Um þrjú hundruð dómar Landsréttar mögulega í húfi Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2020 08:09 Mannréttindadómstóll Evrópu er staðsettur í Strasbourg. Vísir/EPA Óvissa er sögð ríkja um afdrif fleiri en þrjú hundruð dóma sem fjórir dómarar við Landsrétt kváðu upp staðfesti yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu dóm hans frá því í fyrra um að dómararnir hafi verið ranglega skipaðir. Yfirdeildin á að kveða upp dóm sinn 1. desember. Fréttablaðið segir frá því í morgun að ekki liggi fyrir með hvaða hætti verði farið yfir Landsréttardómana sem málið nær til. Dómararnir fjórir tóku þátt í störfum nýja dómstigsins frá skipun þeirra 1. janúar árið 2018 þar til dómur Mannréttindadómstólsins féll 13. mars í fyrra. Á meðal málanna eru rúmlega helmingur allra sakamála sem Landsréttur felldi dóm í á tímabilinu, 85 talsins. Sakfellt var í 75 þeirra. Í fréttinni kemur fram að vegna óvissu um aðfarar- og fullnustuhæfi dómanna gætu einhverjir málsaðilar reynt að skjóta málum til Hæstaréttar til að fara fram á að Landsréttur taki mál aftur fyrir. Áfrýjunarfrestur sé þó liðinn. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan í Landsrétt hefði brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu hvað varðar rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði þá skipað fjóra dómara við réttinn þvert á mat hæfnisnefndar. Alþingi samþykkti tillögu hennar um skipan dómaranna í júní árið 2017. Dómur Mannréttindadómstólsins leiddi á endanum til afsagnar Sigríðar sem ráðherra. Hún situr enn sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Landsréttarmálið Dómstólar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Óvissa er sögð ríkja um afdrif fleiri en þrjú hundruð dóma sem fjórir dómarar við Landsrétt kváðu upp staðfesti yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu dóm hans frá því í fyrra um að dómararnir hafi verið ranglega skipaðir. Yfirdeildin á að kveða upp dóm sinn 1. desember. Fréttablaðið segir frá því í morgun að ekki liggi fyrir með hvaða hætti verði farið yfir Landsréttardómana sem málið nær til. Dómararnir fjórir tóku þátt í störfum nýja dómstigsins frá skipun þeirra 1. janúar árið 2018 þar til dómur Mannréttindadómstólsins féll 13. mars í fyrra. Á meðal málanna eru rúmlega helmingur allra sakamála sem Landsréttur felldi dóm í á tímabilinu, 85 talsins. Sakfellt var í 75 þeirra. Í fréttinni kemur fram að vegna óvissu um aðfarar- og fullnustuhæfi dómanna gætu einhverjir málsaðilar reynt að skjóta málum til Hæstaréttar til að fara fram á að Landsréttur taki mál aftur fyrir. Áfrýjunarfrestur sé þó liðinn. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan í Landsrétt hefði brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu hvað varðar rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði þá skipað fjóra dómara við réttinn þvert á mat hæfnisnefndar. Alþingi samþykkti tillögu hennar um skipan dómaranna í júní árið 2017. Dómur Mannréttindadómstólsins leiddi á endanum til afsagnar Sigríðar sem ráðherra. Hún situr enn sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Landsréttarmálið Dómstólar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira