Innlent

Seðlabankastjóri og umönnun aldraðra í Sprengisandi

Ritstjórn skrifar
Kristján Kristjánsson er stjórnandi Sprengisands sem sendur er út alla sunnudaga frá klukkan tíu til tólf.
Kristján Kristjánsson er stjórnandi Sprengisands sem sendur er út alla sunnudaga frá klukkan tíu til tólf.

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, ræðir um stöðu lands og þjóðar og svarar fyrir gagnrýni á aðgerðir bankans í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þá verður rætt um umönnun aldraðra, leiðir út úr kreppunni og loftslagsmál í þætti dagsins.

Sprengisandur er umræðuþáttur í stjórn Kristjáns Kristjánssonar. Hann hefst beint eftir fréttir á Bylgjunni klukkan 10:00. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri mætir og leggur mat á stöðu lands og þjóðar en svarar líka gagnrýni á aðgerðir Seðlabankans og afleiðingar þeirra.

Ólafur Þór Gunnarsson alþingismaður og öldrunarlæknir og Eybjörg Hauksdóttir sem er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu ætla að rökræða umönnun aldraðra. Hvað segir orðið fráflæðisvandi um viðhorf okkar til eldra fólks?

Stefán Ólafsson prófessor og starfsmaður Eflingar og Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri SA ætla að rökræða leiðina út úr kreppunni á tólfta tímanum.

Lokahnykkurinn í dag snýst um loftslagsmálin, mál málanna árið 2019. Hvað varð af þeirri umræðu og hvernig miðar í baráttunni? Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar kemur og varpar gagnrýnu auga á stöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×