Vara við fullyrðingum um að grímur virki ekki Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2020 15:07 Grímuklætt fólk á götum Santiago í Síle. Mörg ríki hafa innleitt grímuskyldu til að hefta útbreiðslu faraldursins en víða hafa hægriflokkar sérstaklega lagst gegn slíkum aðgerðum. Sumir þeirra gripu niðurstöður danskrar aðgerðar á lofti til að fullyrða að grímur nýtist ekki sem sóttvörn. Vísir/EPA Lýðheilsusérfræðingar hafa gert athugasemdir við fullyrðingar um að grímur gagnist ekki til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á grundvelli nýrrar danskrar rannsóknar. Höfundur rannsóknarinnar segir sjálfur að fullyrðingar um það stangist á við niðurstöður hans en aðrir vísindamenn telja að rannsóknin sjálf sé gölluð. Danska rannsóknin vakti töluverða athygli í vikunni en grein um hana birtist í Annals of Internal Medicine. Niðurstöður hennar voru að grímur veiti þeim sem þær bera takmarkaða vernd fyrir kórónuveirusmiti. Þær dragi þó úr líkum á að þeir sem eru með veiruna smiti aðra. Slík vörn skiptir sköpum því þekkt er að smitberar veirunnar geta verið einkennalausir. Þessar niðurstöður stangast nokkuð á við aðrar rannsóknir sem hafa bent til þess grímur dragi úr smithættu, ekki bara fyrir annað fólk heldur einnig þann sem gengur með grímu. Sumir andstæðingar grímuskyldu af hægri væng stjórnmála gripu niðurstöður dönsku rannsóknarinnar á lofti til þess að halda því fram að grímur virki ekki sem sóttvörn í faraldrinum. Áður en niðurstöðurnar voru birtar fóru á flug samsæriskenningar um að stór vísindarit hefðu hafnað því að birta grein um rannsóknina því að „frjálslyndir“ vísindamenn vildu þagga hana niður. Enginn fótur var fyrir þeim hugmyndum. Niðurstaðan að best sé að nota grímu Washington Post segir að lýðheilsusérfræðingar hafi verulegar efasemdir um dönsku rannsóknina. Tom Frieden, fyrrverandi forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC), skrifaði í leiðara ritsins sem birti rannsóknina að sýnt hafi verið fram á að grímur verndi annað fólk fyrir smiti og „þrátt fyrir niðurstöður þessarar rannsóknar, sennilega þann sem gengur með grímuna líka“. CDC uppfærði leiðbeiningar sínar um grímur í síðustu viku og segir að þær geti einnig varið þá sem ganga með þær fyrir smiti. Vísaði stofnunin til fjölda rannsókna. Niðurstöður rannsóknarinnar á um sex þúsund manns í Danmörku frá apríl til júní þegar ekki var grímuskylda í landinu var að um fjórtán prósentustigum færri af þeim sem gengu með grímu hafi smitast en þeir sem voru grímulausir. Munurinn hafi þó ekki verið tölfræðilega marktækur og því væri ekki ljóst að grímurnar veittu vernd fyrir smiti. Helmingur þátttakenda voru gefnar grímur og honum ráðlagt að nota þær en hinum helmingnum ekki. Henning Bundgård, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir bandaríska blaðinu að niðurstöðurnar bendi til þess að fólk ætti að ganga með grímur til að vernda aðra. „Við teljum að niðurstaðan sé að við ættum að ganga með grímur.“ Rannsóknir hafa bent til þess að grímuskylda geti gagnast til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/EPA Efast um aðferðirnar Sérfræðingar sem tengjast rannsókninni ekki benda á að hún hafi verið gert þegar samfélagslegt smit í Danmörku hafi verið tiltölulega lítið. Mótefnamæling, eins og sú sem var gerð á þátttakendum, geti ekki sagt til um það á áreiðanlegan hátt hvort að þeir hafi verið smitaðir á samanburðartímabilinu. Aðrar athugasemdir hafa verið gerðar við hönnun rannsóknarinnar og túlkun hennar. Í grein sem fjórir vísindamenn skrifuðu í danskt læknarit héldu þeir fram að rannsóknin væri í raun ekki á hvort betra væri að nota grímur eða ekki heldur aðeins hvort að tilmæli um að fólk noti grímur hvetji fólk til þess að gera það. Vöruðu þeir við því líklegt væri að niðurstöður hefðu spillst af því að sumir þeirra sem áttu ekki að nota grímu hafi einhvern tímann gert það og öfugt. Angela Rasmussen, veirufræðingur við Columbia-háskóla í New York, varar við því að einhverjir sérvelji rannsóknir eins og þær dönsku sem óyggjandi sannanir fyrir málinu sínu vegna þess hversu hápólitískar sumar sóttvarnaaðgerðir eins og grímuskylda er orðin sums staðar. „Vísindin eru aðferð. Bara vegna þess að það birtist í ritrýndu tímariti þýðir það ekki að málið sé til lykta leitt. Allar rannsóknir hafa sín takmörk og ritrýniferlið sjálft hefur sín takmörk,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Lýðheilsusérfræðingar hafa gert athugasemdir við fullyrðingar um að grímur gagnist ekki til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á grundvelli nýrrar danskrar rannsóknar. Höfundur rannsóknarinnar segir sjálfur að fullyrðingar um það stangist á við niðurstöður hans en aðrir vísindamenn telja að rannsóknin sjálf sé gölluð. Danska rannsóknin vakti töluverða athygli í vikunni en grein um hana birtist í Annals of Internal Medicine. Niðurstöður hennar voru að grímur veiti þeim sem þær bera takmarkaða vernd fyrir kórónuveirusmiti. Þær dragi þó úr líkum á að þeir sem eru með veiruna smiti aðra. Slík vörn skiptir sköpum því þekkt er að smitberar veirunnar geta verið einkennalausir. Þessar niðurstöður stangast nokkuð á við aðrar rannsóknir sem hafa bent til þess grímur dragi úr smithættu, ekki bara fyrir annað fólk heldur einnig þann sem gengur með grímu. Sumir andstæðingar grímuskyldu af hægri væng stjórnmála gripu niðurstöður dönsku rannsóknarinnar á lofti til þess að halda því fram að grímur virki ekki sem sóttvörn í faraldrinum. Áður en niðurstöðurnar voru birtar fóru á flug samsæriskenningar um að stór vísindarit hefðu hafnað því að birta grein um rannsóknina því að „frjálslyndir“ vísindamenn vildu þagga hana niður. Enginn fótur var fyrir þeim hugmyndum. Niðurstaðan að best sé að nota grímu Washington Post segir að lýðheilsusérfræðingar hafi verulegar efasemdir um dönsku rannsóknina. Tom Frieden, fyrrverandi forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC), skrifaði í leiðara ritsins sem birti rannsóknina að sýnt hafi verið fram á að grímur verndi annað fólk fyrir smiti og „þrátt fyrir niðurstöður þessarar rannsóknar, sennilega þann sem gengur með grímuna líka“. CDC uppfærði leiðbeiningar sínar um grímur í síðustu viku og segir að þær geti einnig varið þá sem ganga með þær fyrir smiti. Vísaði stofnunin til fjölda rannsókna. Niðurstöður rannsóknarinnar á um sex þúsund manns í Danmörku frá apríl til júní þegar ekki var grímuskylda í landinu var að um fjórtán prósentustigum færri af þeim sem gengu með grímu hafi smitast en þeir sem voru grímulausir. Munurinn hafi þó ekki verið tölfræðilega marktækur og því væri ekki ljóst að grímurnar veittu vernd fyrir smiti. Helmingur þátttakenda voru gefnar grímur og honum ráðlagt að nota þær en hinum helmingnum ekki. Henning Bundgård, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir bandaríska blaðinu að niðurstöðurnar bendi til þess að fólk ætti að ganga með grímur til að vernda aðra. „Við teljum að niðurstaðan sé að við ættum að ganga með grímur.“ Rannsóknir hafa bent til þess að grímuskylda geti gagnast til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/EPA Efast um aðferðirnar Sérfræðingar sem tengjast rannsókninni ekki benda á að hún hafi verið gert þegar samfélagslegt smit í Danmörku hafi verið tiltölulega lítið. Mótefnamæling, eins og sú sem var gerð á þátttakendum, geti ekki sagt til um það á áreiðanlegan hátt hvort að þeir hafi verið smitaðir á samanburðartímabilinu. Aðrar athugasemdir hafa verið gerðar við hönnun rannsóknarinnar og túlkun hennar. Í grein sem fjórir vísindamenn skrifuðu í danskt læknarit héldu þeir fram að rannsóknin væri í raun ekki á hvort betra væri að nota grímur eða ekki heldur aðeins hvort að tilmæli um að fólk noti grímur hvetji fólk til þess að gera það. Vöruðu þeir við því líklegt væri að niðurstöður hefðu spillst af því að sumir þeirra sem áttu ekki að nota grímu hafi einhvern tímann gert það og öfugt. Angela Rasmussen, veirufræðingur við Columbia-háskóla í New York, varar við því að einhverjir sérvelji rannsóknir eins og þær dönsku sem óyggjandi sannanir fyrir málinu sínu vegna þess hversu hápólitískar sumar sóttvarnaaðgerðir eins og grímuskylda er orðin sums staðar. „Vísindin eru aðferð. Bara vegna þess að það birtist í ritrýndu tímariti þýðir það ekki að málið sé til lykta leitt. Allar rannsóknir hafa sín takmörk og ritrýniferlið sjálft hefur sín takmörk,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira