Um þrjú hundruð dómar Landsréttar mögulega í húfi Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2020 08:09 Mannréttindadómstóll Evrópu er staðsettur í Strasbourg. Vísir/EPA Óvissa er sögð ríkja um afdrif fleiri en þrjú hundruð dóma sem fjórir dómarar við Landsrétt kváðu upp staðfesti yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu dóm hans frá því í fyrra um að dómararnir hafi verið ranglega skipaðir. Yfirdeildin á að kveða upp dóm sinn 1. desember. Fréttablaðið segir frá því í morgun að ekki liggi fyrir með hvaða hætti verði farið yfir Landsréttardómana sem málið nær til. Dómararnir fjórir tóku þátt í störfum nýja dómstigsins frá skipun þeirra 1. janúar árið 2018 þar til dómur Mannréttindadómstólsins féll 13. mars í fyrra. Á meðal málanna eru rúmlega helmingur allra sakamála sem Landsréttur felldi dóm í á tímabilinu, 85 talsins. Sakfellt var í 75 þeirra. Í fréttinni kemur fram að vegna óvissu um aðfarar- og fullnustuhæfi dómanna gætu einhverjir málsaðilar reynt að skjóta málum til Hæstaréttar til að fara fram á að Landsréttur taki mál aftur fyrir. Áfrýjunarfrestur sé þó liðinn. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan í Landsrétt hefði brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu hvað varðar rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði þá skipað fjóra dómara við réttinn þvert á mat hæfnisnefndar. Alþingi samþykkti tillögu hennar um skipan dómaranna í júní árið 2017. Dómur Mannréttindadómstólsins leiddi á endanum til afsagnar Sigríðar sem ráðherra. Hún situr enn sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Landsréttarmálið Dómstólar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Óvissa er sögð ríkja um afdrif fleiri en þrjú hundruð dóma sem fjórir dómarar við Landsrétt kváðu upp staðfesti yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu dóm hans frá því í fyrra um að dómararnir hafi verið ranglega skipaðir. Yfirdeildin á að kveða upp dóm sinn 1. desember. Fréttablaðið segir frá því í morgun að ekki liggi fyrir með hvaða hætti verði farið yfir Landsréttardómana sem málið nær til. Dómararnir fjórir tóku þátt í störfum nýja dómstigsins frá skipun þeirra 1. janúar árið 2018 þar til dómur Mannréttindadómstólsins féll 13. mars í fyrra. Á meðal málanna eru rúmlega helmingur allra sakamála sem Landsréttur felldi dóm í á tímabilinu, 85 talsins. Sakfellt var í 75 þeirra. Í fréttinni kemur fram að vegna óvissu um aðfarar- og fullnustuhæfi dómanna gætu einhverjir málsaðilar reynt að skjóta málum til Hæstaréttar til að fara fram á að Landsréttur taki mál aftur fyrir. Áfrýjunarfrestur sé þó liðinn. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan í Landsrétt hefði brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu hvað varðar rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði þá skipað fjóra dómara við réttinn þvert á mat hæfnisnefndar. Alþingi samþykkti tillögu hennar um skipan dómaranna í júní árið 2017. Dómur Mannréttindadómstólsins leiddi á endanum til afsagnar Sigríðar sem ráðherra. Hún situr enn sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Landsréttarmálið Dómstólar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira