Á að lappa upp á bandalög Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2020 09:50 Antony Blinken var aðstoðarutanríkisráðherra í forsetatíð Barack Obama. AP/Luis Magana Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að skipa Antony Blinken sem utanríkisráðherra. Blinken var aðstoðarutanríkisráðherra í forsetatíð Barack Obama og verður verkefni hans að stappa stálinu í hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna og lappa upp á bandalög. Hann er þar að auki vinur Bidens til margra ára og hans helsti ráðgjafi varðandi erlend málefni. Samkvæmt frétt New York Times er einnig búist við því að Biden muni tilnefna Jake Sullivan sem þjóðaröryggisráðgjafa. Sá er einnig náinn ráðgjafi Bidens var áður í þjóðaröryggisráði hans þegar hann var varaforseti. Bæði Blinken og Sullivan voru harðir gagnrýnendur „Bandaríkin fyrst“ stefnu Donald Trumps, fráfarandi forseta, og sögðu hana skapa tækifæri og tómarúm á alþjóðasviðinu sem andstæðingar Bandaríkjanna hafi nýtt sér. Þá er Biden sagður ætla að skipa Lindu Thomas-Greenfield í embætti sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Hún vann einnig áður hjá Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Biden hefur þar að auki valið Ron Klain til að sinna gegna embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins, þegar hann tekur við embætti þann 20. janúar. Sjá einnig: Biden tilkynnir ráðherraefni á þriðjudag Í grein Washington Post segir að þessar fregnir séu til marks um að Biden ætli að reiða sig á fólk sem starfaði innan ríkisstjórnar Obama. Biden ætlar sér að gera Bandaríkin aftur aðila að Parísarsáttmálanum, stöðva úrgöngu Bandaríkjanna úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og endurbyggja kjarnorkusamkomulagið við Íran. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Sjá meira
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að skipa Antony Blinken sem utanríkisráðherra. Blinken var aðstoðarutanríkisráðherra í forsetatíð Barack Obama og verður verkefni hans að stappa stálinu í hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna og lappa upp á bandalög. Hann er þar að auki vinur Bidens til margra ára og hans helsti ráðgjafi varðandi erlend málefni. Samkvæmt frétt New York Times er einnig búist við því að Biden muni tilnefna Jake Sullivan sem þjóðaröryggisráðgjafa. Sá er einnig náinn ráðgjafi Bidens var áður í þjóðaröryggisráði hans þegar hann var varaforseti. Bæði Blinken og Sullivan voru harðir gagnrýnendur „Bandaríkin fyrst“ stefnu Donald Trumps, fráfarandi forseta, og sögðu hana skapa tækifæri og tómarúm á alþjóðasviðinu sem andstæðingar Bandaríkjanna hafi nýtt sér. Þá er Biden sagður ætla að skipa Lindu Thomas-Greenfield í embætti sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Hún vann einnig áður hjá Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Biden hefur þar að auki valið Ron Klain til að sinna gegna embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins, þegar hann tekur við embætti þann 20. janúar. Sjá einnig: Biden tilkynnir ráðherraefni á þriðjudag Í grein Washington Post segir að þessar fregnir séu til marks um að Biden ætli að reiða sig á fólk sem starfaði innan ríkisstjórnar Obama. Biden ætlar sér að gera Bandaríkin aftur aðila að Parísarsáttmálanum, stöðva úrgöngu Bandaríkjanna úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og endurbyggja kjarnorkusamkomulagið við Íran.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Sjá meira
Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47
Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00
Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð