Segir að aðrir tennisleikarar hafi gert grín að sér fyrir að ráða konu sem þjálfara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2020 10:32 Amelie Mauresmo þjálfaði Andy Murray í tvö ár. getty/Michael Dodge Skoski tenniskappinn Andy Murray segir að aðrir tennisleikarar og þjálfarar þeirra hafi gert grín að sér fyrir að ráða konu sem þjálfara. Sumarið 2014 réði Murray hina frönsku Amelie Mauresmo sem þjálfara sinn eftir að leiðir hans og Ivan Lendl skildu. Ráðningin vakti mikla athygli enda ekki algengt að kona þjálfi karl í tennis. Murray segist hafa fengið mikil viðbrögð við ráðningunni frá kollegum sínum, ekki öll jákvæð. „Þegar fréttir bárust af því að ég væri að íhuga að ráða konu fékk ég skilaboð frá öðrum tennisleikurum eins og: „ég trúi ekki að þú sért að spila þennan leik með fjölmiðlum. Á morgun ættirðu að segja að þú værir að hugsa um að vinna með hundi“ og fleira í þeim dúr,“ sagði Murray í þættinum Driving Force á Sky Sports þar sem fjallar er um afrekskonur í íþróttum. „Mér var brugðið. Ég hafði aldrei upplifað neitt slíkt áður því ég hafði aldrei unnið áður með konu. Síðan jókst þetta bara. Hún mætti andstöðu.“ Murray sagði að Mauresmo hafi fengið mun harðari gagnrýni en aðrir þjálfarar hans. „Þegar ég tapaði leik setti enginn út á þjálfarann minn. Venjulega er það spilarinn sjálfur sem er gagnrýndur. En sú var ekki raunin þegar ég vann með Amelie,“ sagði Murray. „Stærsta eftirsjáin er að hafa ekki unnið risamót með henni en það var litið á það eins og hún hefði brugðist mér. Ef það var þannig hafa allir þjálfarar mínir nema einn brugðist mér. Mér fannst hún fá harkalega gagnrýni bara út af því að hún er kona.“ Murray og Mauresmo unnu saman í tvö ár en á þeim tíma komst hann m.a. í 2. sæti heimslistans í tennis. Mauresmo var ein af bestu tenniskonum heims á sínum tíma, komst í efsta sæti heimslistans og vann tvö risamót á ferlinum. Tennis Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Sjá meira
Skoski tenniskappinn Andy Murray segir að aðrir tennisleikarar og þjálfarar þeirra hafi gert grín að sér fyrir að ráða konu sem þjálfara. Sumarið 2014 réði Murray hina frönsku Amelie Mauresmo sem þjálfara sinn eftir að leiðir hans og Ivan Lendl skildu. Ráðningin vakti mikla athygli enda ekki algengt að kona þjálfi karl í tennis. Murray segist hafa fengið mikil viðbrögð við ráðningunni frá kollegum sínum, ekki öll jákvæð. „Þegar fréttir bárust af því að ég væri að íhuga að ráða konu fékk ég skilaboð frá öðrum tennisleikurum eins og: „ég trúi ekki að þú sért að spila þennan leik með fjölmiðlum. Á morgun ættirðu að segja að þú værir að hugsa um að vinna með hundi“ og fleira í þeim dúr,“ sagði Murray í þættinum Driving Force á Sky Sports þar sem fjallar er um afrekskonur í íþróttum. „Mér var brugðið. Ég hafði aldrei upplifað neitt slíkt áður því ég hafði aldrei unnið áður með konu. Síðan jókst þetta bara. Hún mætti andstöðu.“ Murray sagði að Mauresmo hafi fengið mun harðari gagnrýni en aðrir þjálfarar hans. „Þegar ég tapaði leik setti enginn út á þjálfarann minn. Venjulega er það spilarinn sjálfur sem er gagnrýndur. En sú var ekki raunin þegar ég vann með Amelie,“ sagði Murray. „Stærsta eftirsjáin er að hafa ekki unnið risamót með henni en það var litið á það eins og hún hefði brugðist mér. Ef það var þannig hafa allir þjálfarar mínir nema einn brugðist mér. Mér fannst hún fá harkalega gagnrýni bara út af því að hún er kona.“ Murray og Mauresmo unnu saman í tvö ár en á þeim tíma komst hann m.a. í 2. sæti heimslistans í tennis. Mauresmo var ein af bestu tenniskonum heims á sínum tíma, komst í efsta sæti heimslistans og vann tvö risamót á ferlinum.
Tennis Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu