Yfirmaður siðanefndar segir af sér eftir að Johnson lýsti stuðningi við ráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2020 12:25 Johnson stendur þétt að baki Priti Patel, innanríkisráðherra, sem er talin hafa kúgað undirmenn sína í ráðuneytinu. Vísir/EPA Ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar um siðareglur ráðherra sagði af sér í dag eftir að Boris Johnson, forsætisráðherra, lýsti yfir stuðningi við ráðherra sem er talinn hafa sýnt af sér kúgunartilburði gagnvart starfsmönnum ráðuneytis síns. Niðurstaða rannsóknar Alex Allan, siðaráðgjafa ríkisstjórnarinnar, á framferði Priti Patel, innanríkisráðherra, var að hegðun hennar mætti lýsa sem „kúgandi“ [e. bullying] þó að hugsanlega hafi það ekki verið með ráðum gert. Patel sendi frá sér yfirlýsingu og baðst afsökunar á að hegðun sín hefði „valdið fólki uppnámi í fortíðinni“. Johnson sagðist í yfirlýsingu um niðurstöður skýrslu Allan bera „fullt traust“ til Patel eftir að hún baðst afsökunar á að hafa „óviljandi“ valdið samstarfsfólki sínu uppnámi. Fleiri ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa komið Patel til varnar í dag. Allan tilkynnti um afsögn sína þegar Johnson birti yfirlýsinguna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann sagðist gera sér grein fyrir að það væri forsætisráðherrans að meta hvort að framferði ráðherra bryti gegn siðareglum. „En mér finnst það rétt að ég segi nú af mér embætti sem óháðar ráðgjafi forsætisráðherrans um siðareglurnar,“ sagði hann. Nokkrir opinberir starfsmenn sökuðu Patel um að leggja sig í einelti eða beita þá kúgun. Philip Rutnam, hæst setti opinberi starfsmaður innanríkisráðuneytisins, sagði af sér í mars og sagði þá að Patel hefði lítillækkað starfsmenn og skapað andrúmsloft ótta í ráðuneytinu. AP-fréttastofan segir að forsætisráðuneyti Johnson hafi tafið birtingu niðurstaðna rannsóknarinnar á Patel um margra mánaða skeið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem írafár skapast í kringum Patel. Þegar hún var ráðherra alþjóðlegrar þróunar árið 2017 kom í ljós að hún fundað á laun með stjórnmálaleiðtogum og samtökum í Ísrael í fylgd með áhrifamiklum málafylgjumanni Ísraels innan Íhaldsflokksins. Hún lét utanríkisráðuneytið ekki vita af erindrekstri sínum í Ísrael og var neydd til að segja af sér í kjölfarið. Bretland Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar um siðareglur ráðherra sagði af sér í dag eftir að Boris Johnson, forsætisráðherra, lýsti yfir stuðningi við ráðherra sem er talinn hafa sýnt af sér kúgunartilburði gagnvart starfsmönnum ráðuneytis síns. Niðurstaða rannsóknar Alex Allan, siðaráðgjafa ríkisstjórnarinnar, á framferði Priti Patel, innanríkisráðherra, var að hegðun hennar mætti lýsa sem „kúgandi“ [e. bullying] þó að hugsanlega hafi það ekki verið með ráðum gert. Patel sendi frá sér yfirlýsingu og baðst afsökunar á að hegðun sín hefði „valdið fólki uppnámi í fortíðinni“. Johnson sagðist í yfirlýsingu um niðurstöður skýrslu Allan bera „fullt traust“ til Patel eftir að hún baðst afsökunar á að hafa „óviljandi“ valdið samstarfsfólki sínu uppnámi. Fleiri ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa komið Patel til varnar í dag. Allan tilkynnti um afsögn sína þegar Johnson birti yfirlýsinguna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann sagðist gera sér grein fyrir að það væri forsætisráðherrans að meta hvort að framferði ráðherra bryti gegn siðareglum. „En mér finnst það rétt að ég segi nú af mér embætti sem óháðar ráðgjafi forsætisráðherrans um siðareglurnar,“ sagði hann. Nokkrir opinberir starfsmenn sökuðu Patel um að leggja sig í einelti eða beita þá kúgun. Philip Rutnam, hæst setti opinberi starfsmaður innanríkisráðuneytisins, sagði af sér í mars og sagði þá að Patel hefði lítillækkað starfsmenn og skapað andrúmsloft ótta í ráðuneytinu. AP-fréttastofan segir að forsætisráðuneyti Johnson hafi tafið birtingu niðurstaðna rannsóknarinnar á Patel um margra mánaða skeið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem írafár skapast í kringum Patel. Þegar hún var ráðherra alþjóðlegrar þróunar árið 2017 kom í ljós að hún fundað á laun með stjórnmálaleiðtogum og samtökum í Ísrael í fylgd með áhrifamiklum málafylgjumanni Ísraels innan Íhaldsflokksins. Hún lét utanríkisráðuneytið ekki vita af erindrekstri sínum í Ísrael og var neydd til að segja af sér í kjölfarið.
Bretland Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira