Segir Katrínu ekki hafa svarað svo Hjörleifshöfði var seldur Þjóðverjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2020 17:40 Félagarnir Jóhann Vignir Hróbjartsson, Páll Tómasson og Victor Berg Guðmundsson ásamt Þjóðverjunum við undirritun samninga við stofnun félagsins Lavaconcept í fyrra. Jóhann Hróbjartsson Tólf árum eftir að félagar í Mýrdalshreppi byrjuðu að láta sig dreyma um að hafa eitthvað upp úr því að vinna sand í hreppnum er komin verulega hreyfing á hlutina. Félagarnir hafa ásamt Victori Berg Guðmundssyni og þýskum aðilum keypt rúmlega ellefu þúsund hektara jörð fyrir hundruð milljóna króna, sjálfan Hjörleifshöfða. Þeir telja sandinn í Vík geta komið að byltingu í steypuframleiðslu en auk þess ætla félagarnir sér stóra hluti í framleiðslu sandblásturssands. Seljendur jarðarinnar segjast ekki hafa fengið nein viðbrögð frá forsætisráðherra og því farið þá leið að selja þýsk-íslensku fyrirtæki jörðina. Forsætisráðuneytið segir hins vegar í orðsendingu til fréttastofu eftir að fréttin birtist að lögfræðingur ráðuneytisins hafi verið í samskiptum við lögmann seljenda jarðarinnar að ósk Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, en að ekki hafi náðst samkomulag um kaup á jörðinni. Verðmæti úr sandinum Jóhann Vignir Hróbjartsson, Páll Tómasson og Victor Berg Guðmundsson hafa fest kaup á jörðinni Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi ásamt STEAG Power Minerals frá Þýskalandi. Þjóðverjarnir eiga meirihluta í félaginu og fjármögnuðu kaupin að stærstum hluta. Auk námuvinnslu segja félagarnir uppbyggingu í ferðaþjónustu á dagskrá á svæðinu. „Ef það er eitthvað sem ekki vantar á Vík þá er það sandur,“ sagði Jóhann í viðtali við Morgunblaðið árið 2009 þegar fjallað var um plön félaganna. „Við fórum eitt sinn að velta því fyrir okkur hvort ekki mætti gera verðmæti úr öllum þessum sandi, en við vissum af félaga okkar sem vantaði sandblásturssand til að nota í starfsemi sinni og var að leita að samstarfsaðila til að þurrka fyrir sig og útbúa nothæfa vöru.“ Algjört flopp en nú bjart yfir Um 2-3 milljóna króna fjárfestingu hafi verið að ræða til að byrja með. Þúsundþjalasmiður að nafni Smári Tómasson í Vík hafi smíðað fyrir þá vél sem tók sandinn inn á færibandi, þurrkaði hann, flokkaði og setti í sekki eftir þörfum viðskiptavinarins. Fréttin í Morgunblaðinu í apríl 2009. Lítið gekk hjá þeim félögum í framhaldinu. Fókusinn var á innlendan markað og menn stórhuga. En lítið varð úr áætlunum út af bankahruninu haustið 2008. Hugmyndin var algjört flopp, eins og Jóhann kemst að orði enda eftirspurn eftir sandblæstri orðin lítil sem engin. „Þess vegna fórum við að skoða útflutninginn fyrir alvöru. Þetta er verkefni sem hefur litlu skilað okkur nema mikilli sjálfboðavinnu,“ segir Jóhann. Rúmum áratug síðar lítur allt betur út. Fókus á sandblásturssand Eftir að Jóhann og Páll fóru að horfa út fyrir landsteinana ákváðu þeir að fá erlenda hluthafa til aðstoðar við markaðssókn erlendis. Úr varð fyrirtækið Lavaconcept sem ætlar að einbeita sér að sandblásturssandi. Skrifað var undir samning í fyrra. STEAG hefur lokað mörgum af kolaverum sínum þaðan sem hliðarafurðir hafa verið seldar. Þeirra á meðal flugaska sem er lykil hráefni í sement og þar með steypu. Jóhann segir að með íblöndun á vikri úr eldstöðinni Kötlu verði hægt að draga verulega úr koldíoxíð mengun frá sementsiðnaði á alþjóðavettvangi. „Okkar sandur virðist hafa mjög góða eiginleika. Margar rannsóknir hafa sýnt að hann stenst kröfur og vinnst vel. Hann skorar hátt í öllum prófum og hefur verið að leysa af hólmi þessa afurð frá kolaverunum,“ segir Jóhann. Tvær námur til að byrja með Jóhann segir Lavaconcept verkefnið rétt hafið. Byrjað verði að vinna efni úr tveimur námum og svo fleiri í framhaldinu til að hlífa svæðum ef á þurfi að halda. Þannig séu þeir með samninga við þó nokkra landeigendur varðandi vinnsluna. Horft til norðurs. Hjörleifshöfði er í forgrunni, en Hafursey er fjær, næst Kötlujökli.Mynd/Þórir Níels Kjartansson. Uppbygging svæðisins verði í höndum þeirra Jóhanns, Páls og Victors sem eru heimamenn með sterkar rætur í Mýrdalshreppi. Þeir þekki vel og geri sér grein fyrir sögulegu og menningarlegu gildi jarðarinnar fyrir íslenskt samfélag. Auk námuvinnslu þar sem umhverfissjónarmið og sjálfbærni verði í hávegum höfð verði unnið að skipulagningu við uppbyggingu á ferðaþjónustu á jörðinni til að draga að erlenda og innlenda ferðamenn til að njóta náttúrufegurðar en ekki síður sögu svæðisins sem nær aftur til fyrstu landnema Íslands. Telja Mýrdalshrepp hagnast mikið „Stefnt er á að byggja á og efla samstarf og traust og munu fyrirtæki í heimabyggð njóta góðs af þar sem stefnt er á að fara í samstarf með fyrirtækjum sem nú þegar eru skráð í Mýrdalshreppi til að auka hagsæld bæði fyrirtækja á svæðinu og ekki síður sveitarfélagsins í heild,“ segir Jóhann. „Mýrdalshreppur mun án efa hafa umtalsverðan efnahagslegan ávinning af þeim verkefnum og uppbyggingu sem farið verður í á komandi árum. En stærsti ávinningurinn er án efa að geta notað náttúrulegt efni til að draga úr losun CO2 frá sementsiðnaðinum. Verndun menningararfleifðar og einstakrar íslenskrar náttúru er fyrirtækinu mjög mikilvægt.“ „Þetta er allt bara byggt upp á þessari hugmynd okkar Páls frá 2008, í einhverjum bjánaskap. Við töldum þetta lítið mál. Núna 2020 er þetta að detta í gegn. Þetta hefur verið langt og dýrt ferli en alltaf rúllað áfram. Við höfum alltaf haldið að þetta væri hinum megin við hornið,“ segir Jóhann. Systkini seldu jörðina Seljendur Hjörleifshöfða eru systkinin Þórir Kjartansson, Áslaug Kjartansdóttir og Halla Kjartansdóttir. Þau hafa verið með jörðina á sölu undanfarin fjögur ár. Þórir Kjartansson í Vík, einn eigenda Hjörleifshöfða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Hann segir Vísi að systkinin hafi gert endurteknar tilraunir til að selja íslenska ríkinu jörðina. „Fyrir c.a. ári fórum við að finna fyrir verulega auknum áhuga ýmissa aðila fyrir að kaupa jörðina, bæði vegna vikursins og einnig vegna möguleika í ferðaþjónustunni. Þá ákváðum við að gera allra síðustu tilraun í því að selja ríkinu jörðina,“ segir Þórir. Þau hafi verið vongóð um meiri áhuga hjá núverandi ríkisstjórn en þeim fyrri sem hafi sýnt jörðinni lítinn áhuga. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, og þingmaður Sunnlendinga, hafi verið áfram um málið. Einnig hefði fólk úr þingflokki Vinstri grænna tjáð honum að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri áhugasöm. Þórir segir að vegna efasemda forsætisráðherra um jarðarkaup útlendinga hafi hann talið líklegt að hún sýndi jörðinni áhuga. Ekkert svar hafi borist „Ég reyndi lengi í gegn um ritara hennar að fá fund með henni til að ræða málið en án árangurs. Þá tók ég það fyrir að senda henni persónulegt bréf, sem ég vissi að komst í hennar hendur en þar setti ég inn allar helstu upplýsingar um jörðina ásamt myndum o.fl. og bað hana svo að hafa samband við mig annað hvort í síma eða á tölvupósti.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sýndi engan áhuga á að ríkið keypti jörðina, að sögn Þóris.Vísir/Vilhelm Ekkert svar hafi borist. Því segist Þórir hafa talið öruggt að hún vildi ekkert af þessu vita og þar með fullreynt að ná þessu fram á þeim vettvangi. „Þá lágu þegar fyrir tilboð í jörðina og gengum við þá til samninga við íslensk-þýskt fyrirtæki og nú hefur verið gengið frá þessum kaupum.“ Í orðsendingu frá forsætisráðuneytinu sem barst Vísi eftir að fréttin fór í loftið segir að lögfræðingur ráðuneytisins hafi verið í samskiptum við lögmann eigenda jarðarinnar frá því í desember 2019, að ósk forsætisráðherra. Ekki hafi náðst samkomulag um kaup á jörðinni. Kaupverðið á jörðinni við Hjörleifshöfða nú fæst ekki uppgefið. Þegar jörðin var auglýst til sölu árið 2016 var talað um viðmiðunarverðið 500-1000 milljónir. Samkvæmt heimildum fréttastofu var upphæðin sem fékkst fyrir jörðina nær neðri mörkunum. Að neðan má sjá tilkynningu frá Mýrdalssandi ehf, félagi þeirra Jóhanns, Páls og Victors, í heild. Þrautsegja og þolinmæði heimamanna skapa fjölbreytt störf. Allt frá árinu 2008 hefur staðið yfir vinna við að byggja upp nýja atvinnugrein í jarðefnaiðnaði í Mýrdalshreppi sem mun skapa fjölbreytt störf sem ekki eru árstíðabundin. Til þess að geta byggt á traustum grunni til framtíðar var ákveðið að fara saman í þetta verkefni með STEAG Power Minerals frá Þýskalandi og festa kaup á Hjörleifshöfðajörðinni. STEAG sem hafa í áratugi verið leiðandi á evrópskum markaði í framboði á flugösku, sem er aukaafurð frá kolaorkuverum. Nú er verið að loka kolaorkuverum og er því verið að leit að umhverfisvænu nýju efni sem kemur í staðin fyrir flugösku. Þetta er gríðarlega mikilvægur liður í baráttunni við losun CO2 frá steinsteypu og sementsiðnaðinum í framtíðinni. „Ef sementsiðnaðurinn á jörðinni væri land, væri það land í þriðja sæti yfir lönd sem losa hvað mest af CO2 út í andrúmsloftið. Sementsiðnaðurinn losar um 8% af allri CO2 mengun á jörðinni eða 2.8 milljarðar tonna árlega.“ https://www.carbonbrief.org/qa-why-cement-emissions-matter-for-climate-change / JOCELYN TIMPERLEY. 13.09.2018 Mikill ókostur er að við framleiðslu á einu tonni af sementi losnar um tonn af koltvíoxíði út í andrúmsloftið. Með íblöndun á vikri úr eldstöðinni Kötlu verður hægt að draga verulega úr CO2 mengun frá sementsiðnaði á alþjóðavettvangi. Uppbygging svæðisins verður í höndum íslensku hluthafanna, sem eru heimamenn með sterkar rætur í Mýrdalshreppi. Eigendur Mýrdalssands þekkja vel og gera sér grein fyrir sögulegu og menningarlegu gildi jarðarinnar fyrir íslenskt samfélag. Auk námuvinnslu þar sem umhverfissjónarmið og sjálfbærni verða í hávegum höfð verður unnið að skipulagningu við uppbyggingu á ferðaþjónustu á jörðinni til að draga að erlenda og innlenda ferðamenn til að njóta náttúrufegurðar en ekki síður sögu svæðisins sem nær aftur til fyrstu landnema Íslands. Stefnt er á að byggja á og efla samstarf og traust og munu fyrirtæki í heimabyggð njóta góðs af þar sem stefnt er á að fara í samstarf með fyrirtækjum sem nú þegar eru skráð í Mýrdalshreppi til að auka hagsæld bæði fyrirtækja á svæðinu og ekki síður sveitarfélagsins í heild. Mýrdalshreppur mun án efa hafa umtalsverðan efnahagslegan ávinning af þeim verkefnum og uppbyggingu sem farið verður í á komandi árum. En stærsti ávinningurinn er án efa að geta notað náttúrulegt efni til að draga úr losun CO2 frá sementsiðnaðinum. Verndun menningararfleifðar og einstakrar íslenskrar náttúru er fyrirtækinu mjög mikilvægt. Seljendur eru systkinin Þórir Kjartansson, Áslaug Kjartansdóttir og Halla Kjartansdóttir. Kaupendur eru Mýrdalssandur ehf og STEAG Power Minerals. Kaupverð er trúnaðarmál. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá forsætisráðuneytinu. Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31 Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Tólf árum eftir að félagar í Mýrdalshreppi byrjuðu að láta sig dreyma um að hafa eitthvað upp úr því að vinna sand í hreppnum er komin verulega hreyfing á hlutina. Félagarnir hafa ásamt Victori Berg Guðmundssyni og þýskum aðilum keypt rúmlega ellefu þúsund hektara jörð fyrir hundruð milljóna króna, sjálfan Hjörleifshöfða. Þeir telja sandinn í Vík geta komið að byltingu í steypuframleiðslu en auk þess ætla félagarnir sér stóra hluti í framleiðslu sandblásturssands. Seljendur jarðarinnar segjast ekki hafa fengið nein viðbrögð frá forsætisráðherra og því farið þá leið að selja þýsk-íslensku fyrirtæki jörðina. Forsætisráðuneytið segir hins vegar í orðsendingu til fréttastofu eftir að fréttin birtist að lögfræðingur ráðuneytisins hafi verið í samskiptum við lögmann seljenda jarðarinnar að ósk Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, en að ekki hafi náðst samkomulag um kaup á jörðinni. Verðmæti úr sandinum Jóhann Vignir Hróbjartsson, Páll Tómasson og Victor Berg Guðmundsson hafa fest kaup á jörðinni Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi ásamt STEAG Power Minerals frá Þýskalandi. Þjóðverjarnir eiga meirihluta í félaginu og fjármögnuðu kaupin að stærstum hluta. Auk námuvinnslu segja félagarnir uppbyggingu í ferðaþjónustu á dagskrá á svæðinu. „Ef það er eitthvað sem ekki vantar á Vík þá er það sandur,“ sagði Jóhann í viðtali við Morgunblaðið árið 2009 þegar fjallað var um plön félaganna. „Við fórum eitt sinn að velta því fyrir okkur hvort ekki mætti gera verðmæti úr öllum þessum sandi, en við vissum af félaga okkar sem vantaði sandblásturssand til að nota í starfsemi sinni og var að leita að samstarfsaðila til að þurrka fyrir sig og útbúa nothæfa vöru.“ Algjört flopp en nú bjart yfir Um 2-3 milljóna króna fjárfestingu hafi verið að ræða til að byrja með. Þúsundþjalasmiður að nafni Smári Tómasson í Vík hafi smíðað fyrir þá vél sem tók sandinn inn á færibandi, þurrkaði hann, flokkaði og setti í sekki eftir þörfum viðskiptavinarins. Fréttin í Morgunblaðinu í apríl 2009. Lítið gekk hjá þeim félögum í framhaldinu. Fókusinn var á innlendan markað og menn stórhuga. En lítið varð úr áætlunum út af bankahruninu haustið 2008. Hugmyndin var algjört flopp, eins og Jóhann kemst að orði enda eftirspurn eftir sandblæstri orðin lítil sem engin. „Þess vegna fórum við að skoða útflutninginn fyrir alvöru. Þetta er verkefni sem hefur litlu skilað okkur nema mikilli sjálfboðavinnu,“ segir Jóhann. Rúmum áratug síðar lítur allt betur út. Fókus á sandblásturssand Eftir að Jóhann og Páll fóru að horfa út fyrir landsteinana ákváðu þeir að fá erlenda hluthafa til aðstoðar við markaðssókn erlendis. Úr varð fyrirtækið Lavaconcept sem ætlar að einbeita sér að sandblásturssandi. Skrifað var undir samning í fyrra. STEAG hefur lokað mörgum af kolaverum sínum þaðan sem hliðarafurðir hafa verið seldar. Þeirra á meðal flugaska sem er lykil hráefni í sement og þar með steypu. Jóhann segir að með íblöndun á vikri úr eldstöðinni Kötlu verði hægt að draga verulega úr koldíoxíð mengun frá sementsiðnaði á alþjóðavettvangi. „Okkar sandur virðist hafa mjög góða eiginleika. Margar rannsóknir hafa sýnt að hann stenst kröfur og vinnst vel. Hann skorar hátt í öllum prófum og hefur verið að leysa af hólmi þessa afurð frá kolaverunum,“ segir Jóhann. Tvær námur til að byrja með Jóhann segir Lavaconcept verkefnið rétt hafið. Byrjað verði að vinna efni úr tveimur námum og svo fleiri í framhaldinu til að hlífa svæðum ef á þurfi að halda. Þannig séu þeir með samninga við þó nokkra landeigendur varðandi vinnsluna. Horft til norðurs. Hjörleifshöfði er í forgrunni, en Hafursey er fjær, næst Kötlujökli.Mynd/Þórir Níels Kjartansson. Uppbygging svæðisins verði í höndum þeirra Jóhanns, Páls og Victors sem eru heimamenn með sterkar rætur í Mýrdalshreppi. Þeir þekki vel og geri sér grein fyrir sögulegu og menningarlegu gildi jarðarinnar fyrir íslenskt samfélag. Auk námuvinnslu þar sem umhverfissjónarmið og sjálfbærni verði í hávegum höfð verði unnið að skipulagningu við uppbyggingu á ferðaþjónustu á jörðinni til að draga að erlenda og innlenda ferðamenn til að njóta náttúrufegurðar en ekki síður sögu svæðisins sem nær aftur til fyrstu landnema Íslands. Telja Mýrdalshrepp hagnast mikið „Stefnt er á að byggja á og efla samstarf og traust og munu fyrirtæki í heimabyggð njóta góðs af þar sem stefnt er á að fara í samstarf með fyrirtækjum sem nú þegar eru skráð í Mýrdalshreppi til að auka hagsæld bæði fyrirtækja á svæðinu og ekki síður sveitarfélagsins í heild,“ segir Jóhann. „Mýrdalshreppur mun án efa hafa umtalsverðan efnahagslegan ávinning af þeim verkefnum og uppbyggingu sem farið verður í á komandi árum. En stærsti ávinningurinn er án efa að geta notað náttúrulegt efni til að draga úr losun CO2 frá sementsiðnaðinum. Verndun menningararfleifðar og einstakrar íslenskrar náttúru er fyrirtækinu mjög mikilvægt.“ „Þetta er allt bara byggt upp á þessari hugmynd okkar Páls frá 2008, í einhverjum bjánaskap. Við töldum þetta lítið mál. Núna 2020 er þetta að detta í gegn. Þetta hefur verið langt og dýrt ferli en alltaf rúllað áfram. Við höfum alltaf haldið að þetta væri hinum megin við hornið,“ segir Jóhann. Systkini seldu jörðina Seljendur Hjörleifshöfða eru systkinin Þórir Kjartansson, Áslaug Kjartansdóttir og Halla Kjartansdóttir. Þau hafa verið með jörðina á sölu undanfarin fjögur ár. Þórir Kjartansson í Vík, einn eigenda Hjörleifshöfða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Hann segir Vísi að systkinin hafi gert endurteknar tilraunir til að selja íslenska ríkinu jörðina. „Fyrir c.a. ári fórum við að finna fyrir verulega auknum áhuga ýmissa aðila fyrir að kaupa jörðina, bæði vegna vikursins og einnig vegna möguleika í ferðaþjónustunni. Þá ákváðum við að gera allra síðustu tilraun í því að selja ríkinu jörðina,“ segir Þórir. Þau hafi verið vongóð um meiri áhuga hjá núverandi ríkisstjórn en þeim fyrri sem hafi sýnt jörðinni lítinn áhuga. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, og þingmaður Sunnlendinga, hafi verið áfram um málið. Einnig hefði fólk úr þingflokki Vinstri grænna tjáð honum að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri áhugasöm. Þórir segir að vegna efasemda forsætisráðherra um jarðarkaup útlendinga hafi hann talið líklegt að hún sýndi jörðinni áhuga. Ekkert svar hafi borist „Ég reyndi lengi í gegn um ritara hennar að fá fund með henni til að ræða málið en án árangurs. Þá tók ég það fyrir að senda henni persónulegt bréf, sem ég vissi að komst í hennar hendur en þar setti ég inn allar helstu upplýsingar um jörðina ásamt myndum o.fl. og bað hana svo að hafa samband við mig annað hvort í síma eða á tölvupósti.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sýndi engan áhuga á að ríkið keypti jörðina, að sögn Þóris.Vísir/Vilhelm Ekkert svar hafi borist. Því segist Þórir hafa talið öruggt að hún vildi ekkert af þessu vita og þar með fullreynt að ná þessu fram á þeim vettvangi. „Þá lágu þegar fyrir tilboð í jörðina og gengum við þá til samninga við íslensk-þýskt fyrirtæki og nú hefur verið gengið frá þessum kaupum.“ Í orðsendingu frá forsætisráðuneytinu sem barst Vísi eftir að fréttin fór í loftið segir að lögfræðingur ráðuneytisins hafi verið í samskiptum við lögmann eigenda jarðarinnar frá því í desember 2019, að ósk forsætisráðherra. Ekki hafi náðst samkomulag um kaup á jörðinni. Kaupverðið á jörðinni við Hjörleifshöfða nú fæst ekki uppgefið. Þegar jörðin var auglýst til sölu árið 2016 var talað um viðmiðunarverðið 500-1000 milljónir. Samkvæmt heimildum fréttastofu var upphæðin sem fékkst fyrir jörðina nær neðri mörkunum. Að neðan má sjá tilkynningu frá Mýrdalssandi ehf, félagi þeirra Jóhanns, Páls og Victors, í heild. Þrautsegja og þolinmæði heimamanna skapa fjölbreytt störf. Allt frá árinu 2008 hefur staðið yfir vinna við að byggja upp nýja atvinnugrein í jarðefnaiðnaði í Mýrdalshreppi sem mun skapa fjölbreytt störf sem ekki eru árstíðabundin. Til þess að geta byggt á traustum grunni til framtíðar var ákveðið að fara saman í þetta verkefni með STEAG Power Minerals frá Þýskalandi og festa kaup á Hjörleifshöfðajörðinni. STEAG sem hafa í áratugi verið leiðandi á evrópskum markaði í framboði á flugösku, sem er aukaafurð frá kolaorkuverum. Nú er verið að loka kolaorkuverum og er því verið að leit að umhverfisvænu nýju efni sem kemur í staðin fyrir flugösku. Þetta er gríðarlega mikilvægur liður í baráttunni við losun CO2 frá steinsteypu og sementsiðnaðinum í framtíðinni. „Ef sementsiðnaðurinn á jörðinni væri land, væri það land í þriðja sæti yfir lönd sem losa hvað mest af CO2 út í andrúmsloftið. Sementsiðnaðurinn losar um 8% af allri CO2 mengun á jörðinni eða 2.8 milljarðar tonna árlega.“ https://www.carbonbrief.org/qa-why-cement-emissions-matter-for-climate-change / JOCELYN TIMPERLEY. 13.09.2018 Mikill ókostur er að við framleiðslu á einu tonni af sementi losnar um tonn af koltvíoxíði út í andrúmsloftið. Með íblöndun á vikri úr eldstöðinni Kötlu verður hægt að draga verulega úr CO2 mengun frá sementsiðnaði á alþjóðavettvangi. Uppbygging svæðisins verður í höndum íslensku hluthafanna, sem eru heimamenn með sterkar rætur í Mýrdalshreppi. Eigendur Mýrdalssands þekkja vel og gera sér grein fyrir sögulegu og menningarlegu gildi jarðarinnar fyrir íslenskt samfélag. Auk námuvinnslu þar sem umhverfissjónarmið og sjálfbærni verða í hávegum höfð verður unnið að skipulagningu við uppbyggingu á ferðaþjónustu á jörðinni til að draga að erlenda og innlenda ferðamenn til að njóta náttúrufegurðar en ekki síður sögu svæðisins sem nær aftur til fyrstu landnema Íslands. Stefnt er á að byggja á og efla samstarf og traust og munu fyrirtæki í heimabyggð njóta góðs af þar sem stefnt er á að fara í samstarf með fyrirtækjum sem nú þegar eru skráð í Mýrdalshreppi til að auka hagsæld bæði fyrirtækja á svæðinu og ekki síður sveitarfélagsins í heild. Mýrdalshreppur mun án efa hafa umtalsverðan efnahagslegan ávinning af þeim verkefnum og uppbyggingu sem farið verður í á komandi árum. En stærsti ávinningurinn er án efa að geta notað náttúrulegt efni til að draga úr losun CO2 frá sementsiðnaðinum. Verndun menningararfleifðar og einstakrar íslenskrar náttúru er fyrirtækinu mjög mikilvægt. Seljendur eru systkinin Þórir Kjartansson, Áslaug Kjartansdóttir og Halla Kjartansdóttir. Kaupendur eru Mýrdalssandur ehf og STEAG Power Minerals. Kaupverð er trúnaðarmál. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá forsætisráðuneytinu.
Þrautsegja og þolinmæði heimamanna skapa fjölbreytt störf. Allt frá árinu 2008 hefur staðið yfir vinna við að byggja upp nýja atvinnugrein í jarðefnaiðnaði í Mýrdalshreppi sem mun skapa fjölbreytt störf sem ekki eru árstíðabundin. Til þess að geta byggt á traustum grunni til framtíðar var ákveðið að fara saman í þetta verkefni með STEAG Power Minerals frá Þýskalandi og festa kaup á Hjörleifshöfðajörðinni. STEAG sem hafa í áratugi verið leiðandi á evrópskum markaði í framboði á flugösku, sem er aukaafurð frá kolaorkuverum. Nú er verið að loka kolaorkuverum og er því verið að leit að umhverfisvænu nýju efni sem kemur í staðin fyrir flugösku. Þetta er gríðarlega mikilvægur liður í baráttunni við losun CO2 frá steinsteypu og sementsiðnaðinum í framtíðinni. „Ef sementsiðnaðurinn á jörðinni væri land, væri það land í þriðja sæti yfir lönd sem losa hvað mest af CO2 út í andrúmsloftið. Sementsiðnaðurinn losar um 8% af allri CO2 mengun á jörðinni eða 2.8 milljarðar tonna árlega.“ https://www.carbonbrief.org/qa-why-cement-emissions-matter-for-climate-change / JOCELYN TIMPERLEY. 13.09.2018 Mikill ókostur er að við framleiðslu á einu tonni af sementi losnar um tonn af koltvíoxíði út í andrúmsloftið. Með íblöndun á vikri úr eldstöðinni Kötlu verður hægt að draga verulega úr CO2 mengun frá sementsiðnaði á alþjóðavettvangi. Uppbygging svæðisins verður í höndum íslensku hluthafanna, sem eru heimamenn með sterkar rætur í Mýrdalshreppi. Eigendur Mýrdalssands þekkja vel og gera sér grein fyrir sögulegu og menningarlegu gildi jarðarinnar fyrir íslenskt samfélag. Auk námuvinnslu þar sem umhverfissjónarmið og sjálfbærni verða í hávegum höfð verður unnið að skipulagningu við uppbyggingu á ferðaþjónustu á jörðinni til að draga að erlenda og innlenda ferðamenn til að njóta náttúrufegurðar en ekki síður sögu svæðisins sem nær aftur til fyrstu landnema Íslands. Stefnt er á að byggja á og efla samstarf og traust og munu fyrirtæki í heimabyggð njóta góðs af þar sem stefnt er á að fara í samstarf með fyrirtækjum sem nú þegar eru skráð í Mýrdalshreppi til að auka hagsæld bæði fyrirtækja á svæðinu og ekki síður sveitarfélagsins í heild. Mýrdalshreppur mun án efa hafa umtalsverðan efnahagslegan ávinning af þeim verkefnum og uppbyggingu sem farið verður í á komandi árum. En stærsti ávinningurinn er án efa að geta notað náttúrulegt efni til að draga úr losun CO2 frá sementsiðnaðinum. Verndun menningararfleifðar og einstakrar íslenskrar náttúru er fyrirtækinu mjög mikilvægt. Seljendur eru systkinin Þórir Kjartansson, Áslaug Kjartansdóttir og Halla Kjartansdóttir. Kaupendur eru Mýrdalssandur ehf og STEAG Power Minerals. Kaupverð er trúnaðarmál.
Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31 Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31