Yfirmaður siðanefndar segir af sér eftir að Johnson lýsti stuðningi við ráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2020 12:25 Johnson stendur þétt að baki Priti Patel, innanríkisráðherra, sem er talin hafa kúgað undirmenn sína í ráðuneytinu. Vísir/EPA Ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar um siðareglur ráðherra sagði af sér í dag eftir að Boris Johnson, forsætisráðherra, lýsti yfir stuðningi við ráðherra sem er talinn hafa sýnt af sér kúgunartilburði gagnvart starfsmönnum ráðuneytis síns. Niðurstaða rannsóknar Alex Allan, siðaráðgjafa ríkisstjórnarinnar, á framferði Priti Patel, innanríkisráðherra, var að hegðun hennar mætti lýsa sem „kúgandi“ [e. bullying] þó að hugsanlega hafi það ekki verið með ráðum gert. Patel sendi frá sér yfirlýsingu og baðst afsökunar á að hegðun sín hefði „valdið fólki uppnámi í fortíðinni“. Johnson sagðist í yfirlýsingu um niðurstöður skýrslu Allan bera „fullt traust“ til Patel eftir að hún baðst afsökunar á að hafa „óviljandi“ valdið samstarfsfólki sínu uppnámi. Fleiri ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa komið Patel til varnar í dag. Allan tilkynnti um afsögn sína þegar Johnson birti yfirlýsinguna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann sagðist gera sér grein fyrir að það væri forsætisráðherrans að meta hvort að framferði ráðherra bryti gegn siðareglum. „En mér finnst það rétt að ég segi nú af mér embætti sem óháðar ráðgjafi forsætisráðherrans um siðareglurnar,“ sagði hann. Nokkrir opinberir starfsmenn sökuðu Patel um að leggja sig í einelti eða beita þá kúgun. Philip Rutnam, hæst setti opinberi starfsmaður innanríkisráðuneytisins, sagði af sér í mars og sagði þá að Patel hefði lítillækkað starfsmenn og skapað andrúmsloft ótta í ráðuneytinu. AP-fréttastofan segir að forsætisráðuneyti Johnson hafi tafið birtingu niðurstaðna rannsóknarinnar á Patel um margra mánaða skeið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem írafár skapast í kringum Patel. Þegar hún var ráðherra alþjóðlegrar þróunar árið 2017 kom í ljós að hún fundað á laun með stjórnmálaleiðtogum og samtökum í Ísrael í fylgd með áhrifamiklum málafylgjumanni Ísraels innan Íhaldsflokksins. Hún lét utanríkisráðuneytið ekki vita af erindrekstri sínum í Ísrael og var neydd til að segja af sér í kjölfarið. Bretland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar um siðareglur ráðherra sagði af sér í dag eftir að Boris Johnson, forsætisráðherra, lýsti yfir stuðningi við ráðherra sem er talinn hafa sýnt af sér kúgunartilburði gagnvart starfsmönnum ráðuneytis síns. Niðurstaða rannsóknar Alex Allan, siðaráðgjafa ríkisstjórnarinnar, á framferði Priti Patel, innanríkisráðherra, var að hegðun hennar mætti lýsa sem „kúgandi“ [e. bullying] þó að hugsanlega hafi það ekki verið með ráðum gert. Patel sendi frá sér yfirlýsingu og baðst afsökunar á að hegðun sín hefði „valdið fólki uppnámi í fortíðinni“. Johnson sagðist í yfirlýsingu um niðurstöður skýrslu Allan bera „fullt traust“ til Patel eftir að hún baðst afsökunar á að hafa „óviljandi“ valdið samstarfsfólki sínu uppnámi. Fleiri ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa komið Patel til varnar í dag. Allan tilkynnti um afsögn sína þegar Johnson birti yfirlýsinguna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann sagðist gera sér grein fyrir að það væri forsætisráðherrans að meta hvort að framferði ráðherra bryti gegn siðareglum. „En mér finnst það rétt að ég segi nú af mér embætti sem óháðar ráðgjafi forsætisráðherrans um siðareglurnar,“ sagði hann. Nokkrir opinberir starfsmenn sökuðu Patel um að leggja sig í einelti eða beita þá kúgun. Philip Rutnam, hæst setti opinberi starfsmaður innanríkisráðuneytisins, sagði af sér í mars og sagði þá að Patel hefði lítillækkað starfsmenn og skapað andrúmsloft ótta í ráðuneytinu. AP-fréttastofan segir að forsætisráðuneyti Johnson hafi tafið birtingu niðurstaðna rannsóknarinnar á Patel um margra mánaða skeið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem írafár skapast í kringum Patel. Þegar hún var ráðherra alþjóðlegrar þróunar árið 2017 kom í ljós að hún fundað á laun með stjórnmálaleiðtogum og samtökum í Ísrael í fylgd með áhrifamiklum málafylgjumanni Ísraels innan Íhaldsflokksins. Hún lét utanríkisráðuneytið ekki vita af erindrekstri sínum í Ísrael og var neydd til að segja af sér í kjölfarið.
Bretland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira