KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2020 09:01 KA-menn fagna Íslandsmeistaratitli sínum á forsíðu íþróttakálfs DV 18. september 1989 og til hliðar má sjá Alfons Sampsted og félaga í norska félaginu Bodö/Glimt fagna sigri sínum í gær. Skjámynd/Timarit.is/DV/Twitter@Glimt Íslenskur landsliðsbakvörður hjálpaði Norðmönnum að eignast heimsmet sem hefur verið í eigu okkar Íslendinga í meira en 31 ár. Alfons Sampsted og félagar í norska félaginu Bodö/Glimt tryggðu sér í gær norska meistaratitilinn og um leið nýtt heimsmet. KA á Akureyri var þangað til í gær það nyrsta félagið sem hafði orðið landsmeistari í knattspyrnu í heiminum. Eftir sigur Bodö/Glimt í gær þá eiga Norðmenn nú heimsmetið. - FK Bodø/Glimt (@Glimt) win the 2020 Eliteserien to become the northernmost top flight champions ever in the world, beating Iceland's KA Akureyri (1989 champions). #eliteserien #bodøglimt— Gracenote Live (@GracenoteLive) November 22, 2020 Bodö/Glimt spilar heimaleiki sína á Aspmyra leikvanginum í Bodö sem er á 67. breiddargráðu (67°16′35.9″N). Akureyri er aftur á móti aðeins sunnar eða á 65 breiddargráðu (65°41′9.9″N). Þetta er nefnilega í fyrsta sinn sem Bodö/Glimt vinnur norsku deildina en liðið varð í öðru sæti í fyrra og hafði einnig þurft að sætta sig við silfurverðlaun 1977, 1993 og 2003. Íslenski bakvörðurinn átti annars frábæra viku því nokkrum dögum fyrr komst hann með íslenska 21 árs landsliðinu á EM. Eini Íslandsmeistaratitill KA-manna er frá árinu 1989 þegar félagið varð meistari undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og með Þorvald Örlygsson sem besta leikmann. Legenda lev lenger! pic.twitter.com/07YdwmWQcr— FK Bodø/Glimt (@Glimt) November 22, 2020 Það munaði reyndar litlu að KA-menn misstu heimsmetið strax árið eftir því sumarið 1970 þá varð Tromsö í öðru sæti í norsku deildinni. Tromsö er enn norðar en Bodö eða á 70. breiddargráðu og en hefur aldrei náð að vinna norsku deildina. Tromsö liðið gæti hins vegar tekið þetta heimsmet af Bodö verði liðið norskur meistari í framtíðinni. Tromsö er í norsku b-deildinni í dag en er á toppi hennar og spilar því væntanlega í úrvalsdeildinni árið 2021. Norski boltinn Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira
Íslenskur landsliðsbakvörður hjálpaði Norðmönnum að eignast heimsmet sem hefur verið í eigu okkar Íslendinga í meira en 31 ár. Alfons Sampsted og félagar í norska félaginu Bodö/Glimt tryggðu sér í gær norska meistaratitilinn og um leið nýtt heimsmet. KA á Akureyri var þangað til í gær það nyrsta félagið sem hafði orðið landsmeistari í knattspyrnu í heiminum. Eftir sigur Bodö/Glimt í gær þá eiga Norðmenn nú heimsmetið. - FK Bodø/Glimt (@Glimt) win the 2020 Eliteserien to become the northernmost top flight champions ever in the world, beating Iceland's KA Akureyri (1989 champions). #eliteserien #bodøglimt— Gracenote Live (@GracenoteLive) November 22, 2020 Bodö/Glimt spilar heimaleiki sína á Aspmyra leikvanginum í Bodö sem er á 67. breiddargráðu (67°16′35.9″N). Akureyri er aftur á móti aðeins sunnar eða á 65 breiddargráðu (65°41′9.9″N). Þetta er nefnilega í fyrsta sinn sem Bodö/Glimt vinnur norsku deildina en liðið varð í öðru sæti í fyrra og hafði einnig þurft að sætta sig við silfurverðlaun 1977, 1993 og 2003. Íslenski bakvörðurinn átti annars frábæra viku því nokkrum dögum fyrr komst hann með íslenska 21 árs landsliðinu á EM. Eini Íslandsmeistaratitill KA-manna er frá árinu 1989 þegar félagið varð meistari undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og með Þorvald Örlygsson sem besta leikmann. Legenda lev lenger! pic.twitter.com/07YdwmWQcr— FK Bodø/Glimt (@Glimt) November 22, 2020 Það munaði reyndar litlu að KA-menn misstu heimsmetið strax árið eftir því sumarið 1970 þá varð Tromsö í öðru sæti í norsku deildinni. Tromsö er enn norðar en Bodö eða á 70. breiddargráðu og en hefur aldrei náð að vinna norsku deildina. Tromsö liðið gæti hins vegar tekið þetta heimsmet af Bodö verði liðið norskur meistari í framtíðinni. Tromsö er í norsku b-deildinni í dag en er á toppi hennar og spilar því væntanlega í úrvalsdeildinni árið 2021.
Norski boltinn Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira