Harpa hökkuð í hakk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. nóvember 2020 14:27 Kúabændur eru hvattir til að láta gott af sér leiða fyrir jólin og gefa Fjölskylduhjálp Íslands kjöt. Það hafa bændurnir á Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi gert þegar þau létu slátra kvígunni Hörpu og hökkuðu hana í hakk og gáfu fjölskylduhjálpinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kúabændurnir á bænum Reykjum á Skeiðum hvetja kúabændur um allt land að láta gott af sér leið fyrir jólin og slátra gripum, hakka kjötið og gefa Fjölskylduhjálp Íslands. Sjálfir slátruðu bændurnir nýlega kvígu og gáfu átta tíu kíló af hakki af henni til fjölskylduhjálparinnar í neytendapakkningum. Nú þegar nálgast aðventu og jólahátíðina þá verða fjárútlát fjölskyldna óneitanlega meiri þegar um matarinnkaup er að ræða og jólagjafir. Víða er þröngt í búi vegna Covid ástandsins og því vilja kúabændur láta gott af sér leiða. Gott dæmi um það eru hjónin Birna Þorsteinsdóttir og Rúnar Bjarnason á bænum Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þau fóru nýlega með kvíguna Hörpu í sláturhús og fengu í kjölfarið um 80 kíló af hakki af henni, sem þau gáfu Fjölskylduhjálpar Íslands. Birna hvetur kúabændur til að láta eitthvað af hendi rakna til fjölskylduhjálparinnar „Ég fór bara að velta vöngum yfir því hvað við bændur værum vel settir í Covid ástandinu miðað við margar aðrar stéttir. Það breytist nánast ekkert hjá okkur. Við vinnum okkar vinnu bara eins og vant er, við getum farið út og hreyft okkur frjáls og þurfum ekki að fara í einhvern hlífðarbúnað í vinnunni okkar og tekjurnar koma alveg óbreytt,“ segir Birna og bætir við; „Mjög margir bændur gætu séð af einhverju til Fjölskylduhjálparinnar til dæmis eins og það að setja grip í sláturhús og láta hakka hann og vinna og gefa til Fjölskylduhjálparinnar.“ Birna og Rúnar hvetja kúabændur til að láta gott af sér leiða fyrir jólin og gefa fjölskylduhjálpinni kjöt af skepnum sínum, sem er verið að slátra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Birna segir að þau Rúnar hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð hjá bændum eftir að þau vöktu athygli á málinu á Facbook síðu kúabænda og þau viti til þess að margir munu láta gott af sér leiða fyrir jólin. „Og það sem mér finnst svo ánægjulegt að ég hef komist að því að það eru til bændur, sem hafa gert þetta af og til án þess að hafa nokkuð hátt um það.“ Birna hvetur líka sláturhús og kjötvinnslur til að taka þátt í verkefninu því það kosti mikið að láta slátra grip og vinna kjötið með því að slá af vinnslukostnaði og koma kjötinu til Fjölskylduhjálparinnar í Reykjavík. Birna og Rúnar létu gott af sér leiða á dögunum þegar kvígunni Hörpu frá þeim var slátrað og um 80 kíló af hakki af kjötinu fór til Fjölskylduhjálparinnar. „Já, það er rétt og við skorum á aðra kúabændur, sem telja sig aflögufæra með eitthvað að leggja hönd á plóg því okkar staða er tiltölulega sterk miðað við marga aðra,“ segir Birna. Rúnar og Birna, kúabændur á Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem hafa látið gott af sér leiða á tímum Covid-19 með því að gefa Fjölskylduhjál 80 kíló af hakki.Einkasafn Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Kúabændurnir á bænum Reykjum á Skeiðum hvetja kúabændur um allt land að láta gott af sér leið fyrir jólin og slátra gripum, hakka kjötið og gefa Fjölskylduhjálp Íslands. Sjálfir slátruðu bændurnir nýlega kvígu og gáfu átta tíu kíló af hakki af henni til fjölskylduhjálparinnar í neytendapakkningum. Nú þegar nálgast aðventu og jólahátíðina þá verða fjárútlát fjölskyldna óneitanlega meiri þegar um matarinnkaup er að ræða og jólagjafir. Víða er þröngt í búi vegna Covid ástandsins og því vilja kúabændur láta gott af sér leiða. Gott dæmi um það eru hjónin Birna Þorsteinsdóttir og Rúnar Bjarnason á bænum Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þau fóru nýlega með kvíguna Hörpu í sláturhús og fengu í kjölfarið um 80 kíló af hakki af henni, sem þau gáfu Fjölskylduhjálpar Íslands. Birna hvetur kúabændur til að láta eitthvað af hendi rakna til fjölskylduhjálparinnar „Ég fór bara að velta vöngum yfir því hvað við bændur værum vel settir í Covid ástandinu miðað við margar aðrar stéttir. Það breytist nánast ekkert hjá okkur. Við vinnum okkar vinnu bara eins og vant er, við getum farið út og hreyft okkur frjáls og þurfum ekki að fara í einhvern hlífðarbúnað í vinnunni okkar og tekjurnar koma alveg óbreytt,“ segir Birna og bætir við; „Mjög margir bændur gætu séð af einhverju til Fjölskylduhjálparinnar til dæmis eins og það að setja grip í sláturhús og láta hakka hann og vinna og gefa til Fjölskylduhjálparinnar.“ Birna og Rúnar hvetja kúabændur til að láta gott af sér leiða fyrir jólin og gefa fjölskylduhjálpinni kjöt af skepnum sínum, sem er verið að slátra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Birna segir að þau Rúnar hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð hjá bændum eftir að þau vöktu athygli á málinu á Facbook síðu kúabænda og þau viti til þess að margir munu láta gott af sér leiða fyrir jólin. „Og það sem mér finnst svo ánægjulegt að ég hef komist að því að það eru til bændur, sem hafa gert þetta af og til án þess að hafa nokkuð hátt um það.“ Birna hvetur líka sláturhús og kjötvinnslur til að taka þátt í verkefninu því það kosti mikið að láta slátra grip og vinna kjötið með því að slá af vinnslukostnaði og koma kjötinu til Fjölskylduhjálparinnar í Reykjavík. Birna og Rúnar létu gott af sér leiða á dögunum þegar kvígunni Hörpu frá þeim var slátrað og um 80 kíló af hakki af kjötinu fór til Fjölskylduhjálparinnar. „Já, það er rétt og við skorum á aðra kúabændur, sem telja sig aflögufæra með eitthvað að leggja hönd á plóg því okkar staða er tiltölulega sterk miðað við marga aðra,“ segir Birna. Rúnar og Birna, kúabændur á Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem hafa látið gott af sér leiða á tímum Covid-19 með því að gefa Fjölskylduhjál 80 kíló af hakki.Einkasafn
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira