Vara við fullyrðingum um að grímur virki ekki Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2020 15:07 Grímuklætt fólk á götum Santiago í Síle. Mörg ríki hafa innleitt grímuskyldu til að hefta útbreiðslu faraldursins en víða hafa hægriflokkar sérstaklega lagst gegn slíkum aðgerðum. Sumir þeirra gripu niðurstöður danskrar aðgerðar á lofti til að fullyrða að grímur nýtist ekki sem sóttvörn. Vísir/EPA Lýðheilsusérfræðingar hafa gert athugasemdir við fullyrðingar um að grímur gagnist ekki til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á grundvelli nýrrar danskrar rannsóknar. Höfundur rannsóknarinnar segir sjálfur að fullyrðingar um það stangist á við niðurstöður hans en aðrir vísindamenn telja að rannsóknin sjálf sé gölluð. Danska rannsóknin vakti töluverða athygli í vikunni en grein um hana birtist í Annals of Internal Medicine. Niðurstöður hennar voru að grímur veiti þeim sem þær bera takmarkaða vernd fyrir kórónuveirusmiti. Þær dragi þó úr líkum á að þeir sem eru með veiruna smiti aðra. Slík vörn skiptir sköpum því þekkt er að smitberar veirunnar geta verið einkennalausir. Þessar niðurstöður stangast nokkuð á við aðrar rannsóknir sem hafa bent til þess grímur dragi úr smithættu, ekki bara fyrir annað fólk heldur einnig þann sem gengur með grímu. Sumir andstæðingar grímuskyldu af hægri væng stjórnmála gripu niðurstöður dönsku rannsóknarinnar á lofti til þess að halda því fram að grímur virki ekki sem sóttvörn í faraldrinum. Áður en niðurstöðurnar voru birtar fóru á flug samsæriskenningar um að stór vísindarit hefðu hafnað því að birta grein um rannsóknina því að „frjálslyndir“ vísindamenn vildu þagga hana niður. Enginn fótur var fyrir þeim hugmyndum. Niðurstaðan að best sé að nota grímu Washington Post segir að lýðheilsusérfræðingar hafi verulegar efasemdir um dönsku rannsóknina. Tom Frieden, fyrrverandi forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC), skrifaði í leiðara ritsins sem birti rannsóknina að sýnt hafi verið fram á að grímur verndi annað fólk fyrir smiti og „þrátt fyrir niðurstöður þessarar rannsóknar, sennilega þann sem gengur með grímuna líka“. CDC uppfærði leiðbeiningar sínar um grímur í síðustu viku og segir að þær geti einnig varið þá sem ganga með þær fyrir smiti. Vísaði stofnunin til fjölda rannsókna. Niðurstöður rannsóknarinnar á um sex þúsund manns í Danmörku frá apríl til júní þegar ekki var grímuskylda í landinu var að um fjórtán prósentustigum færri af þeim sem gengu með grímu hafi smitast en þeir sem voru grímulausir. Munurinn hafi þó ekki verið tölfræðilega marktækur og því væri ekki ljóst að grímurnar veittu vernd fyrir smiti. Helmingur þátttakenda voru gefnar grímur og honum ráðlagt að nota þær en hinum helmingnum ekki. Henning Bundgård, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir bandaríska blaðinu að niðurstöðurnar bendi til þess að fólk ætti að ganga með grímur til að vernda aðra. „Við teljum að niðurstaðan sé að við ættum að ganga með grímur.“ Rannsóknir hafa bent til þess að grímuskylda geti gagnast til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/EPA Efast um aðferðirnar Sérfræðingar sem tengjast rannsókninni ekki benda á að hún hafi verið gert þegar samfélagslegt smit í Danmörku hafi verið tiltölulega lítið. Mótefnamæling, eins og sú sem var gerð á þátttakendum, geti ekki sagt til um það á áreiðanlegan hátt hvort að þeir hafi verið smitaðir á samanburðartímabilinu. Aðrar athugasemdir hafa verið gerðar við hönnun rannsóknarinnar og túlkun hennar. Í grein sem fjórir vísindamenn skrifuðu í danskt læknarit héldu þeir fram að rannsóknin væri í raun ekki á hvort betra væri að nota grímur eða ekki heldur aðeins hvort að tilmæli um að fólk noti grímur hvetji fólk til þess að gera það. Vöruðu þeir við því líklegt væri að niðurstöður hefðu spillst af því að sumir þeirra sem áttu ekki að nota grímu hafi einhvern tímann gert það og öfugt. Angela Rasmussen, veirufræðingur við Columbia-háskóla í New York, varar við því að einhverjir sérvelji rannsóknir eins og þær dönsku sem óyggjandi sannanir fyrir málinu sínu vegna þess hversu hápólitískar sumar sóttvarnaaðgerðir eins og grímuskylda er orðin sums staðar. „Vísindin eru aðferð. Bara vegna þess að það birtist í ritrýndu tímariti þýðir það ekki að málið sé til lykta leitt. Allar rannsóknir hafa sín takmörk og ritrýniferlið sjálft hefur sín takmörk,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Lýðheilsusérfræðingar hafa gert athugasemdir við fullyrðingar um að grímur gagnist ekki til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á grundvelli nýrrar danskrar rannsóknar. Höfundur rannsóknarinnar segir sjálfur að fullyrðingar um það stangist á við niðurstöður hans en aðrir vísindamenn telja að rannsóknin sjálf sé gölluð. Danska rannsóknin vakti töluverða athygli í vikunni en grein um hana birtist í Annals of Internal Medicine. Niðurstöður hennar voru að grímur veiti þeim sem þær bera takmarkaða vernd fyrir kórónuveirusmiti. Þær dragi þó úr líkum á að þeir sem eru með veiruna smiti aðra. Slík vörn skiptir sköpum því þekkt er að smitberar veirunnar geta verið einkennalausir. Þessar niðurstöður stangast nokkuð á við aðrar rannsóknir sem hafa bent til þess grímur dragi úr smithættu, ekki bara fyrir annað fólk heldur einnig þann sem gengur með grímu. Sumir andstæðingar grímuskyldu af hægri væng stjórnmála gripu niðurstöður dönsku rannsóknarinnar á lofti til þess að halda því fram að grímur virki ekki sem sóttvörn í faraldrinum. Áður en niðurstöðurnar voru birtar fóru á flug samsæriskenningar um að stór vísindarit hefðu hafnað því að birta grein um rannsóknina því að „frjálslyndir“ vísindamenn vildu þagga hana niður. Enginn fótur var fyrir þeim hugmyndum. Niðurstaðan að best sé að nota grímu Washington Post segir að lýðheilsusérfræðingar hafi verulegar efasemdir um dönsku rannsóknina. Tom Frieden, fyrrverandi forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC), skrifaði í leiðara ritsins sem birti rannsóknina að sýnt hafi verið fram á að grímur verndi annað fólk fyrir smiti og „þrátt fyrir niðurstöður þessarar rannsóknar, sennilega þann sem gengur með grímuna líka“. CDC uppfærði leiðbeiningar sínar um grímur í síðustu viku og segir að þær geti einnig varið þá sem ganga með þær fyrir smiti. Vísaði stofnunin til fjölda rannsókna. Niðurstöður rannsóknarinnar á um sex þúsund manns í Danmörku frá apríl til júní þegar ekki var grímuskylda í landinu var að um fjórtán prósentustigum færri af þeim sem gengu með grímu hafi smitast en þeir sem voru grímulausir. Munurinn hafi þó ekki verið tölfræðilega marktækur og því væri ekki ljóst að grímurnar veittu vernd fyrir smiti. Helmingur þátttakenda voru gefnar grímur og honum ráðlagt að nota þær en hinum helmingnum ekki. Henning Bundgård, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir bandaríska blaðinu að niðurstöðurnar bendi til þess að fólk ætti að ganga með grímur til að vernda aðra. „Við teljum að niðurstaðan sé að við ættum að ganga með grímur.“ Rannsóknir hafa bent til þess að grímuskylda geti gagnast til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/EPA Efast um aðferðirnar Sérfræðingar sem tengjast rannsókninni ekki benda á að hún hafi verið gert þegar samfélagslegt smit í Danmörku hafi verið tiltölulega lítið. Mótefnamæling, eins og sú sem var gerð á þátttakendum, geti ekki sagt til um það á áreiðanlegan hátt hvort að þeir hafi verið smitaðir á samanburðartímabilinu. Aðrar athugasemdir hafa verið gerðar við hönnun rannsóknarinnar og túlkun hennar. Í grein sem fjórir vísindamenn skrifuðu í danskt læknarit héldu þeir fram að rannsóknin væri í raun ekki á hvort betra væri að nota grímur eða ekki heldur aðeins hvort að tilmæli um að fólk noti grímur hvetji fólk til þess að gera það. Vöruðu þeir við því líklegt væri að niðurstöður hefðu spillst af því að sumir þeirra sem áttu ekki að nota grímu hafi einhvern tímann gert það og öfugt. Angela Rasmussen, veirufræðingur við Columbia-háskóla í New York, varar við því að einhverjir sérvelji rannsóknir eins og þær dönsku sem óyggjandi sannanir fyrir málinu sínu vegna þess hversu hápólitískar sumar sóttvarnaaðgerðir eins og grímuskylda er orðin sums staðar. „Vísindin eru aðferð. Bara vegna þess að það birtist í ritrýndu tímariti þýðir það ekki að málið sé til lykta leitt. Allar rannsóknir hafa sín takmörk og ritrýniferlið sjálft hefur sín takmörk,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira