Lewis Hamilton verður Sir Lewis Hamilton Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2020 16:31 Lewis Hamilton fagnar sínum sjöunda heimsmeistaratitli í Formúlu 1 sem hann vann í Tyrklandi um þarsíðustu helgi. getty/Clive Mason Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, verður sæmdur riddaratign og fær því að bera sæmdarheitið Sir Lewis Hamilton. Talið er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi beitt sér fyrir því að Hamilton yrði sæmdur riddaratign. Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 með sigri í tyrkneska kappakstrinum um þarsíðustu helgi. Hann hefur orðið heimsmeistari fjórum sinnum í röð og sjö sinnum alls, jafn oft og Michael Schumacher. Enginn ökuþór í sögu Formúlu 1 hefur unnið fleiri keppnir en Hamilton (94) og enginn hefur oftar verið á ráspól (97). Nefndin sem tilnefnir riddara hefur verið treg til að veita íþróttafólki sem er að enn að keppa riddaratign en mun gera undantekningu í tilviki Hamiltons. Hann verður fjórði Formúlu 1 ökuþórinn sem verður sæmdur riddaratign á eftir Sir Jack Brabham, Sir Stirling Moss og Sir Jackie Stewart. Meðal annarra þekktra breskra íþróttamanna sem hafa verið sæmdir riddaratign má nefna Sir Andy Murray, Sir Mo Farah, Dame Jessica Ennis-Hill, Sir Alex Ferguson, Sir Nick Faldo og Sir Bobby Charlton. Hamilton, sem er 35 ára, ku vera nálægt því að gera nýjan samning við Mercedes sem færir honum 40 milljónir punda í árslaun. Hamilton hefur keppt fyrir Mercedes síðan 2013. Formúla Bretland Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, verður sæmdur riddaratign og fær því að bera sæmdarheitið Sir Lewis Hamilton. Talið er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi beitt sér fyrir því að Hamilton yrði sæmdur riddaratign. Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 með sigri í tyrkneska kappakstrinum um þarsíðustu helgi. Hann hefur orðið heimsmeistari fjórum sinnum í röð og sjö sinnum alls, jafn oft og Michael Schumacher. Enginn ökuþór í sögu Formúlu 1 hefur unnið fleiri keppnir en Hamilton (94) og enginn hefur oftar verið á ráspól (97). Nefndin sem tilnefnir riddara hefur verið treg til að veita íþróttafólki sem er að enn að keppa riddaratign en mun gera undantekningu í tilviki Hamiltons. Hann verður fjórði Formúlu 1 ökuþórinn sem verður sæmdur riddaratign á eftir Sir Jack Brabham, Sir Stirling Moss og Sir Jackie Stewart. Meðal annarra þekktra breskra íþróttamanna sem hafa verið sæmdir riddaratign má nefna Sir Andy Murray, Sir Mo Farah, Dame Jessica Ennis-Hill, Sir Alex Ferguson, Sir Nick Faldo og Sir Bobby Charlton. Hamilton, sem er 35 ára, ku vera nálægt því að gera nýjan samning við Mercedes sem færir honum 40 milljónir punda í árslaun. Hamilton hefur keppt fyrir Mercedes síðan 2013.
Formúla Bretland Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira