Töldu sig hafa lagt hald á metmagn ketamíns Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2020 10:27 Lögregluþjónar töldu sig hafa lagt hald á 11,5 tonn af ketamíni. Svo reyndist ekki. Vísir/ONCB Fyrr í þessum mánuði sendu yfirvöld í Taílandi frá sér yfirlýsingu um að metmagn lyfsins ketamín hefði fundist og að lögregla hefði lagt hald á það. Ketamínið var verðmetið á um milljarð dala, eða um 135 milljarða króna. Nú virðist þó sem ekki hafi verið um ketamín að ræða. Somsak Thepsuthin, dómsmálaráðherra, sagði frá þessu í morgun. Hann sagði lögregluþjóna nota efni sem verður fjólublátt í snertingu við ketamín til að finna lyfið. Nú hefur komið í ljós að efnið verður einnig fjólublátt þegar það kemst í snertingu við trísódíum fosfat, sem er efni sem notað er i framleiðslu matvæla og hreinsiefna, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. „Þetta var misskilningur sem við þurfum að sætta okkur við. Þetta voru ekki mistök. Þetta er ný þekking,“ sagði Thepsuthin. Efnin fundust og voru haldlögð þann 12. nóvember. Þegar fundurinn var tilkynntur sögðu yfirvöld í Taílandi að smyglið vísaði til alþjóðlegrar glæpastarfsemi. Efnin voru flutt í báti og voru í 475 pokum og alls 11,5 tonn að þyngd. Búið er að greina efni í 66 pokum og hefur ekkert ketamín fundist. Í frétt Vice frá því þegar efnin voru haldlögð segir að vitað sé að umfangsmikið framleiðsla á metamfetamíni á sér stað í Suðaustur-Asíu og að frá árinu 2015 hafi lögregluembætti á svæðinu verið að leggja meira og meira hald á ketamín. Hér má sjá færslu frá undirstofnun dómsmálaráðuneytis Taílands, ONCB, þar sem farið er með málefni fíkniefna þar í landi, um fund efnanna fyrr í mánuðinum. . . . 11.5 12 2563 ...Posted by on Thursday, 12 November 2020 Taíland Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði sendu yfirvöld í Taílandi frá sér yfirlýsingu um að metmagn lyfsins ketamín hefði fundist og að lögregla hefði lagt hald á það. Ketamínið var verðmetið á um milljarð dala, eða um 135 milljarða króna. Nú virðist þó sem ekki hafi verið um ketamín að ræða. Somsak Thepsuthin, dómsmálaráðherra, sagði frá þessu í morgun. Hann sagði lögregluþjóna nota efni sem verður fjólublátt í snertingu við ketamín til að finna lyfið. Nú hefur komið í ljós að efnið verður einnig fjólublátt þegar það kemst í snertingu við trísódíum fosfat, sem er efni sem notað er i framleiðslu matvæla og hreinsiefna, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. „Þetta var misskilningur sem við þurfum að sætta okkur við. Þetta voru ekki mistök. Þetta er ný þekking,“ sagði Thepsuthin. Efnin fundust og voru haldlögð þann 12. nóvember. Þegar fundurinn var tilkynntur sögðu yfirvöld í Taílandi að smyglið vísaði til alþjóðlegrar glæpastarfsemi. Efnin voru flutt í báti og voru í 475 pokum og alls 11,5 tonn að þyngd. Búið er að greina efni í 66 pokum og hefur ekkert ketamín fundist. Í frétt Vice frá því þegar efnin voru haldlögð segir að vitað sé að umfangsmikið framleiðsla á metamfetamíni á sér stað í Suðaustur-Asíu og að frá árinu 2015 hafi lögregluembætti á svæðinu verið að leggja meira og meira hald á ketamín. Hér má sjá færslu frá undirstofnun dómsmálaráðuneytis Taílands, ONCB, þar sem farið er með málefni fíkniefna þar í landi, um fund efnanna fyrr í mánuðinum. . . . 11.5 12 2563 ...Posted by on Thursday, 12 November 2020
Taíland Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira