héraðsdómi Vestfjarða gegn Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem gerir út Júlíus Geirmundsson. Sjóprófin beindust einnig gegn Sveini Geir Arnarssyni, skipstjóra Júlíusar. 14 skipverjar af 25 komu fyrir dóminn ásamt Súsönnu Björg Ástvaldsdóttur, umdæmislækni sóttvarna á Vestfjörðum. Lögmenn stéttarfélaganna sögðust ekki hafa boðað alla skipverjanna í skýrslutöku því það ýmist bætti ekki við frásögnina að fá þá alla og sumir hafi ekki viljað mæta fyrir dóminn. Sveinn skipstjóri neitaði að svara spurningum lögmanna við sjóprófin sökum þess að hann er með stöðu sakbornings í lögreglurannsókn vegna málsins. Tvær sögulínur skipverja Heyra mátti tvær sögulínur við þetta sjópróf, annars vegar þeirra sem lýstu miklum veikindum um borð og hins vegar annara sem sögðu tvo hafa verið virkilega veika um borð. Allir sögðu skipverjarnir að skipstjórinn og forsvarsmenn útgerðarinnar hafi hringt í þá og beðið þá afsökunar á því sem gerðist um borð í togaranum þennan umrædda túr. 22 af 25 skipverjum á Júlíusi Geirmundssyni reyndust smitaðir af Covid-19.Vísir/Hafþór Þeir voru allir spurðir hvort aðgerðir hefðu verið um borð vegna kórónuveirufaraldursins. Sögðust þeir kannast annað hvort við aðgerðir eða tilmæli um að huga að sóttvörnum allt frá því í apríl. Fregnir bárust af lyfjaskorti um borð um skipinu þegar veikindin voru sem mest. Allir fengu þau lyf sem þeir báðu um, utan Panodil Hot, sem kláraðist þegar veikindin komu upp. Einnig voru þeir spurðir hvort tilmæli hefðu borist um að segja ekki frá veikindunum á samfélagsmiðlum, sem þeir könnuðust við. Mætti með kvefeinkenni um borð Allt hófst þetta þegar skipið lagði úr höfn í lok september. Á öðrum degi túrsins var ljóst að einn hásetanna var með kveflík einkenni. Var brugðið á það ráð að einangra skipverjann í sjúkraklefa Júlíusar. Skipstjórinn fór með grímu fyrir vitunum og í hönskum til að ræða við hásetann um veikindin. Sá háseti sagði við sjóprófið að hann hefði haft vitneskju um fyrirmæli hjá útgerðinni að ef einhver skipverja fyndi fyrir einkennum ætti sá ekki að koma um borð. Hásetinn fullyrti hins vegar að hann hefði verið veikur tíu dögum fyrir túrinn en hefði verið góður í viku fyrir túrinn. Hann hefði haft samband við heilsugæslu, ekki fengið að mæta í sýnatöku en fengið þær upplýsingar frá heilsugæslunni að sennilegast væri ekki um kórónuveirusýkingu að ræða. Erfitt að meta veikindi í gegnum síma Skipstjórinn hafði þá samband við Súsönnu Björg Ástvaldsdóttur, umdæmislækni sóttvarna á Vestfjörðum, sem mætti í skýrslutöku við Héraðsdómi Vestfjarða í gær. Súsanna sagðist hafa fengið símtal frá Sveini skipstjóra 28. september eftir að einn skipverjanna hafði sýnt kveflík einkenni. Súsanna sagði skipstjórann hafa spurt hvort um Covid-veikindi gæti verið að ræða hjá viðkomandi skipverja. Svar hennar hafi verið á þá leið að erfitt væri að meta það í gegnum síma. Koma þyrfti með manninn í sýnatöku til að skera úr um það. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt alveg ljóst að sigla hefði átt skipverjum til hafnar þegar veikindi komu upp. Súsanna var spurð hvort hún hefði fylgt því eftir að fá skipið í land svo hægt væri að taka sýni úr skipverjanum. Hún svaraði því til að hennar skilningur á símtalinu við skipstjórann hefði verið á þá leið að hún teldi að hann ætlaði að snúa aftur í land með skipverjann í sýnatöku. Hún hefði ekki tök á að fylgja öllum slíkum símtölum eftir því hún hefði margar skyldur á sínum herðum. Brugðið þegar hún sá listann Tæplega tveimur vikum síðar, eða 16. október, fær Súsanna annað símtal frá Sveini skipstjóra um að fleiri væru orðnir veikir um borð og var þá farið í að skipuleggja sýnatökur á Ísafirði. Þegar Júlíus kom til hafnar og hafði lagst við bryggju daginn eftir fór Súsanna um borð þar sem hún fékk lista frá skipstjóranum þar sem hann hafði haldið skráningu yfir einkenni og veikindi skipverja. Súsanna sagði að sér hefði brugðið þegar hún sá listann frá Sveini skipstjóra. Meira og minna allir skipverjar höfðu sýnt einkenni. „Þá segi ég við Svenna: Þetta er Covid,“ sagði Súsanna. Í fyrstu stóð til að taka skipverjana í slembipróf en síðar meir var ákveðið að allir skyldu prófaðir. Vildi ekki skipið við bryggju Eftir að sýni voru tekin hafði hún sagt skipstjóranum að hún vildi ekki skipið við bryggju, því hún hefði áhyggjur af því veiran myndi rata inn í samfélagið en tjáði skipstjóranum að fara ekki langt frá ef ske kynni að einhver myndi veikjast alvarlega og sækja þyrfti viðkomandi hratt. „Ég sagði honum að fara ekki langt frá,“ sagði Súsanna en skipstjórinn ákvað að halda aftur til veiða út á haf. Var skipið í þannig fjarlægð frá höfn að fimm tíma tók að sigla því aftur til baka. Júlíus Geirmundsson í höfn á Ísafirði.Vísir/Hafþór Súsanna sagði það of langt í burtu að hennar mati, og ekki það sem hún meinti þegar hún sagðist ekki vilja hafa skipið bundið við bryggju. „Ég get ekki útskýrt hvernig hann misskilur það,“ sagði Súsanna um ákvörðun skipstjórans. Bað einn um að koma í land Eftir að hafa skoðað skipverjanna var það mat Súsönnu að enginn þeirra væri alvarlega veikur. Hún tók þó eftir einum „eldri herramanni“, sem er hluti af áhöfninni, og sá að hann var mjög slappur. Hún tók hann til hliðar og bað hann um að koma í land en hann neitaði. Súsanna sagði manninn ekki hafa sýnt nein líkamleg einkenni en hún hafi séð á honum að hann væri fölur og henni leist ekki vel á hann. „Hann vildi ekki koma í land. Ég gat ekki þvingað hann til þess,“ sagði Súsanna. Eftir að 22 af 25 skipverjum höfðu verið greindir með veiruna var haldið heim á ný en þá átti eftir að þrífa skipið. Súsanna var spurð út í þá ákvörðun. „Ég skipulegg ekki þrif eða löndun á skipinu. Það er skipstjórans að spyrja þá hvort þeir treysti sér til þess. Það fer allt eftir því hvað fólk treystir sér til,“ sagði Súsanna en hún sagði skipverjana hafa verið líkamlega hrausta þegar hún skoðaði þá. „Hrynja bara eins og flugur“ Súsanna sagðist hafa tjáð skipstjóranum í samskiptum sínum við hann, áður en skipverjar voru greindi með kórónuveiruna, að ef Covid-sýking væri um borð þá myndi nærri því öll áhöfnin líklegast sýkjast. Þegar hún skoðaði skjalið sem skipstjórinn hafði haldið um einkenni og veikindi skipverja skildi hún ekki hvers vegna skipinu var ekki siglt í höfn til sýnatöku. „Þeir hrynja bara eins og flugur samkvæmt þessu skjali,“ sagði Súsanna. „Ég finn til með skipstjóranum því hann tekur ekki réttar ákvarðanir,“ sagði Súsanna í héraðsdómi. Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður skipstjórans, spurði Súsönnu hvers vegna hún hefði ekki verið afgerandi í fyrsta símtali sínu við skipstjórann um að snúa ætti skipinu til hafnar í sýnatöku. Súsanna svaraði að hún bjóst ekki við öðru en það yrði gert. Hún væri ekki með yfirsýn yfir alla þá sem mæta í skimun. „Ég verð að geta treyst því að menn fari eftir því sem ég bið þá um að gera,“ sagði Súsanna og bætti við ef hún þyrfti að ganga á eftir fólki í skimun á hverjum degi næði hún ekki að uppfylla skyldur sínar sem læknir. Hún sagðist ekki hafa haft grun um að skipstjórinn myndi ekki fara eftir hennar tilmælum um að fara til hafnar í sýnatöku. Hún hafi ekki þurft að beita valdi í sínu starfi, hún hafi þó farið í lögreglufylgd til að taka sýni hjá fólki, en í þau skipti hafi verið um fíkla að ræða sem hún gat ekki treyst. Í tilviki skipstjórans hafði hún enga ástæðu til að treysta honum ekki. „Aðrir aðilar gripið inn í“ Einn þeirra sem mætti til skýrslutöku í Héraðsdómi Vestfjarða í gær er hásetinn Arnar Gunnar Hilmarsson sem hafði áður rætt þennan túr Júlíusar Geirmundssonar í fréttum Ríkisútvarpsins þar sem hann sagði veika menn hafa verið látna vinna um borð. Arnar Gunnar ræddi um reynslu sína í kvöldfréttum RÚV.RÚV Arnar veiktist sjálfur um borð en hann sagðist hafa rætt við Svein skipstjóra eftir að Arnar hafði veitt Ríkisútvarpinu viðtal. Hann sagðist hafa spurt Svein út í viðtal sem Súsanna hafði veitt þar sem hún sagði að hún hefði boðað skipið í höfn svo hægt væri að fara með skipverjana í sýnatöku við upphaf túrsins. „Hann svarar: Já, það er nú ekki alveg rétt. Aðrir aðilar hefðu gripið inn í ákvörðunarferlið. Hann sagðist ekki ætla að segja nein nöfn en mig grunar það persónulega að það hafi verið útgerðin,“ sagði Arnar. Spurður út í „grafískar lýsingar“ Jóhannes Bjarni, lögmaður Sveins skipstjóra, spurði Arnar út í „grafískar lýsingar“ hans á því hvernig menn voru neyddir veikir til vinnu. „Hver var það sem var haldið nauðugum við vinnu?,“ spurði Jóhannes Bjarni. „Þegar þú ert á skipi úti á sjó að sinna vinnu í umhverfi þar sem er gífurleg pressa að halda afköstum háum, þá myndi ég segja að í ljósi þessara aðstæðna var mönnum haldið nauðugum við vinnu til að halda afköstum,“ svaraði Arnar. Jóhannes Bjarni sagði við Arnar að þarna væri hann að lýsa móral um borð í skipinu. Ítrekaði hann því spurningu sína hvort einhver, sem var veikur, hefði fengið beina skipun um að vinna. Arnar sagði svo ekki vera en bætti við: „Það er oftast þannig að það er óskrifuð regla að ef þú vilt halda vinnunni um borð þá tekur þú þér ekki veikindaleyfi.“ „Ætlaði ekki að ná andanum“ Einn skipverjanna sem veiktist lýsir því að hann hefði leyft sér að fara inn í koju þegar það var ekkert fiskerí, ef hins vegar hefði verið mokveiði hefði hann staðið sína vakt. Skipverjinn tók þátt í lokaþrifunum á skipinu sem fóru ekki vel í hann, enda hafði hann fengið í lungun. „Ég ætlaði ekki að ná andanum aftur,“ sagði skipverjinn sem lýsti því hvernig skipið er þrifið með klór og við það myndist mikil gufa sem fór í lungun. „Ég gafst upp eftir fjóra tíma.“ Venjulega taki það tólf til fjórtán tíma að klára lokaþrif á skipinu en í þetta skiptið hafi það verið gert nokkuð fljótt. „Skipið hefur örugglega verið þrifið betur áður.“ Hann taldi vendipunkt málsins vera þegar skipinu var snúið aftur á veiðar eftir sýnatökuna. Farið var aftur út í kolvitlausu veðri til að taka tvö til þrjú höl í viðbót. „Mér finnst lyktin af þessu öllu eins og útgerðin hafi stjórnað þessu.“ Hann sagðist ekki hafa kannast við að menn hafi fengið skipun um að vinna veikir. Menn mæti þó á vakt á meðan þeir geta staðið í lappirnar. Andinn sé þannig úti á sjó að ekki standi til að velta byrðinni á herðar annarra. Menn reyni að standa í lappirnar, geti þeir það. Aldrei á ævinni orðið svo veikur „Ég hef aldrei á ævinni orðið svona veikur,“ sagði einn hásetanna sem veiktist föstudaginn 2. október á túrnum. Var viðkomandi settur í einangrun. Hann segir skipstjórann hafa athugað með sig og spurt sig nokkrum sinnum hvernig heilsan væri og svörin hefðu verið þau sömu: Ekki góð. Fjölmiðlar máttu ekki greina frá því sem fram fór í dómsal í gær þar til allir skipverjar höfðu gefið skýrslu.Vísir/BirgirO Á mánudagskvöldi hafi skipstjórinn spurt hann hvort hásetinn væri ekki orðinn góður? Hann hafi í framhaldinu mætt á vaktina enda í kúltúr sjómanna að láta sig hafa ýmislegt. Hann segist hafa fundið fyrir létti þegar hann heyrði af því að stefna ætti skipinu til hafnar í sýnatöku. Hann hafi hins vegar gefist upp þegar haldið var út á miðin á ný. Hann hafi fundið fyrir miklum eftirköstum vegna veikindanna og hefur verið boðaður í frekari rannsóknir. Telur öndunargrímu hafa bjargað sér Tveir úr áhöfninni voru reknir í koju vegna veikinda. Annar þeirra lýsti veikindum sínum þannig að hann hefði oft orðið veikari, en hann hafi aldrei upplifað jafn mörg einkenni í einu og að sýkjast af Covid. Beinverki, vöðvaverki, höfuðverki, uppköst og niðurgang. Viðkomandi hafði verið í koju í tvo daga áður en hann ákvað sjálfur að fara aftur að vinna. „Maður hafði ekki samvisku í að vera lengur,“ sagði skipverjinn. Þessi umræddi skipverji hafi þurft að sofa með öndunargrímu vegna erfiðleika við svefn. Hann var spurður hvort sú gríma hafi hjálpað honum í gegnum Covid-veikindin. Hann segir svo vera. Hann var með grímuna á sér í tvo sólarhringa þar sem hún blés stanslaust í hann lofti. Hann sagði skipstjórann hafa athugað með sína líðan og tjáð honum að hún væri öll í rétt átt. „Það var bara fyrst og fremst ég sjálfur sem hélt því fram, ég var ekki að koma neitt. Það er bara lenskan um borð í togurum. Þú gerir ekki mikið úr þínum veikindum. Þetta er gríðarlegt virðingarleysi gagnvart veikindum skipverja sem er búið að ala upp í okkur.“ Hann sagðist vera óvinnufær eftir þessi veikindi og að heilsan væri mjög slæm. Nokkrir til viðbótar sögðust enn þjást af orku- og þolleysi í kjölfar veikindanna. „Ég er af gamla skólanum“ Einn skipverjanna sem veiktist en fór ekki koju sagðist hafa látið skipstjórann vita af veikindunum. Hann hafi hvorki verið skikkaður í koju eða út að vinna, ákvörðunin hafi verið hans. Aðrir hafi hins vegar farið inn í koju en enginn skikkaður til að vinna eftir hans vitneskju. Hann var mjög slappur í tvo daga en var svo slappur í sjö til átta daga. Frá Ísafirði þar sem sjóprófið fór fram í gær.Vísir/Egill Hann hafi þó verið orðinn ágætur þegar komið var í höfn til sýnatöku. Spurður hvort það hafi hvarflað af honum að fara í land svaraði hann: „Ég er af gamla skólanum. Það kom aldrei til greina af minni hálfu að fara í land, enda vissi ég ekki hvað þetta var.“ Skipverjar voru einnig spurðir út í tilmæli skipstjórans um að ræða ekki við fjölmiðla um aðstæður um borð eða þá að setja eitthvað um þau á samfélagsmiðla. Flestir könnuðust við að hafa heyrt tilmæli um slíkt. „Þykir bara ágætlega vænt um starf mitt“ Einnig voru þeir spurðir að því hvenær umræða fór um stað um grun um Covid-smit. Flestir voru á því að sú umræða hafi byrjað um leið og fyrsti skipverjinn var settur í einangrun vegna kvefeinkenna. Sá skipverji hefði þó haldið því fram að hann hefði svör frá heilsugæslu þess efnis að ekki væri um Covid-að ræða þó hann hefði ekki farið í sýnatöku. Voru skipverjarnir spurðir af lögmönnum útgerðar og skipstjóra hvort þeir hefðu í ljósi þessa gruns um Covid-smit sett sig í samband við lækni eða annað til að lýsa yfir áhyggjum sínum ef einhverjar voru. „Mér þykir bara ágætlega vænt um starf mitt. Hvað heldur þú að myndi gerast ef ég hringdi í land?“ sagði einn skipverjanna. Hann bætti við að skipstjórinn hefði tjáð áhöfninni að hann hefði sett sig í samband við lækni í landi. „Og hvaða ástæðu á ég að hafa að maðurinn sé að ljúga?“ Hörð viðbrögð frá „lattelepjandi Reykvíkingum“ Þór Ólafur Helgason var yfirvélstjóri á Júlíusi Geirmundssyni þennan túr en hann hefur sagt í samtali við Vísi að enginn hafi verið skikkaður til að vinna. Þór var boðaður í skýrslutöku í þessu sjóprófi en hann vildi meina að í fyrstu hefði verið talið að veikindin gætu ekki verið vegna kórónuveirunnar. Menn veiktust mjög fljótt og voru orðnir góðir og farnir að vinna aftur nokkrum dögum síðar. Sumir þeirra hafi jafnvel stundað líkamsrækt, lyft lóðum og gert armbeygjur, eftir veikindin. Síðan hafi menn farið að efast um að um hefðbundna flensu væri að ræða undir lok túrsins þegar einn skipverjanna var hvað veikastur. Þór segist hafa greinst með mótefni við veirunni að túrnum loknum og verið mjög heppinn. „Ég varð svo hissa að ég hélt að þeir hefðu ruglast á glösum.“ Þór var spurður hvort hann hefði fengið einhver viðbrögð vegna viðtalsins sem hann veitti Vísi. Sagði hann viðbrögðin hafa verið hörð, sérlega frá „lattelepjandi Reykvíkingum“. Þetta hafi hins vegar verið hans upplifun. Hann var heldur ekki sáttur við yfirlýsingar þess efnis að skipverjar hafi verið látnir vinna fárveikir allan túrinn. Það hafi ekki verið raunin. „Nokkrir fóru í líkamsrækt eftir vakt. Þar eru þeir að djöflast í lóðum, gerandi armbeygjur og fara í gufubað eftir það. Þannig menn eru ekki fárveikir.“ Tilgangurinn að fá hið rétta fram Hvorki fulltrúar útgerðarinnar né skipstjórinn tjáðu sig við sjóprófið en lögreglurannsókn stendur yfir vegna hópsýkingarinnar. Þar er skipstjórinn með stöðu sakbornings. Sjóprófinu mun hvorki fylgja dómur né úrskurður. Lögmaður stéttarfélaganna sagði í samtali við fréttastofu í gær að tilgangurinn með sjóprófinu væri að fá hið rétta fram. „Það kom vel hérna fram í dag að skipstjórinn hefur hringt í skipverja til að biðja þá afsökunar á þeim mistökum sem voru gerð. Og það kæmi mér ekki á óvart ef útgerðin myndi fylgja á eftir og koma með formlega afsökunarbeiðni,“ sagði Jónas Þór Jónasson, lögmaður stéttarfélaganna, í samtali við fréttastofu að sjóprófi loknu í gær. Jónas segir sjóprófið hafa leitt fram það sem áður hafi verið vitað, gerð hafi verið hrapaleg mistök frá fyrsta degi veiðiferðarinnar. „Og hver röng ákvörðunin kom á eftir annarri og þetta er katastrófa þetta mál. Ábyrgðin liggur hjá útgerð og skipstjóra.“ 25 voru um borð og hluti þeirra mætti í skýrslutöku. Jónas sagði vitnisburðinn hafa skipst í tvennt, þeirra sem eru hliðhollir útgerðinni og búa á svæðinu og svo hinir. „Það er alveg skiljanlegt að menn séu hræddir um sína stöðu og ef þeir spila ekki með sé atvinnan í húfi. Meirihluti þeirra sem gáfu skýrslu í dag, sérstaklega undirmennirnir, gáfu skilmerkilega og góða skýrslu um það sem gerðist. Atburðarásin er mjög upplýst þó að fyrirsvarsmenn útgerðarinnar hafi neitað að koma fyrir dóminn og gefa skýrslu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Sjópróf vegna hópsýkingar á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni leiddi í ljós að enginn skipverjanna fékk beina skipun um að vinna veikur. Skipverjar lýstu því margir fyrir dómi að um væri að ræða félagslegan þrýsting sem ætti sér rætur í áratuga langa hefð meðal sjómanna, ef þú ert nægjanlega hraustur þá sinnir þú þinni vinnu, annars falla auknar byrðar á félagana. Stéttarfélög skipverjanna fóru fram á sjópróf fyrir Héraðsdómi Vestfjarða gegn Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem gerir út Júlíus Geirmundsson. Sjóprófin beindust einnig gegn Sveini Geir Arnarssyni, skipstjóra Júlíusar. 14 skipverjar af 25 komu fyrir dóminn ásamt Súsönnu Björg Ástvaldsdóttur, umdæmislækni sóttvarna á Vestfjörðum. Lögmenn stéttarfélaganna sögðust ekki hafa boðað alla skipverjanna í skýrslutöku því það ýmist bætti ekki við frásögnina að fá þá alla og sumir hafi ekki viljað mæta fyrir dóminn. Sveinn skipstjóri neitaði að svara spurningum lögmanna við sjóprófin sökum þess að hann er með stöðu sakbornings í lögreglurannsókn vegna málsins. Tvær sögulínur skipverja Heyra mátti tvær sögulínur við þetta sjópróf, annars vegar þeirra sem lýstu miklum veikindum um borð og hins vegar annara sem sögðu tvo hafa verið virkilega veika um borð. Allir sögðu skipverjarnir að skipstjórinn og forsvarsmenn útgerðarinnar hafi hringt í þá og beðið þá afsökunar á því sem gerðist um borð í togaranum þennan umrædda túr. 22 af 25 skipverjum á Júlíusi Geirmundssyni reyndust smitaðir af Covid-19.Vísir/Hafþór Þeir voru allir spurðir hvort aðgerðir hefðu verið um borð vegna kórónuveirufaraldursins. Sögðust þeir kannast annað hvort við aðgerðir eða tilmæli um að huga að sóttvörnum allt frá því í apríl. Fregnir bárust af lyfjaskorti um borð um skipinu þegar veikindin voru sem mest. Allir fengu þau lyf sem þeir báðu um, utan Panodil Hot, sem kláraðist þegar veikindin komu upp. Einnig voru þeir spurðir hvort tilmæli hefðu borist um að segja ekki frá veikindunum á samfélagsmiðlum, sem þeir könnuðust við. Mætti með kvefeinkenni um borð Allt hófst þetta þegar skipið lagði úr höfn í lok september. Á öðrum degi túrsins var ljóst að einn hásetanna var með kveflík einkenni. Var brugðið á það ráð að einangra skipverjann í sjúkraklefa Júlíusar. Skipstjórinn fór með grímu fyrir vitunum og í hönskum til að ræða við hásetann um veikindin. Sá háseti sagði við sjóprófið að hann hefði haft vitneskju um fyrirmæli hjá útgerðinni að ef einhver skipverja fyndi fyrir einkennum ætti sá ekki að koma um borð. Hásetinn fullyrti hins vegar að hann hefði verið veikur tíu dögum fyrir túrinn en hefði verið góður í viku fyrir túrinn. Hann hefði haft samband við heilsugæslu, ekki fengið að mæta í sýnatöku en fengið þær upplýsingar frá heilsugæslunni að sennilegast væri ekki um kórónuveirusýkingu að ræða. Erfitt að meta veikindi í gegnum síma Skipstjórinn hafði þá samband við Súsönnu Björg Ástvaldsdóttur, umdæmislækni sóttvarna á Vestfjörðum, sem mætti í skýrslutöku við Héraðsdómi Vestfjarða í gær. Súsanna sagðist hafa fengið símtal frá Sveini skipstjóra 28. september eftir að einn skipverjanna hafði sýnt kveflík einkenni. Súsanna sagði skipstjórann hafa spurt hvort um Covid-veikindi gæti verið að ræða hjá viðkomandi skipverja. Svar hennar hafi verið á þá leið að erfitt væri að meta það í gegnum síma. Koma þyrfti með manninn í sýnatöku til að skera úr um það. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt alveg ljóst að sigla hefði átt skipverjum til hafnar þegar veikindi komu upp. Súsanna var spurð hvort hún hefði fylgt því eftir að fá skipið í land svo hægt væri að taka sýni úr skipverjanum. Hún svaraði því til að hennar skilningur á símtalinu við skipstjórann hefði verið á þá leið að hún teldi að hann ætlaði að snúa aftur í land með skipverjann í sýnatöku. Hún hefði ekki tök á að fylgja öllum slíkum símtölum eftir því hún hefði margar skyldur á sínum herðum. Brugðið þegar hún sá listann Tæplega tveimur vikum síðar, eða 16. október, fær Súsanna annað símtal frá Sveini skipstjóra um að fleiri væru orðnir veikir um borð og var þá farið í að skipuleggja sýnatökur á Ísafirði. Þegar Júlíus kom til hafnar og hafði lagst við bryggju daginn eftir fór Súsanna um borð þar sem hún fékk lista frá skipstjóranum þar sem hann hafði haldið skráningu yfir einkenni og veikindi skipverja. Súsanna sagði að sér hefði brugðið þegar hún sá listann frá Sveini skipstjóra. Meira og minna allir skipverjar höfðu sýnt einkenni. „Þá segi ég við Svenna: Þetta er Covid,“ sagði Súsanna. Í fyrstu stóð til að taka skipverjana í slembipróf en síðar meir var ákveðið að allir skyldu prófaðir. Vildi ekki skipið við bryggju Eftir að sýni voru tekin hafði hún sagt skipstjóranum að hún vildi ekki skipið við bryggju, því hún hefði áhyggjur af því veiran myndi rata inn í samfélagið en tjáði skipstjóranum að fara ekki langt frá ef ske kynni að einhver myndi veikjast alvarlega og sækja þyrfti viðkomandi hratt. „Ég sagði honum að fara ekki langt frá,“ sagði Súsanna en skipstjórinn ákvað að halda aftur til veiða út á haf. Var skipið í þannig fjarlægð frá höfn að fimm tíma tók að sigla því aftur til baka. Júlíus Geirmundsson í höfn á Ísafirði.Vísir/Hafþór Súsanna sagði það of langt í burtu að hennar mati, og ekki það sem hún meinti þegar hún sagðist ekki vilja hafa skipið bundið við bryggju. „Ég get ekki útskýrt hvernig hann misskilur það,“ sagði Súsanna um ákvörðun skipstjórans. Bað einn um að koma í land Eftir að hafa skoðað skipverjanna var það mat Súsönnu að enginn þeirra væri alvarlega veikur. Hún tók þó eftir einum „eldri herramanni“, sem er hluti af áhöfninni, og sá að hann var mjög slappur. Hún tók hann til hliðar og bað hann um að koma í land en hann neitaði. Súsanna sagði manninn ekki hafa sýnt nein líkamleg einkenni en hún hafi séð á honum að hann væri fölur og henni leist ekki vel á hann. „Hann vildi ekki koma í land. Ég gat ekki þvingað hann til þess,“ sagði Súsanna. Eftir að 22 af 25 skipverjum höfðu verið greindir með veiruna var haldið heim á ný en þá átti eftir að þrífa skipið. Súsanna var spurð út í þá ákvörðun. „Ég skipulegg ekki þrif eða löndun á skipinu. Það er skipstjórans að spyrja þá hvort þeir treysti sér til þess. Það fer allt eftir því hvað fólk treystir sér til,“ sagði Súsanna en hún sagði skipverjana hafa verið líkamlega hrausta þegar hún skoðaði þá. „Hrynja bara eins og flugur“ Súsanna sagðist hafa tjáð skipstjóranum í samskiptum sínum við hann, áður en skipverjar voru greindi með kórónuveiruna, að ef Covid-sýking væri um borð þá myndi nærri því öll áhöfnin líklegast sýkjast. Þegar hún skoðaði skjalið sem skipstjórinn hafði haldið um einkenni og veikindi skipverja skildi hún ekki hvers vegna skipinu var ekki siglt í höfn til sýnatöku. „Þeir hrynja bara eins og flugur samkvæmt þessu skjali,“ sagði Súsanna. „Ég finn til með skipstjóranum því hann tekur ekki réttar ákvarðanir,“ sagði Súsanna í héraðsdómi. Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður skipstjórans, spurði Súsönnu hvers vegna hún hefði ekki verið afgerandi í fyrsta símtali sínu við skipstjórann um að snúa ætti skipinu til hafnar í sýnatöku. Súsanna svaraði að hún bjóst ekki við öðru en það yrði gert. Hún væri ekki með yfirsýn yfir alla þá sem mæta í skimun. „Ég verð að geta treyst því að menn fari eftir því sem ég bið þá um að gera,“ sagði Súsanna og bætti við ef hún þyrfti að ganga á eftir fólki í skimun á hverjum degi næði hún ekki að uppfylla skyldur sínar sem læknir. Hún sagðist ekki hafa haft grun um að skipstjórinn myndi ekki fara eftir hennar tilmælum um að fara til hafnar í sýnatöku. Hún hafi ekki þurft að beita valdi í sínu starfi, hún hafi þó farið í lögreglufylgd til að taka sýni hjá fólki, en í þau skipti hafi verið um fíkla að ræða sem hún gat ekki treyst. Í tilviki skipstjórans hafði hún enga ástæðu til að treysta honum ekki. „Aðrir aðilar gripið inn í“ Einn þeirra sem mætti til skýrslutöku í Héraðsdómi Vestfjarða í gær er hásetinn Arnar Gunnar Hilmarsson sem hafði áður rætt þennan túr Júlíusar Geirmundssonar í fréttum Ríkisútvarpsins þar sem hann sagði veika menn hafa verið látna vinna um borð. Arnar Gunnar ræddi um reynslu sína í kvöldfréttum RÚV.RÚV Arnar veiktist sjálfur um borð en hann sagðist hafa rætt við Svein skipstjóra eftir að Arnar hafði veitt Ríkisútvarpinu viðtal. Hann sagðist hafa spurt Svein út í viðtal sem Súsanna hafði veitt þar sem hún sagði að hún hefði boðað skipið í höfn svo hægt væri að fara með skipverjana í sýnatöku við upphaf túrsins. „Hann svarar: Já, það er nú ekki alveg rétt. Aðrir aðilar hefðu gripið inn í ákvörðunarferlið. Hann sagðist ekki ætla að segja nein nöfn en mig grunar það persónulega að það hafi verið útgerðin,“ sagði Arnar. Spurður út í „grafískar lýsingar“ Jóhannes Bjarni, lögmaður Sveins skipstjóra, spurði Arnar út í „grafískar lýsingar“ hans á því hvernig menn voru neyddir veikir til vinnu. „Hver var það sem var haldið nauðugum við vinnu?,“ spurði Jóhannes Bjarni. „Þegar þú ert á skipi úti á sjó að sinna vinnu í umhverfi þar sem er gífurleg pressa að halda afköstum háum, þá myndi ég segja að í ljósi þessara aðstæðna var mönnum haldið nauðugum við vinnu til að halda afköstum,“ svaraði Arnar. Jóhannes Bjarni sagði við Arnar að þarna væri hann að lýsa móral um borð í skipinu. Ítrekaði hann því spurningu sína hvort einhver, sem var veikur, hefði fengið beina skipun um að vinna. Arnar sagði svo ekki vera en bætti við: „Það er oftast þannig að það er óskrifuð regla að ef þú vilt halda vinnunni um borð þá tekur þú þér ekki veikindaleyfi.“ „Ætlaði ekki að ná andanum“ Einn skipverjanna sem veiktist lýsir því að hann hefði leyft sér að fara inn í koju þegar það var ekkert fiskerí, ef hins vegar hefði verið mokveiði hefði hann staðið sína vakt. Skipverjinn tók þátt í lokaþrifunum á skipinu sem fóru ekki vel í hann, enda hafði hann fengið í lungun. „Ég ætlaði ekki að ná andanum aftur,“ sagði skipverjinn sem lýsti því hvernig skipið er þrifið með klór og við það myndist mikil gufa sem fór í lungun. „Ég gafst upp eftir fjóra tíma.“ Venjulega taki það tólf til fjórtán tíma að klára lokaþrif á skipinu en í þetta skiptið hafi það verið gert nokkuð fljótt. „Skipið hefur örugglega verið þrifið betur áður.“ Hann taldi vendipunkt málsins vera þegar skipinu var snúið aftur á veiðar eftir sýnatökuna. Farið var aftur út í kolvitlausu veðri til að taka tvö til þrjú höl í viðbót. „Mér finnst lyktin af þessu öllu eins og útgerðin hafi stjórnað þessu.“ Hann sagðist ekki hafa kannast við að menn hafi fengið skipun um að vinna veikir. Menn mæti þó á vakt á meðan þeir geta staðið í lappirnar. Andinn sé þannig úti á sjó að ekki standi til að velta byrðinni á herðar annarra. Menn reyni að standa í lappirnar, geti þeir það. Aldrei á ævinni orðið svo veikur „Ég hef aldrei á ævinni orðið svona veikur,“ sagði einn hásetanna sem veiktist föstudaginn 2. október á túrnum. Var viðkomandi settur í einangrun. Hann segir skipstjórann hafa athugað með sig og spurt sig nokkrum sinnum hvernig heilsan væri og svörin hefðu verið þau sömu: Ekki góð. Fjölmiðlar máttu ekki greina frá því sem fram fór í dómsal í gær þar til allir skipverjar höfðu gefið skýrslu.Vísir/BirgirO Á mánudagskvöldi hafi skipstjórinn spurt hann hvort hásetinn væri ekki orðinn góður? Hann hafi í framhaldinu mætt á vaktina enda í kúltúr sjómanna að láta sig hafa ýmislegt. Hann segist hafa fundið fyrir létti þegar hann heyrði af því að stefna ætti skipinu til hafnar í sýnatöku. Hann hafi hins vegar gefist upp þegar haldið var út á miðin á ný. Hann hafi fundið fyrir miklum eftirköstum vegna veikindanna og hefur verið boðaður í frekari rannsóknir. Telur öndunargrímu hafa bjargað sér Tveir úr áhöfninni voru reknir í koju vegna veikinda. Annar þeirra lýsti veikindum sínum þannig að hann hefði oft orðið veikari, en hann hafi aldrei upplifað jafn mörg einkenni í einu og að sýkjast af Covid. Beinverki, vöðvaverki, höfuðverki, uppköst og niðurgang. Viðkomandi hafði verið í koju í tvo daga áður en hann ákvað sjálfur að fara aftur að vinna. „Maður hafði ekki samvisku í að vera lengur,“ sagði skipverjinn. Þessi umræddi skipverji hafi þurft að sofa með öndunargrímu vegna erfiðleika við svefn. Hann var spurður hvort sú gríma hafi hjálpað honum í gegnum Covid-veikindin. Hann segir svo vera. Hann var með grímuna á sér í tvo sólarhringa þar sem hún blés stanslaust í hann lofti. Hann sagði skipstjórann hafa athugað með sína líðan og tjáð honum að hún væri öll í rétt átt. „Það var bara fyrst og fremst ég sjálfur sem hélt því fram, ég var ekki að koma neitt. Það er bara lenskan um borð í togurum. Þú gerir ekki mikið úr þínum veikindum. Þetta er gríðarlegt virðingarleysi gagnvart veikindum skipverja sem er búið að ala upp í okkur.“ Hann sagðist vera óvinnufær eftir þessi veikindi og að heilsan væri mjög slæm. Nokkrir til viðbótar sögðust enn þjást af orku- og þolleysi í kjölfar veikindanna. „Ég er af gamla skólanum“ Einn skipverjanna sem veiktist en fór ekki koju sagðist hafa látið skipstjórann vita af veikindunum. Hann hafi hvorki verið skikkaður í koju eða út að vinna, ákvörðunin hafi verið hans. Aðrir hafi hins vegar farið inn í koju en enginn skikkaður til að vinna eftir hans vitneskju. Hann var mjög slappur í tvo daga en var svo slappur í sjö til átta daga. Frá Ísafirði þar sem sjóprófið fór fram í gær.Vísir/Egill Hann hafi þó verið orðinn ágætur þegar komið var í höfn til sýnatöku. Spurður hvort það hafi hvarflað af honum að fara í land svaraði hann: „Ég er af gamla skólanum. Það kom aldrei til greina af minni hálfu að fara í land, enda vissi ég ekki hvað þetta var.“ Skipverjar voru einnig spurðir út í tilmæli skipstjórans um að ræða ekki við fjölmiðla um aðstæður um borð eða þá að setja eitthvað um þau á samfélagsmiðla. Flestir könnuðust við að hafa heyrt tilmæli um slíkt. „Þykir bara ágætlega vænt um starf mitt“ Einnig voru þeir spurðir að því hvenær umræða fór um stað um grun um Covid-smit. Flestir voru á því að sú umræða hafi byrjað um leið og fyrsti skipverjinn var settur í einangrun vegna kvefeinkenna. Sá skipverji hefði þó haldið því fram að hann hefði svör frá heilsugæslu þess efnis að ekki væri um Covid-að ræða þó hann hefði ekki farið í sýnatöku. Voru skipverjarnir spurðir af lögmönnum útgerðar og skipstjóra hvort þeir hefðu í ljósi þessa gruns um Covid-smit sett sig í samband við lækni eða annað til að lýsa yfir áhyggjum sínum ef einhverjar voru. „Mér þykir bara ágætlega vænt um starf mitt. Hvað heldur þú að myndi gerast ef ég hringdi í land?“ sagði einn skipverjanna. Hann bætti við að skipstjórinn hefði tjáð áhöfninni að hann hefði sett sig í samband við lækni í landi. „Og hvaða ástæðu á ég að hafa að maðurinn sé að ljúga?“ Hörð viðbrögð frá „lattelepjandi Reykvíkingum“ Þór Ólafur Helgason var yfirvélstjóri á Júlíusi Geirmundssyni þennan túr en hann hefur sagt í samtali við Vísi að enginn hafi verið skikkaður til að vinna. Þór var boðaður í skýrslutöku í þessu sjóprófi en hann vildi meina að í fyrstu hefði verið talið að veikindin gætu ekki verið vegna kórónuveirunnar. Menn veiktust mjög fljótt og voru orðnir góðir og farnir að vinna aftur nokkrum dögum síðar. Sumir þeirra hafi jafnvel stundað líkamsrækt, lyft lóðum og gert armbeygjur, eftir veikindin. Síðan hafi menn farið að efast um að um hefðbundna flensu væri að ræða undir lok túrsins þegar einn skipverjanna var hvað veikastur. Þór segist hafa greinst með mótefni við veirunni að túrnum loknum og verið mjög heppinn. „Ég varð svo hissa að ég hélt að þeir hefðu ruglast á glösum.“ Þór var spurður hvort hann hefði fengið einhver viðbrögð vegna viðtalsins sem hann veitti Vísi. Sagði hann viðbrögðin hafa verið hörð, sérlega frá „lattelepjandi Reykvíkingum“. Þetta hafi hins vegar verið hans upplifun. Hann var heldur ekki sáttur við yfirlýsingar þess efnis að skipverjar hafi verið látnir vinna fárveikir allan túrinn. Það hafi ekki verið raunin. „Nokkrir fóru í líkamsrækt eftir vakt. Þar eru þeir að djöflast í lóðum, gerandi armbeygjur og fara í gufubað eftir það. Þannig menn eru ekki fárveikir.“ Tilgangurinn að fá hið rétta fram Hvorki fulltrúar útgerðarinnar né skipstjórinn tjáðu sig við sjóprófið en lögreglurannsókn stendur yfir vegna hópsýkingarinnar. Þar er skipstjórinn með stöðu sakbornings. Sjóprófinu mun hvorki fylgja dómur né úrskurður. Lögmaður stéttarfélaganna sagði í samtali við fréttastofu í gær að tilgangurinn með sjóprófinu væri að fá hið rétta fram. „Það kom vel hérna fram í dag að skipstjórinn hefur hringt í skipverja til að biðja þá afsökunar á þeim mistökum sem voru gerð. Og það kæmi mér ekki á óvart ef útgerðin myndi fylgja á eftir og koma með formlega afsökunarbeiðni,“ sagði Jónas Þór Jónasson, lögmaður stéttarfélaganna, í samtali við fréttastofu að sjóprófi loknu í gær. Jónas segir sjóprófið hafa leitt fram það sem áður hafi verið vitað, gerð hafi verið hrapaleg mistök frá fyrsta degi veiðiferðarinnar. „Og hver röng ákvörðunin kom á eftir annarri og þetta er katastrófa þetta mál. Ábyrgðin liggur hjá útgerð og skipstjóra.“ 25 voru um borð og hluti þeirra mætti í skýrslutöku. Jónas sagði vitnisburðinn hafa skipst í tvennt, þeirra sem eru hliðhollir útgerðinni og búa á svæðinu og svo hinir. „Það er alveg skiljanlegt að menn séu hræddir um sína stöðu og ef þeir spila ekki með sé atvinnan í húfi. Meirihluti þeirra sem gáfu skýrslu í dag, sérstaklega undirmennirnir, gáfu skilmerkilega og góða skýrslu um það sem gerðist. Atburðarásin er mjög upplýst þó að fyrirsvarsmenn útgerðarinnar hafi neitað að koma fyrir dóminn og gefa skýrslu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira