Kínverjar ætla sér að sækja mánasteina Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2020 12:35 Chang'e-5 er nefnt til heiðurs kinverskrar tunglgyðju. Geimfarinu verður skotið á loft með þessari Long March-5 eldflaug frá Wenchang-geimmiðstöðinni í Hainan-héraði í sunanverðu Kína á þriðjudag. AP/Zhang Gaoxiang/Xinhua Könnunargeimfar sem Kínverjar ætla að skjóta á loft í vikunni á að safna grjóti á tunglinu og koma með aftur til jarðar. Heppnist leiðangurinn verður það í fyrsta skipti sem bergsýni frá tunglinu koma til jarðar frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Chang‘e-5-geimfarinu verður skotið á loft á þriðjudag gangi allt að óskum. Það á að sækja um tvö kíló af bergsýnum á svæði í Stormhafinu á tunglinu sem ekkert geimfar hefur áður heimsótt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta er margfalt meira magn en í síðasta leiðangri af þessari tegund, Luna-24 leiðangurs Sovétmanna sem sótti 170 grömm árið 1976. Bandarísku Apollo-geimfararnir tóku með sér um 382 kíló af grjóti og jarðvegi í sex mönnuðum leiðöngrum til tunglsins frá 1969 til 1972. Bergsýnin nú eiga að gefa vísindamönnum betri hugmynd um hvernig tunglið myndaðist og þróaðist, hversu lengi það var jarðfræðilega virkt og hvenær segulsvið þess fjaraði út. Uppfært 1.12.20 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að ekkert geimfar hefði áður heimsótt Stormahafið á tunglinu. Það rétta er að Chang'e-5 á að lenda á Mons Rümker-svæðinu í Stormahafinu sem ekkert geimfar hefur heimsótt til þessa. Apollo 12-leiðangurinn lenti í Stormahafinu árið 1969. Tunglið Kína Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Könnunargeimfar sem Kínverjar ætla að skjóta á loft í vikunni á að safna grjóti á tunglinu og koma með aftur til jarðar. Heppnist leiðangurinn verður það í fyrsta skipti sem bergsýni frá tunglinu koma til jarðar frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Chang‘e-5-geimfarinu verður skotið á loft á þriðjudag gangi allt að óskum. Það á að sækja um tvö kíló af bergsýnum á svæði í Stormhafinu á tunglinu sem ekkert geimfar hefur áður heimsótt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta er margfalt meira magn en í síðasta leiðangri af þessari tegund, Luna-24 leiðangurs Sovétmanna sem sótti 170 grömm árið 1976. Bandarísku Apollo-geimfararnir tóku með sér um 382 kíló af grjóti og jarðvegi í sex mönnuðum leiðöngrum til tunglsins frá 1969 til 1972. Bergsýnin nú eiga að gefa vísindamönnum betri hugmynd um hvernig tunglið myndaðist og þróaðist, hversu lengi það var jarðfræðilega virkt og hvenær segulsvið þess fjaraði út. Uppfært 1.12.20 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að ekkert geimfar hefði áður heimsótt Stormahafið á tunglinu. Það rétta er að Chang'e-5 á að lenda á Mons Rümker-svæðinu í Stormahafinu sem ekkert geimfar hefur heimsótt til þessa. Apollo 12-leiðangurinn lenti í Stormahafinu árið 1969.
Tunglið Kína Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira